Loforð um aukið fé til lyfjakaupa ekki efnt Jón Hákon Halldórsson skrifar 12. apríl 2017 06:00 Ráðherrar ríkisstjórnarinnar áttu að tryggja fé til lyfjakaupa. Það hefur ekki enn gengið eftir. vísir/ernir Ríkisstjórnin hefur enn ekki efnt loforð sitt frá því um miðjan febrúar að sjá til þess að ný krabbameinslyf verði tekin í notkun hér á landi á þessu ári. Fjárframlög í upphafi árs buðu ekki upp á nein ný lyf á þessu ári að mati formanns lyfjagreiðslunefndar. Formaður Krafts segir marga ekki geta beðið mikið lengur eftir að loforðið sé efnt.Ragnheiður Davíðsdóttir, formaður Krafts.vísir/gvaFréttablaðið greindi frá því þann 14. febrúar síðastliðinn að ekkert fjármagn væri til á árinu sem hægt væri að nota til að taka upp ný lyf. Guðrún I. Gylfadóttir, formaður lyfjagreiðslunefndar, sagði þá ekkert svigrúm fyrir hendi. Ríkisstjórnin gaf það svo út þann 17. febrúar að veita yrði meira fjármagn til upptöku nýrra lyfja. „Við hjá Krafti fögnuðum því þegar ríkisstjórnin lofaði að leggja fé í málaflokkinn. Hins vegar hefur ekkert gerst síðan og ný krabbameinslyf þurfa að bíða enn um sinn,“ segir Ragnheiður Davíðsdóttir, formaður Krafts, stuðningsfélags ungs fólks með krabbamein og aðstandendur þeirra. Guðrún Gylfadóttir, segir það rétt að loforðið frá því í febrúar hafi ekki verið efnt en unnið sé að því innan ráðuneytisins að finna fjármagn til þess að taka inn ný krabbameinslyf. „Að mínu mati er þetta í góðum farvegi og unnið er að því í velferðarráðuneytinu. Á meðan erum við að taka inn ný lyf,“ segir Guðrún. Ragnheiður segir alvarlegt að þurfa að bíða lengi eftir því að efna þetta loforð. „Það er ekki nóg að hlutirnir séu í vinnslu. Ríkisstjórnin er búin að samþykkja fjárútlát til málaflokksins og því þarf að hafa snör handtök,“ segir Ragnheiður. „Fólk sem býr við þessa sjúkdóma getur sumt hvert ekkert beðið eftir því að þessi mál verði afgreidd í stjórnsýslunni. Krabbameinssjúklingar hafa nóg með að huga að eigin heilsu í stað þess að bíða.“ Heilbrigðisráðherra, Óttarr Proppé, hefur hunsað ítrekaðar beiðnir Fréttablaðsins síðustu daga og umleitanir fréttastofu um viðtal. Óttarr Proppé hefur ekki svarað ítrekuðum beiðnum Fréttablaðsins um viðtal.vísir/ernir Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Látið reyna á alþjóðlegt samstarf um lyfjainnkaup Velferðarráðuneytið gerir ráð fyrir að látið verði reyna á alþjóðlegt samstarf um útboð lyfjakaupa á næstu mánuðum. Þetta kom fram í eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar til Alþingis í febrúar. 7. apríl 2017 07:00 Ráðherra sagður hafa svikið loforð um lyf Heilbrigðisráðherra sagður svíkja loforð sem flokkur hans gaf fyrir kosningar. Sagðist ekki myndi láta það gerast að fjárskortur leiddi til lyfjaskorts. Íslendingar innleiða ekki sömu krabbameinslyf og innleidd eru í nágrannalöndum. 15. febrúar 2017 07:00 Ríkisstjórnin beitir sér fyrir upptöku nýrra lyfja Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum fyrir helgi að tryggja upptöku nýrra lyfja á þessu ári en ekki eru til peningar fyrir því í fjárlögum þessa árs. Formaður Krafts fagnar þessum breytingum. 21. febrúar 2017 07:00 Heimildir til innleiðingar nýrra lyfja rýmkaðar verulega Heilbrigðisráðherra segir að rýnt hafi verið í þörfina og óskir spítalana. 19. febrúar 2016 15:05 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur enn ekki efnt loforð sitt frá því um miðjan febrúar að sjá til þess að ný krabbameinslyf verði tekin í notkun hér á landi á þessu ári. Fjárframlög í upphafi árs buðu ekki upp á nein ný lyf á þessu ári að mati formanns lyfjagreiðslunefndar. Formaður Krafts segir marga ekki geta beðið mikið lengur eftir að loforðið sé efnt.Ragnheiður Davíðsdóttir, formaður Krafts.vísir/gvaFréttablaðið greindi frá því þann 14. febrúar síðastliðinn að ekkert fjármagn væri til á árinu sem hægt væri að nota til að taka upp ný lyf. Guðrún I. Gylfadóttir, formaður lyfjagreiðslunefndar, sagði þá ekkert svigrúm fyrir hendi. Ríkisstjórnin gaf það svo út þann 17. febrúar að veita yrði meira fjármagn til upptöku nýrra lyfja. „Við hjá Krafti fögnuðum því þegar ríkisstjórnin lofaði að leggja fé í málaflokkinn. Hins vegar hefur ekkert gerst síðan og ný krabbameinslyf þurfa að bíða enn um sinn,“ segir Ragnheiður Davíðsdóttir, formaður Krafts, stuðningsfélags ungs fólks með krabbamein og aðstandendur þeirra. Guðrún Gylfadóttir, segir það rétt að loforðið frá því í febrúar hafi ekki verið efnt en unnið sé að því innan ráðuneytisins að finna fjármagn til þess að taka inn ný krabbameinslyf. „Að mínu mati er þetta í góðum farvegi og unnið er að því í velferðarráðuneytinu. Á meðan erum við að taka inn ný lyf,“ segir Guðrún. Ragnheiður segir alvarlegt að þurfa að bíða lengi eftir því að efna þetta loforð. „Það er ekki nóg að hlutirnir séu í vinnslu. Ríkisstjórnin er búin að samþykkja fjárútlát til málaflokksins og því þarf að hafa snör handtök,“ segir Ragnheiður. „Fólk sem býr við þessa sjúkdóma getur sumt hvert ekkert beðið eftir því að þessi mál verði afgreidd í stjórnsýslunni. Krabbameinssjúklingar hafa nóg með að huga að eigin heilsu í stað þess að bíða.“ Heilbrigðisráðherra, Óttarr Proppé, hefur hunsað ítrekaðar beiðnir Fréttablaðsins síðustu daga og umleitanir fréttastofu um viðtal. Óttarr Proppé hefur ekki svarað ítrekuðum beiðnum Fréttablaðsins um viðtal.vísir/ernir
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Látið reyna á alþjóðlegt samstarf um lyfjainnkaup Velferðarráðuneytið gerir ráð fyrir að látið verði reyna á alþjóðlegt samstarf um útboð lyfjakaupa á næstu mánuðum. Þetta kom fram í eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar til Alþingis í febrúar. 7. apríl 2017 07:00 Ráðherra sagður hafa svikið loforð um lyf Heilbrigðisráðherra sagður svíkja loforð sem flokkur hans gaf fyrir kosningar. Sagðist ekki myndi láta það gerast að fjárskortur leiddi til lyfjaskorts. Íslendingar innleiða ekki sömu krabbameinslyf og innleidd eru í nágrannalöndum. 15. febrúar 2017 07:00 Ríkisstjórnin beitir sér fyrir upptöku nýrra lyfja Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum fyrir helgi að tryggja upptöku nýrra lyfja á þessu ári en ekki eru til peningar fyrir því í fjárlögum þessa árs. Formaður Krafts fagnar þessum breytingum. 21. febrúar 2017 07:00 Heimildir til innleiðingar nýrra lyfja rýmkaðar verulega Heilbrigðisráðherra segir að rýnt hafi verið í þörfina og óskir spítalana. 19. febrúar 2016 15:05 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Sjá meira
Látið reyna á alþjóðlegt samstarf um lyfjainnkaup Velferðarráðuneytið gerir ráð fyrir að látið verði reyna á alþjóðlegt samstarf um útboð lyfjakaupa á næstu mánuðum. Þetta kom fram í eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar til Alþingis í febrúar. 7. apríl 2017 07:00
Ráðherra sagður hafa svikið loforð um lyf Heilbrigðisráðherra sagður svíkja loforð sem flokkur hans gaf fyrir kosningar. Sagðist ekki myndi láta það gerast að fjárskortur leiddi til lyfjaskorts. Íslendingar innleiða ekki sömu krabbameinslyf og innleidd eru í nágrannalöndum. 15. febrúar 2017 07:00
Ríkisstjórnin beitir sér fyrir upptöku nýrra lyfja Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum fyrir helgi að tryggja upptöku nýrra lyfja á þessu ári en ekki eru til peningar fyrir því í fjárlögum þessa árs. Formaður Krafts fagnar þessum breytingum. 21. febrúar 2017 07:00
Heimildir til innleiðingar nýrra lyfja rýmkaðar verulega Heilbrigðisráðherra segir að rýnt hafi verið í þörfina og óskir spítalana. 19. febrúar 2016 15:05