Biskup segir ríkið skulda kirkjunni um 1,7 milljarða árlega Sveinn Arnarsson skrifar 27. apríl 2017 07:00 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup þjóðkirkjunnar. Þjóðkirkjan á Íslandi gagnrýnir fjármálaáætlun Alþingis harðlega í innsendri umsögn kirkjuráðs og Biskupsstofu en áætlunin liggur nú fyrir til meðferðar þingsins. Segir í umsögn biskups Íslands og kirkjuráðs hinnar íslensku þjóðkirkju að ríkissjóður skuldi kirkjunni tæplega 1,7 milljarða króna á fjárlögum ársins í ár vegna vanefnda fimm liða í fjárlögum. Eru það fjárlagaliðir um laun presta, kristnisjóð, sóknargjöld, kirkjumálasjóð og jöfnunarsjóð sókna. Með því að uppfæra tölur ekki samkvæmt reiknilíkani sem á að meta fjárhæðir til kirkjunnar hafi þannig myndast skuld ríkissjóðs við kirkjuna. „Það vantar mjög verulega upp á að það sé staðið við skuldbindingar samkvæmt lögum,“ segir Oddur Einarsson, framkvæmdastjóri kirkjuráðs. „Það var neyðarástand árið 2008, en ekki í dag. Ef menn ætla ekki að standa við skuldbindingar þá verða menn að finna aðrar ástæður fyrir skerðingunni.“ Umsögn þjóðkirkjunnar hvílir að mati kirkjunnar á tveimur staðreyndum. Sú fyrri er að árið 1997 var gerður samningur milli ríkis og kirkju um notkun reiknilíkans við að framreikna upphæðir til kirkjunnar sem síðan var tekið úr sambandi árið 2008 í hruninu. Seinni staðreyndin að mati kirkjuráðs er að sóknargjöld hafi ekki að fullu verið flutt til kirkjunnar heldur sitji ár hvert hluti þeirra eftir í ríkissjóði til almennra verka. 2.500 einstaklingar gengu úr þjóðkirkjunni í fyrra. Þrátt fyrir stöðuga fækkun jukust framlögin árið 2017 um rúmar eitt hundrað milljónir frá fyrra ári. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Þjóðkirkjan á Íslandi gagnrýnir fjármálaáætlun Alþingis harðlega í innsendri umsögn kirkjuráðs og Biskupsstofu en áætlunin liggur nú fyrir til meðferðar þingsins. Segir í umsögn biskups Íslands og kirkjuráðs hinnar íslensku þjóðkirkju að ríkissjóður skuldi kirkjunni tæplega 1,7 milljarða króna á fjárlögum ársins í ár vegna vanefnda fimm liða í fjárlögum. Eru það fjárlagaliðir um laun presta, kristnisjóð, sóknargjöld, kirkjumálasjóð og jöfnunarsjóð sókna. Með því að uppfæra tölur ekki samkvæmt reiknilíkani sem á að meta fjárhæðir til kirkjunnar hafi þannig myndast skuld ríkissjóðs við kirkjuna. „Það vantar mjög verulega upp á að það sé staðið við skuldbindingar samkvæmt lögum,“ segir Oddur Einarsson, framkvæmdastjóri kirkjuráðs. „Það var neyðarástand árið 2008, en ekki í dag. Ef menn ætla ekki að standa við skuldbindingar þá verða menn að finna aðrar ástæður fyrir skerðingunni.“ Umsögn þjóðkirkjunnar hvílir að mati kirkjunnar á tveimur staðreyndum. Sú fyrri er að árið 1997 var gerður samningur milli ríkis og kirkju um notkun reiknilíkans við að framreikna upphæðir til kirkjunnar sem síðan var tekið úr sambandi árið 2008 í hruninu. Seinni staðreyndin að mati kirkjuráðs er að sóknargjöld hafi ekki að fullu verið flutt til kirkjunnar heldur sitji ár hvert hluti þeirra eftir í ríkissjóði til almennra verka. 2.500 einstaklingar gengu úr þjóðkirkjunni í fyrra. Þrátt fyrir stöðuga fækkun jukust framlögin árið 2017 um rúmar eitt hundrað milljónir frá fyrra ári.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira