Spurði hvort Björt framtíð ætlaði að láta handjárna sig í fjármálaáætlun nýfrjálshyggjunnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. apríl 2017 16:00 Óttarr Proppé og Steingrímur J. Sigfússon. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, beindi tveimur spurningum til Óttars Proppé, heilbrigðisráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Fyrri spurningin sneri að áformu Klíníkurinnar og mismunandi túlkana landlæknis og heilbrigðisráðuneytisins á lögum um heilbrigðisþjónustu varðandi það hvort fyrirtækið þyrfti starfsleyfi frá ráðherra til að reka fimm daga legudeild. Spurði Steingrímur ráðherrann hvort þessar mismunandi túlkanir hefðu einhverju breytt varðandi það „sem hæstvirtur ráðherra gaf út hér á dögunum að ráðuneytið muni ekki heimila Sjúkratryggingum að gera samning við einkasjúkrahúsið um kaup á sérhæfðri heilbrigðisþjónustu. Það er að segja ekki gera samning um að þar verði legudeild til allt að fimm daga og farið út í skurðaðgerðir, það er mjög mikilvægt að fá þetta á hreint.“ Óttarr svaraði því til að það hefði ekki orðin nein breyting á ákvörðun hans varðandi það að það stæði ekki til að fela Sjúkratryggingum að gera sérstakan samning við Klíníkina. „Háttvirtur þingmaður gerir að umræðuefni ágreining eða mismunandi lagatúlkun ráðuneytisins annars vegar og landlæknis hins vegar og það er skýrt gagnvart ráðuneytinu að það starfar samkvæmt lögum. [...] Sérfræðingar ráðuneytisins túlka það sem svo eftir breytingar á lögum um heilbrigðisþjónustu árið 2007 þar sem var tekið út af háttvirtu Alþingi krafa um það að ráðherra eða ráðuneyti veitti sérstakt starfsleyfi fyrir sjúkrastofnunum að þá sé það ekki í raun og veru ekki gert ráð fyrir því að það sé veitt sérstakt starfsleyfi. Mér þykir það bagalegt, það er ekki í takt við það hvernig ég vil sjá íslenska heilbrigðisþjónustu þróast eða halda áfram að þróast þannig að ég er að undirbúa að setja af stað vinnu í ráðuneytinu hvort það þurfi að beita sér fyrir því að lögum verði breytt eða að lög verði skýrð þegar að þessu kemur,“ sagði heilbrigðisráðherra. Seinni spurning Steingríms sneri svo að því sem hann sagði vera útreið þeirra málaflokka sem Björt framtíð fer með í ríkisstjórn í nýrri fjármálaáætlun til næstu fimm ára, það er heilbrigðismál og umhverfismál. „Því miður er það svo að þegar rýnt er betur í tölur um áætlanir um fjárveitingar til heilbrigðismála þá eru þær að uppstöðu til hvað aukningu varðar beint í stofnkostnað byggingu nýs Landspítala og önnur sérgreind verkefni þannig að þegar það er frádregið stendur væntanlega eftir niðurskurður upp á milljarða í rekstur. Svipaða sögu er að segja af umhverfisráðuneytinu sem Björt framtíð fer með í ríkisstjórn [...] Seinni spurningin er því: Ætlar Björt framtíð að láta bjóða sér þetta? Ætlar hún að láta handjárna sig inn í þessari nýfrjálshyggju-fjármáláætlun til næstu fimm ára?“ spurði Steingrímur. Óttarr svaraði því til að Björt framtíð væri hluti af ríkisstjórninni. „Við styðjum aðgerðir þessarar ríkisstjórnar, við erum þátttakendur í ríkisstjórn til þess að taka ábyrgð í íslensku samfélagi.“ Alþingi Tengdar fréttir Ráðherra segir agaleysi hafa ríkt gagnvart einkarekstri Heilbrigðisráðherra segir agaleysi hafa ríkt í íslenska heilbrigðiskerfinu síðustu áratugi í garð einkarekstrar og boðar breytingar 21. apríl 2017 19:00 Landlæknir segir einkarekstur nánast stjórnlausan Útgjöld ríkisins til einkareksturs hafa aukist um 40 prósent á síðastliðnum árum, meðan þau hafa nánast staðið í stað til opinbers reksturs. 20. apríl 2017 19:42 Telur Óttar skila auðu varðandi einkarekstur Stjórnarandstöðuþingmenn kalla eftir pólitískri stefnumótun og skýrari svörum frá heilbrigðisráðherra um einkarekna heilbrigðisþjónustu. Ráðherra segir bagalegt að upp sé kominn ágreiningur. 22. apríl 2017 07:00 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, beindi tveimur spurningum til Óttars Proppé, heilbrigðisráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Fyrri spurningin sneri að áformu Klíníkurinnar og mismunandi túlkana landlæknis og heilbrigðisráðuneytisins á lögum um heilbrigðisþjónustu varðandi það hvort fyrirtækið þyrfti starfsleyfi frá ráðherra til að reka fimm daga legudeild. Spurði Steingrímur ráðherrann hvort þessar mismunandi túlkanir hefðu einhverju breytt varðandi það „sem hæstvirtur ráðherra gaf út hér á dögunum að ráðuneytið muni ekki heimila Sjúkratryggingum að gera samning við einkasjúkrahúsið um kaup á sérhæfðri heilbrigðisþjónustu. Það er að segja ekki gera samning um að þar verði legudeild til allt að fimm daga og farið út í skurðaðgerðir, það er mjög mikilvægt að fá þetta á hreint.“ Óttarr svaraði því til að það hefði ekki orðin nein breyting á ákvörðun hans varðandi það að það stæði ekki til að fela Sjúkratryggingum að gera sérstakan samning við Klíníkina. „Háttvirtur þingmaður gerir að umræðuefni ágreining eða mismunandi lagatúlkun ráðuneytisins annars vegar og landlæknis hins vegar og það er skýrt gagnvart ráðuneytinu að það starfar samkvæmt lögum. [...] Sérfræðingar ráðuneytisins túlka það sem svo eftir breytingar á lögum um heilbrigðisþjónustu árið 2007 þar sem var tekið út af háttvirtu Alþingi krafa um það að ráðherra eða ráðuneyti veitti sérstakt starfsleyfi fyrir sjúkrastofnunum að þá sé það ekki í raun og veru ekki gert ráð fyrir því að það sé veitt sérstakt starfsleyfi. Mér þykir það bagalegt, það er ekki í takt við það hvernig ég vil sjá íslenska heilbrigðisþjónustu þróast eða halda áfram að þróast þannig að ég er að undirbúa að setja af stað vinnu í ráðuneytinu hvort það þurfi að beita sér fyrir því að lögum verði breytt eða að lög verði skýrð þegar að þessu kemur,“ sagði heilbrigðisráðherra. Seinni spurning Steingríms sneri svo að því sem hann sagði vera útreið þeirra málaflokka sem Björt framtíð fer með í ríkisstjórn í nýrri fjármálaáætlun til næstu fimm ára, það er heilbrigðismál og umhverfismál. „Því miður er það svo að þegar rýnt er betur í tölur um áætlanir um fjárveitingar til heilbrigðismála þá eru þær að uppstöðu til hvað aukningu varðar beint í stofnkostnað byggingu nýs Landspítala og önnur sérgreind verkefni þannig að þegar það er frádregið stendur væntanlega eftir niðurskurður upp á milljarða í rekstur. Svipaða sögu er að segja af umhverfisráðuneytinu sem Björt framtíð fer með í ríkisstjórn [...] Seinni spurningin er því: Ætlar Björt framtíð að láta bjóða sér þetta? Ætlar hún að láta handjárna sig inn í þessari nýfrjálshyggju-fjármáláætlun til næstu fimm ára?“ spurði Steingrímur. Óttarr svaraði því til að Björt framtíð væri hluti af ríkisstjórninni. „Við styðjum aðgerðir þessarar ríkisstjórnar, við erum þátttakendur í ríkisstjórn til þess að taka ábyrgð í íslensku samfélagi.“
Alþingi Tengdar fréttir Ráðherra segir agaleysi hafa ríkt gagnvart einkarekstri Heilbrigðisráðherra segir agaleysi hafa ríkt í íslenska heilbrigðiskerfinu síðustu áratugi í garð einkarekstrar og boðar breytingar 21. apríl 2017 19:00 Landlæknir segir einkarekstur nánast stjórnlausan Útgjöld ríkisins til einkareksturs hafa aukist um 40 prósent á síðastliðnum árum, meðan þau hafa nánast staðið í stað til opinbers reksturs. 20. apríl 2017 19:42 Telur Óttar skila auðu varðandi einkarekstur Stjórnarandstöðuþingmenn kalla eftir pólitískri stefnumótun og skýrari svörum frá heilbrigðisráðherra um einkarekna heilbrigðisþjónustu. Ráðherra segir bagalegt að upp sé kominn ágreiningur. 22. apríl 2017 07:00 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Ráðherra segir agaleysi hafa ríkt gagnvart einkarekstri Heilbrigðisráðherra segir agaleysi hafa ríkt í íslenska heilbrigðiskerfinu síðustu áratugi í garð einkarekstrar og boðar breytingar 21. apríl 2017 19:00
Landlæknir segir einkarekstur nánast stjórnlausan Útgjöld ríkisins til einkareksturs hafa aukist um 40 prósent á síðastliðnum árum, meðan þau hafa nánast staðið í stað til opinbers reksturs. 20. apríl 2017 19:42
Telur Óttar skila auðu varðandi einkarekstur Stjórnarandstöðuþingmenn kalla eftir pólitískri stefnumótun og skýrari svörum frá heilbrigðisráðherra um einkarekna heilbrigðisþjónustu. Ráðherra segir bagalegt að upp sé kominn ágreiningur. 22. apríl 2017 07:00