Sterka krónu, takk Þröstur Ólafsson skrifar 27. apríl 2017 07:00 Vegna þess hve utanríkisviðskipti eru stór hluti af þjóðarframleiðslu okkar þá erum við mjög háð gengi erlendra gjaldmiðla. Frá upphafi íslensku krónunnar hefur gengi hennar, með örfáum undantekningartilvikum, verið stýrt eftir kröfum og þörfum sjávarútvegsins. Þar hefur krafan um lágt gengi verið sungin svo lengi sem elstu menn muna. Og talsmenn Bændasamtakanna hafa kyrjað viðlagið „Við líka, við líka.“ Á þessum höfuðbólum hefur einnig verið að finna öflugustu formælendur fastræðis við krónuna sem gjaldmiðil, þ.e.a.s. veika krónu. Neytendur hafa sjaldnast haft nokkurn talsmann á pólitíska sviðinu, sem bent hefur á að gengisdýfurnar eru borgaðar af okkur sem kaupum daglega erlendar neysluvörur eða skuldum vísitölu- eða gengistryggð lán. Þó þetta sé stór meirihluti þjóðarinnar, þá er eins og hann skipti engu máli. Hann verði bara að éta það sem úti frýs. Veikur gjaldmiðill lamar Til lengdar er veikur gjaldmiðill ekki æskilegur. Hann getur að vísu ýtt tímabundið undir útflutning. Hann heldur í bráð lífi í atvinnugreinum sem standast enga samkeppni, og/eða nenna ekki að gyrða upp um sig. Að öðru leyti hindrar hann nýsköpun og efnahagslega framþróun. Innflutnings- og gjaldeyrishöft virka eins. Þau halda á lífi því sem ella myndi víkja. Þannig má útskýra að hluta það landlæga einhæfi, sem einkenndi íslenskt efnahagslíf á tuttugustu öld, eða allt fram til þess tíma þegar gengið styrktist, ýmist vegna mikils innstreymis erlends fjármagns, sem setti hagkerfið á skjön, eða vegna tekna af ferðamönnum. Í stað þess að bæta rekstrarumhverfi og hagræða, var gengið fellt. Pólitískur þýstingur hefur æ verið til staðar til að laga gengið að veikburða atvinnugreinum. Ef við ætlum að sigla út á reginhaf með krónuna sem farareyri, þá verður henni að vera stjórnað af bankastjóra með mikla þekkingu á peningamálum og seðlabanka sem er óháður stjórnmálum líðandi stundar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þröstur Ólafsson Mest lesið Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Vegna þess hve utanríkisviðskipti eru stór hluti af þjóðarframleiðslu okkar þá erum við mjög háð gengi erlendra gjaldmiðla. Frá upphafi íslensku krónunnar hefur gengi hennar, með örfáum undantekningartilvikum, verið stýrt eftir kröfum og þörfum sjávarútvegsins. Þar hefur krafan um lágt gengi verið sungin svo lengi sem elstu menn muna. Og talsmenn Bændasamtakanna hafa kyrjað viðlagið „Við líka, við líka.“ Á þessum höfuðbólum hefur einnig verið að finna öflugustu formælendur fastræðis við krónuna sem gjaldmiðil, þ.e.a.s. veika krónu. Neytendur hafa sjaldnast haft nokkurn talsmann á pólitíska sviðinu, sem bent hefur á að gengisdýfurnar eru borgaðar af okkur sem kaupum daglega erlendar neysluvörur eða skuldum vísitölu- eða gengistryggð lán. Þó þetta sé stór meirihluti þjóðarinnar, þá er eins og hann skipti engu máli. Hann verði bara að éta það sem úti frýs. Veikur gjaldmiðill lamar Til lengdar er veikur gjaldmiðill ekki æskilegur. Hann getur að vísu ýtt tímabundið undir útflutning. Hann heldur í bráð lífi í atvinnugreinum sem standast enga samkeppni, og/eða nenna ekki að gyrða upp um sig. Að öðru leyti hindrar hann nýsköpun og efnahagslega framþróun. Innflutnings- og gjaldeyrishöft virka eins. Þau halda á lífi því sem ella myndi víkja. Þannig má útskýra að hluta það landlæga einhæfi, sem einkenndi íslenskt efnahagslíf á tuttugustu öld, eða allt fram til þess tíma þegar gengið styrktist, ýmist vegna mikils innstreymis erlends fjármagns, sem setti hagkerfið á skjön, eða vegna tekna af ferðamönnum. Í stað þess að bæta rekstrarumhverfi og hagræða, var gengið fellt. Pólitískur þýstingur hefur æ verið til staðar til að laga gengið að veikburða atvinnugreinum. Ef við ætlum að sigla út á reginhaf með krónuna sem farareyri, þá verður henni að vera stjórnað af bankastjóra með mikla þekkingu á peningamálum og seðlabanka sem er óháður stjórnmálum líðandi stundar.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun