Serena svarar rúmenska rasistanum og rugludallinum Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. apríl 2017 08:00 Serena Williams hefur unnið 23 risatitla eða fleiri en nokkur önnur kona. vísir/getty Serena Williams, besta tenniskona heims, hefur svarað ógeðfelldum ummælum rúmenska þjálfarans Ilie Nastase sem á sínum tíma var sá besti í heimi en er nú þjálfari rúmenska landsliðsins. Serena er ólétt og mun eignast sitt fysta barn síðar ár árinu. Rúmenska tenniskonan Simona Halep var spurð út í þessar fréttir á blaðamannafundi um helgina en þá heyrðist Nastase segja við sessunaut sinn: „Við skulum sjá hvernig það verður á litinn. Ætli þetta verði ekki súkkulaði með mjólk,“ sagði hann en Serena er gift Alexis Ohanian, einum af stofnendum vefsíðunnar Reddit. Hann er hvítur.Ilie Nastase var eitt sinn besti tennismaður heims.vísir/gettyHeldur áfram að berjast Serena gerði ekkert í málinu fyrstu dagana en birti í gærkvöldi yfirlýsingu á Instagram-síðu sinni þar sem segir meðal annars: „Það hryggir mig að við búum í samfélagi þar sem fólk eins og Ilie Nastase getur sagt svona hluti sem eru bara kynþáttaníð. Ég hef sagt það áður og segir á ný að þó við séum komin mjög langt í þessum málefnum er langur vegur eftir.“ „Hvorki þetta né nokkuð annað mun aftra mér í að útdeila ást, ljósi og jákvæðni í allt sem ég geri. Ég mun halda áfram að vera leiðtogi og berjast fyrir því sem ég tel vera rétt,“ segir Serena Williams. Síðustu dagar eru heldur betur búnir að vera skrautlegir hjá rúmenska rugludallinum Nastase því hann gerði sig að fífli í Fed-bikarnum um helgina. Þar var hann úrskurðaður í bann frá öllum mótum á vegum Alþjóðatennissambandsins eftir að kalla Jo Kontu, bestu tenniskonu Breta, „helvítis tík“ í miðjum leik. Nastase var rekinn af svæðinu og í framhaldinu úrskurðaður í bann frá öllum mótum. A post shared by Serena Williams (@serenawilliams) on Apr 24, 2017 at 12:58pm PDT Tennis Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sjá meira
Serena Williams, besta tenniskona heims, hefur svarað ógeðfelldum ummælum rúmenska þjálfarans Ilie Nastase sem á sínum tíma var sá besti í heimi en er nú þjálfari rúmenska landsliðsins. Serena er ólétt og mun eignast sitt fysta barn síðar ár árinu. Rúmenska tenniskonan Simona Halep var spurð út í þessar fréttir á blaðamannafundi um helgina en þá heyrðist Nastase segja við sessunaut sinn: „Við skulum sjá hvernig það verður á litinn. Ætli þetta verði ekki súkkulaði með mjólk,“ sagði hann en Serena er gift Alexis Ohanian, einum af stofnendum vefsíðunnar Reddit. Hann er hvítur.Ilie Nastase var eitt sinn besti tennismaður heims.vísir/gettyHeldur áfram að berjast Serena gerði ekkert í málinu fyrstu dagana en birti í gærkvöldi yfirlýsingu á Instagram-síðu sinni þar sem segir meðal annars: „Það hryggir mig að við búum í samfélagi þar sem fólk eins og Ilie Nastase getur sagt svona hluti sem eru bara kynþáttaníð. Ég hef sagt það áður og segir á ný að þó við séum komin mjög langt í þessum málefnum er langur vegur eftir.“ „Hvorki þetta né nokkuð annað mun aftra mér í að útdeila ást, ljósi og jákvæðni í allt sem ég geri. Ég mun halda áfram að vera leiðtogi og berjast fyrir því sem ég tel vera rétt,“ segir Serena Williams. Síðustu dagar eru heldur betur búnir að vera skrautlegir hjá rúmenska rugludallinum Nastase því hann gerði sig að fífli í Fed-bikarnum um helgina. Þar var hann úrskurðaður í bann frá öllum mótum á vegum Alþjóðatennissambandsins eftir að kalla Jo Kontu, bestu tenniskonu Breta, „helvítis tík“ í miðjum leik. Nastase var rekinn af svæðinu og í framhaldinu úrskurðaður í bann frá öllum mótum. A post shared by Serena Williams (@serenawilliams) on Apr 24, 2017 at 12:58pm PDT
Tennis Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sjá meira