Birna fékk leikbann fyrir sparkið | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. apríl 2017 07:30 Birna Valgerður Benónýsdóttir spilar ekki leik fjögur. vísir/eyþór Aganefnd KKÍ úrskurðaði í gær Birnu Valgerði Benónýsdóttur, leikmann Keflavíkur, í eins leiks bann fyrir háttsemi sína í leik þrjú á móti Snæfelli um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta. Birna, sem er aðeins 16 ára gömul, missti hausinn í baráttunni við reynsluboltann Gunnhildi Gunnarsdóttur í Stykkishólmi á sunnudaginn og sparkaði í mótherja sinn með þeim afleiðingum að hún var rekin út úr húsinu. Málið var tekið fyrir á fundi aganefndar KKÍ en í skýrslu hennar segir: „Með vísan til ákvæðis c. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál, skal hin kærða, Birna Benónýsdóttir, leikmaður Keflavíkur, sæta eins leiks banni vegna háttsemi í leik Snæfells og Keflavíkur í úrslitakeppni úrvalsdeildar meistaraflokks kvenna sem leikinn var þann 23. apríl 2017.“ Eftir að vinna fyrstu tvo leikina átti Keflavík möguleika á að sópa seríunni og verða Íslandsmeistari í Stykkishólmi á sunnudaginn en meistarar síðustu þriggja ára, Snæfell, svöruðu fyrir sig með 68-60 sigri og staðan í einvíginu 2-1. Fjórði leikurinn fer fram í Keflavík annað kvöld þar sem Litlu slátrararnir, eins og þetta unga Keflavíkurlið er kallað, fá annað tækifæri til að vinna Íslandsmeistaratitilinn. Þar verður liðið án Birnu Valgerðar sem skoraði tólf stig og tók 4,5 fráköst að meðtali á 20 mínútum í fyrstu tveimur leikjunum en hún var búin að skora sex stig og taka eitt frákast þegar hún var rekin af velli í Hólminum um helgina. Þetta er vatn á myllu Snæfellsliðsins því Birna er einn besti varnarmaður deildarinnar en með sigri nælir Snæfell sér í oddaleik. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan. Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Sjáðu ótrúlegan þrist Ellenbergs úr horninu | Myndband Aaryn Ellenberg skoraði 33 stig þegar Snæfell bar sigurorð af Keflavík, 68-60, í þriðja leik liðanna í úrslitum Domino's deildar kvenna. 23. apríl 2017 22:47 Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Keflavík 68-60 | Bikarinn fór ekki á loft í Hólminum Snæfell minnkaði muninn í úrslitaeinvíginu við Keflavík með 68-60 sigri í þriðja leik liðanna í Stykkishólmi í kvöld. 23. apríl 2017 22:00 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Fleiri fréttir Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Sjá meira
Aganefnd KKÍ úrskurðaði í gær Birnu Valgerði Benónýsdóttur, leikmann Keflavíkur, í eins leiks bann fyrir háttsemi sína í leik þrjú á móti Snæfelli um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta. Birna, sem er aðeins 16 ára gömul, missti hausinn í baráttunni við reynsluboltann Gunnhildi Gunnarsdóttur í Stykkishólmi á sunnudaginn og sparkaði í mótherja sinn með þeim afleiðingum að hún var rekin út úr húsinu. Málið var tekið fyrir á fundi aganefndar KKÍ en í skýrslu hennar segir: „Með vísan til ákvæðis c. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál, skal hin kærða, Birna Benónýsdóttir, leikmaður Keflavíkur, sæta eins leiks banni vegna háttsemi í leik Snæfells og Keflavíkur í úrslitakeppni úrvalsdeildar meistaraflokks kvenna sem leikinn var þann 23. apríl 2017.“ Eftir að vinna fyrstu tvo leikina átti Keflavík möguleika á að sópa seríunni og verða Íslandsmeistari í Stykkishólmi á sunnudaginn en meistarar síðustu þriggja ára, Snæfell, svöruðu fyrir sig með 68-60 sigri og staðan í einvíginu 2-1. Fjórði leikurinn fer fram í Keflavík annað kvöld þar sem Litlu slátrararnir, eins og þetta unga Keflavíkurlið er kallað, fá annað tækifæri til að vinna Íslandsmeistaratitilinn. Þar verður liðið án Birnu Valgerðar sem skoraði tólf stig og tók 4,5 fráköst að meðtali á 20 mínútum í fyrstu tveimur leikjunum en hún var búin að skora sex stig og taka eitt frákast þegar hún var rekin af velli í Hólminum um helgina. Þetta er vatn á myllu Snæfellsliðsins því Birna er einn besti varnarmaður deildarinnar en með sigri nælir Snæfell sér í oddaleik. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan.
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Sjáðu ótrúlegan þrist Ellenbergs úr horninu | Myndband Aaryn Ellenberg skoraði 33 stig þegar Snæfell bar sigurorð af Keflavík, 68-60, í þriðja leik liðanna í úrslitum Domino's deildar kvenna. 23. apríl 2017 22:47 Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Keflavík 68-60 | Bikarinn fór ekki á loft í Hólminum Snæfell minnkaði muninn í úrslitaeinvíginu við Keflavík með 68-60 sigri í þriðja leik liðanna í Stykkishólmi í kvöld. 23. apríl 2017 22:00 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Fleiri fréttir Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Sjá meira
Sjáðu ótrúlegan þrist Ellenbergs úr horninu | Myndband Aaryn Ellenberg skoraði 33 stig þegar Snæfell bar sigurorð af Keflavík, 68-60, í þriðja leik liðanna í úrslitum Domino's deildar kvenna. 23. apríl 2017 22:47
Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Keflavík 68-60 | Bikarinn fór ekki á loft í Hólminum Snæfell minnkaði muninn í úrslitaeinvíginu við Keflavík með 68-60 sigri í þriðja leik liðanna í Stykkishólmi í kvöld. 23. apríl 2017 22:00