Andstæðingar fylkja sér að baki Macron: Le Pen sigri hrósandi Oddur Ævar Gunnarsson og Stefán Ó. Jónsson skrifa 23. apríl 2017 19:50 Francois Fillon, ásamt eiginkonu sinni, Penelope Fillon. Vísir/EPA Leiðtogar franskra Repúblikana og leiðtogar Sósíalista, hvetja stuðningsmenn sína til þess að fylkja sér á bak við miðjumanninn Emmanuel Macron, eftir að útgönguspár gáfu til kynna að það verða Macron og Marine Le Pen, frambjóðandi Þjóðfylkingarinnar, sem munu mætast í seinni umferð forsetakosninganna í Frakklandi, þann 7. maí næstkomandi. Í tilkynningu frá Francois Fillon, forsetaframbjóðanda Repúblikana, segir að það sé ekki í blóði Fillon að halda sig heima og að það muni hann heldur ekki gera í komandi kosningum. „Sérstaklega ekki á tímum sem þessum, þar sem öfgaflokkur er jafn nálægt því að ná völdum og nú. Þjóðfylkingin er vel þekkt fyrir ofbeldi og hatur. Stefna þeirra mun steypa Evrópu í glötun og því ekkert annað í stöðunni en að kjósa Emmanuel Macron.“ Þannig hafa leiðtogar í Sósíalistaflokknum, sem virðist hafa hlotið afhroð í forsetakosningunum einnig talað með sama hætti. Frambjóðandi þeirra, Benoit Hamon, sem að því er virðist fékk sex prósenta fylgi í kosningunum hvetur Frakka til þess að kjósa Macron.Ég hvet alla til þess að berjast gegn öfgaöflum hægrisins og til þess að berjast fyrir Macron. Ég geri greinarmun á andstæðing í stjórnmálum og óvini lýðveldisins. Jean Luc Mélencholn, frambjóðandi vinstrihreyfingarinnar La France Insoumise, lengst til vinstri á kvarða franskra stjórnmála, segir að niðurstöður kosninganna séu enn ekki ljósar og því hefur hann ekki tjáð sig um fyrstu tölur.Le Pen sigri hrósandiFrambjóðandi frönsku Þjóðfylkingarinnar, Marine Le Pen, var sigri hrósandi þegar hún mætti á fjöldasamkomu með stuðningsfólki sínu, nú í kvöld, eftir að fyrstu útgönguspár bárust. „Þið hafið fleytt mér áfram í næstu umferð kosninganna. Mig langar til að þakka ykkur frá mínum dýpstu hjartarótum. Fyrsta skref frönsku þjóðarinnar í átt að L´Elysée hefur verið stigið. Þetta eru sögulegar niðurstöður.“ „Þetta er einnig til marks um franskt stolt, til marks um að fólk sé hætt að lúta höfði. Það hefur ekki farið framhjá neinum að kerfið hefur reynt hvað það getur til að koma í veg fyrir þá rökræðu sem verður að eiga sér stað. Franska þjóðin stendur frammi fyrir einföldu vali: annað hvort höldum við áfram í átt að fullkomnu valdaleysi, eða við veljum Frakkland.“ „Nú getið þið valið alvöru breytingar. Þetta er það sem ég legg til; alvöru breytingar. Það er kominn tími til að frelsa frönsku þjóðina undan oki hrokafullrar yfirstéttar sem vill stjórna því hvernig Frakkar eigi að haga sér. Því jú, ég er frambjóðandi fólksins.“ Frakkland Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sjá meira
Leiðtogar franskra Repúblikana og leiðtogar Sósíalista, hvetja stuðningsmenn sína til þess að fylkja sér á bak við miðjumanninn Emmanuel Macron, eftir að útgönguspár gáfu til kynna að það verða Macron og Marine Le Pen, frambjóðandi Þjóðfylkingarinnar, sem munu mætast í seinni umferð forsetakosninganna í Frakklandi, þann 7. maí næstkomandi. Í tilkynningu frá Francois Fillon, forsetaframbjóðanda Repúblikana, segir að það sé ekki í blóði Fillon að halda sig heima og að það muni hann heldur ekki gera í komandi kosningum. „Sérstaklega ekki á tímum sem þessum, þar sem öfgaflokkur er jafn nálægt því að ná völdum og nú. Þjóðfylkingin er vel þekkt fyrir ofbeldi og hatur. Stefna þeirra mun steypa Evrópu í glötun og því ekkert annað í stöðunni en að kjósa Emmanuel Macron.“ Þannig hafa leiðtogar í Sósíalistaflokknum, sem virðist hafa hlotið afhroð í forsetakosningunum einnig talað með sama hætti. Frambjóðandi þeirra, Benoit Hamon, sem að því er virðist fékk sex prósenta fylgi í kosningunum hvetur Frakka til þess að kjósa Macron.Ég hvet alla til þess að berjast gegn öfgaöflum hægrisins og til þess að berjast fyrir Macron. Ég geri greinarmun á andstæðing í stjórnmálum og óvini lýðveldisins. Jean Luc Mélencholn, frambjóðandi vinstrihreyfingarinnar La France Insoumise, lengst til vinstri á kvarða franskra stjórnmála, segir að niðurstöður kosninganna séu enn ekki ljósar og því hefur hann ekki tjáð sig um fyrstu tölur.Le Pen sigri hrósandiFrambjóðandi frönsku Þjóðfylkingarinnar, Marine Le Pen, var sigri hrósandi þegar hún mætti á fjöldasamkomu með stuðningsfólki sínu, nú í kvöld, eftir að fyrstu útgönguspár bárust. „Þið hafið fleytt mér áfram í næstu umferð kosninganna. Mig langar til að þakka ykkur frá mínum dýpstu hjartarótum. Fyrsta skref frönsku þjóðarinnar í átt að L´Elysée hefur verið stigið. Þetta eru sögulegar niðurstöður.“ „Þetta er einnig til marks um franskt stolt, til marks um að fólk sé hætt að lúta höfði. Það hefur ekki farið framhjá neinum að kerfið hefur reynt hvað það getur til að koma í veg fyrir þá rökræðu sem verður að eiga sér stað. Franska þjóðin stendur frammi fyrir einföldu vali: annað hvort höldum við áfram í átt að fullkomnu valdaleysi, eða við veljum Frakkland.“ „Nú getið þið valið alvöru breytingar. Þetta er það sem ég legg til; alvöru breytingar. Það er kominn tími til að frelsa frönsku þjóðina undan oki hrokafullrar yfirstéttar sem vill stjórna því hvernig Frakkar eigi að haga sér. Því jú, ég er frambjóðandi fólksins.“
Frakkland Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sjá meira