Landlæknir segir einkarekstur nánast stjórnlausan Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 20. apríl 2017 19:42 Túlkun velferðarráðuneytisins á heilbrigðislögum leiðir til þess að einkarekstur í heilbrigðiskerfinu er að verulegu leyti stjórnlaus. Þetta segir landlæknir sem vill endurskoða samning Sjúkratrygginga og sérfræðilækna. Útgjöld ríkisins til einkareksturs hafa aukist um 40 prósent á síðastliðnum árum, meðan þau hafa nánast staðið í stað til opinbers reksturs.Klíníkin Ármúla fékk í janúar staðfestingu frá embætti landlæknis á að starfsemi með fimm daga legudeild uppfyllti faglegar lágmarkskröfur, meðal annars um mönnun, húsnæði og tæki. Í kjölfarið hófst umræða um hvort starfsemin þyrfti leyfi frá heilbrigðisráðherra. Skoðun landlæknis var sú að um væri að ræða sérhæfða sjúkrahúsþjónustu og því þyrfti lögum samkvæmt leyfi ráðherra. Velferðarráðuneytið var þessu ósammála og taldi að líta bæri á þennan rekstur Klíníkurinnar sem hvern annan stofurekstur lækna og því væri ekki þörf á leyfi ráðherra.Þróast nánast stjórnlaustEins og staðan er í dag, hvaða áhrif hefur þessi túlkun að ekki þurfi leyfi ráðherra fyrir svona starfsemi? „Hún hefur í raun þau áhrif að einkarekstur, sem þá er fjármagnaður af ríkinu, hann þróast áfram, nánast stjórnlaust, vegna þess að samningur Læknafélags Reykjavíkur og Sjúkratrygginga Íslands er opinn sérgreinalæknum,” segir Birgir Jakobsson, landlæknir.Á kostnað ríkisins Að mati landlæknis er staðan í dag því þessi: Heilbrigðisstofnanir þurfa ekki sérstakt leyfi ráðherra til að reka sérhæfða sjúkrahúsþjónustu í formi fimm daga legudeildar, einungis staðfestingu frá Embætti landlæknis um að þær uppfylli faglegar kröfur til rekstrarins. Þá geta þær stofnanir fjármagnað rekstur sinn með gildandi samningi Sjúkratrygginga Íslands og sérfræðilækna. Að mati landlæknis mun einkarekstur því halda áfram að aukast án neinna takmarkanna á kostnað ríkisins. „Það er alls ekki viðunandi að mínu mati. Vegna þess að í nýlegri skýrslu sem að Ríkisendurskoðun birtir um heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu þá kemur þar fram að fjármagn eða raunútgjöld ríkisins til einkareksturs hafa aukist síðustu árin um 40 prósent, meðan þau hafa nánast staðið í stað til opinbers reksturs,” segir Birgir.Segja upp samningi LR og SÍ Hann segir lagalegan ágreining sem þennan milli ráðuneytisins og landlæknis bagalegan.Hvað þarf að gera til að leysa þessa stöðu, breyta lögum? „Já nema lögfræðingar komi sér saman um sameiginlega túlkun. Eða, ég held að raunverulega sé leið fram hjá þessu sú að segja upp samningi LR og SÍ og stöðva inntöku lækna á þann samning,” segir Birgir. Samningur Sjúkratrygginga og sérgreinalækna sem Birgir vísar til rennur út á næsta ári. „Ég held að við getum alveg hæglega komið með aðrar aðgerðir í staðinn fyrir þennan samning og fylgt lögum um sjúkratryggingar raunverulega. Vegna þess að þar er talið að ríkið eigi að kaupa heilbrigðisþjónustu samkvæmt kröfulýsingu. Gera kröfur um magn, gæði, aðgengileika og síðan að koma sér saman um hvað á maður að greiða fyrir þjónustuna,” segir Birgir. Heilbrigðismál Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Sjá meira
Túlkun velferðarráðuneytisins á heilbrigðislögum leiðir til þess að einkarekstur í heilbrigðiskerfinu er að verulegu leyti stjórnlaus. Þetta segir landlæknir sem vill endurskoða samning Sjúkratrygginga og sérfræðilækna. Útgjöld ríkisins til einkareksturs hafa aukist um 40 prósent á síðastliðnum árum, meðan þau hafa nánast staðið í stað til opinbers reksturs.Klíníkin Ármúla fékk í janúar staðfestingu frá embætti landlæknis á að starfsemi með fimm daga legudeild uppfyllti faglegar lágmarkskröfur, meðal annars um mönnun, húsnæði og tæki. Í kjölfarið hófst umræða um hvort starfsemin þyrfti leyfi frá heilbrigðisráðherra. Skoðun landlæknis var sú að um væri að ræða sérhæfða sjúkrahúsþjónustu og því þyrfti lögum samkvæmt leyfi ráðherra. Velferðarráðuneytið var þessu ósammála og taldi að líta bæri á þennan rekstur Klíníkurinnar sem hvern annan stofurekstur lækna og því væri ekki þörf á leyfi ráðherra.Þróast nánast stjórnlaustEins og staðan er í dag, hvaða áhrif hefur þessi túlkun að ekki þurfi leyfi ráðherra fyrir svona starfsemi? „Hún hefur í raun þau áhrif að einkarekstur, sem þá er fjármagnaður af ríkinu, hann þróast áfram, nánast stjórnlaust, vegna þess að samningur Læknafélags Reykjavíkur og Sjúkratrygginga Íslands er opinn sérgreinalæknum,” segir Birgir Jakobsson, landlæknir.Á kostnað ríkisins Að mati landlæknis er staðan í dag því þessi: Heilbrigðisstofnanir þurfa ekki sérstakt leyfi ráðherra til að reka sérhæfða sjúkrahúsþjónustu í formi fimm daga legudeildar, einungis staðfestingu frá Embætti landlæknis um að þær uppfylli faglegar kröfur til rekstrarins. Þá geta þær stofnanir fjármagnað rekstur sinn með gildandi samningi Sjúkratrygginga Íslands og sérfræðilækna. Að mati landlæknis mun einkarekstur því halda áfram að aukast án neinna takmarkanna á kostnað ríkisins. „Það er alls ekki viðunandi að mínu mati. Vegna þess að í nýlegri skýrslu sem að Ríkisendurskoðun birtir um heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu þá kemur þar fram að fjármagn eða raunútgjöld ríkisins til einkareksturs hafa aukist síðustu árin um 40 prósent, meðan þau hafa nánast staðið í stað til opinbers reksturs,” segir Birgir.Segja upp samningi LR og SÍ Hann segir lagalegan ágreining sem þennan milli ráðuneytisins og landlæknis bagalegan.Hvað þarf að gera til að leysa þessa stöðu, breyta lögum? „Já nema lögfræðingar komi sér saman um sameiginlega túlkun. Eða, ég held að raunverulega sé leið fram hjá þessu sú að segja upp samningi LR og SÍ og stöðva inntöku lækna á þann samning,” segir Birgir. Samningur Sjúkratrygginga og sérgreinalækna sem Birgir vísar til rennur út á næsta ári. „Ég held að við getum alveg hæglega komið með aðrar aðgerðir í staðinn fyrir þennan samning og fylgt lögum um sjúkratryggingar raunverulega. Vegna þess að þar er talið að ríkið eigi að kaupa heilbrigðisþjónustu samkvæmt kröfulýsingu. Gera kröfur um magn, gæði, aðgengileika og síðan að koma sér saman um hvað á maður að greiða fyrir þjónustuna,” segir Birgir.
Heilbrigðismál Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent