Justin Shouse leggur skóna á hilluna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. apríl 2017 00:17 Justin Shouse fagnað af samherjum sínum eftir að Stjarnan vann bikarinn afar óvænt í Laugardalshöll eftir sigur á stjörnuprýddu liði KR. Vísir/Vilhelm Justin Shouse, leikmaður Stjörnunnar í Domino’s-deild karla í körfubolta, hefur lagt skóna á hilluna. Þetta tilkynnti hann á Facebook í kvöld í ítarlegri færslu þar segist hann hafa tekið ákvörðunina í febrúar. „Á morgun er Sumardagurinn fyrsti á Íslandi og á sama tíma hefst nýr kafli í lífi mínu. Ég ákvað í febrúar að þetta yrði mitt síðasta tímabil í körfunni,“ segir Justin. Hann hefur spilað utan heimalandsins, Bandaríkjanna, undanfarin tólf ár en hann steig sín fyrstu skref í íslenskum körfubolta með Drangi í Vík í Mýrdal haustið 2004. Síðan þá hefur hann verði lykilmaður með Snæfelli í Stykkishólmi áður en hann gekk til liðs við Garðbæinga árið 2008. Hann fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 2011 og hefur spilað fyrir Íslands hönd. Í lok færslunnar segist hann þó hafa farið á nógu marga tónleika með hljómsveitum á sínum „síðasta túr“ til að vita að maður eigi aldrei að segja aldrei. Færsla Justins á Facebook í kvöld. Justin gekk ekki heill til skógar hans síðasta tímabil í boltanum og munaði um minna. Hann fékk alvarlegt höfuðhögg í leik gegn Njarðvík í janúar og var lengi frá vegna meiðslanna. Stjörnumönnum var slátrað af Grindavík í undanúrslitum Dominos'-deildarinnar og féllu úr leik 0-3. Justin varð bikarmeistari með Snæfelli og tvisvar með Stjörnunni. Sigurinn í úrslitaleiknum gegn KR árið 2009 var sérstaklega eftirminnilegur. Jón Arnór Stefánsson hefur sagst enn eiga andvökunætur vegna tapsins en KR-ingar voru einstaklega vel mannaðir þetta ár.Rætt var ítarlega við Justin Shouse í Fréttablaðinu fyrir fjórum árum og farið yfir körfuboltaævintýrið, allt frá Pennsylvaníu í Bandaríkjunum yfir í Garðabæinn með viðkomu í Þýskalandi og Stykkishólmi. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Hef unnið fyrir ríkisborgararéttinum Justin Shouse hefur sett svip sinn á íslenskan körfubolta síðastliðin átta ár. Fátt benti til þess að Bandaríkjamaðurinn 23 ára, sem renndi blint í sjóinn í Vík í Mýrdal haustið 2004, yrði kjörinn besti leikmaður efstu deildar sjö árum síðar. Í dag er hann óumdeildur leiðtogi Stjörnunnar sem margir reikna með að tryggi sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil áður en apríl er allur. 13. apríl 2013 10:00 Stjarnan bikarmeistari eftir sigur í háspennuleik Stjarnan varð í dag bikarmeistari karla í körfubolta eftir sigur á KR, 78-76, í miklum háspennuleik í Laugardalshöllinni. 15. febrúar 2009 16:04 Justin Shouse: Blendnar tilfinningar Stjörnumaðurinn Justin Shouse var afar kátur eftir að hans lið hafði sópað hans gamla liði, Snæfell, í sumarfrí með sannfærandi sigri í Fjárhúsinu. 31. mars 2011 22:05 Justin myndi spila fótbrotinn Justin Shouse hefur ekki getað æft af fullum krafti með Stjörnunni síðustu daga eftir að hafa fengið heilahristing á dögunum. 2. apríl 2013 11:39 Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Sjá meira
Justin Shouse, leikmaður Stjörnunnar í Domino’s-deild karla í körfubolta, hefur lagt skóna á hilluna. Þetta tilkynnti hann á Facebook í kvöld í ítarlegri færslu þar segist hann hafa tekið ákvörðunina í febrúar. „Á morgun er Sumardagurinn fyrsti á Íslandi og á sama tíma hefst nýr kafli í lífi mínu. Ég ákvað í febrúar að þetta yrði mitt síðasta tímabil í körfunni,“ segir Justin. Hann hefur spilað utan heimalandsins, Bandaríkjanna, undanfarin tólf ár en hann steig sín fyrstu skref í íslenskum körfubolta með Drangi í Vík í Mýrdal haustið 2004. Síðan þá hefur hann verði lykilmaður með Snæfelli í Stykkishólmi áður en hann gekk til liðs við Garðbæinga árið 2008. Hann fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 2011 og hefur spilað fyrir Íslands hönd. Í lok færslunnar segist hann þó hafa farið á nógu marga tónleika með hljómsveitum á sínum „síðasta túr“ til að vita að maður eigi aldrei að segja aldrei. Færsla Justins á Facebook í kvöld. Justin gekk ekki heill til skógar hans síðasta tímabil í boltanum og munaði um minna. Hann fékk alvarlegt höfuðhögg í leik gegn Njarðvík í janúar og var lengi frá vegna meiðslanna. Stjörnumönnum var slátrað af Grindavík í undanúrslitum Dominos'-deildarinnar og féllu úr leik 0-3. Justin varð bikarmeistari með Snæfelli og tvisvar með Stjörnunni. Sigurinn í úrslitaleiknum gegn KR árið 2009 var sérstaklega eftirminnilegur. Jón Arnór Stefánsson hefur sagst enn eiga andvökunætur vegna tapsins en KR-ingar voru einstaklega vel mannaðir þetta ár.Rætt var ítarlega við Justin Shouse í Fréttablaðinu fyrir fjórum árum og farið yfir körfuboltaævintýrið, allt frá Pennsylvaníu í Bandaríkjunum yfir í Garðabæinn með viðkomu í Þýskalandi og Stykkishólmi.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Hef unnið fyrir ríkisborgararéttinum Justin Shouse hefur sett svip sinn á íslenskan körfubolta síðastliðin átta ár. Fátt benti til þess að Bandaríkjamaðurinn 23 ára, sem renndi blint í sjóinn í Vík í Mýrdal haustið 2004, yrði kjörinn besti leikmaður efstu deildar sjö árum síðar. Í dag er hann óumdeildur leiðtogi Stjörnunnar sem margir reikna með að tryggi sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil áður en apríl er allur. 13. apríl 2013 10:00 Stjarnan bikarmeistari eftir sigur í háspennuleik Stjarnan varð í dag bikarmeistari karla í körfubolta eftir sigur á KR, 78-76, í miklum háspennuleik í Laugardalshöllinni. 15. febrúar 2009 16:04 Justin Shouse: Blendnar tilfinningar Stjörnumaðurinn Justin Shouse var afar kátur eftir að hans lið hafði sópað hans gamla liði, Snæfell, í sumarfrí með sannfærandi sigri í Fjárhúsinu. 31. mars 2011 22:05 Justin myndi spila fótbrotinn Justin Shouse hefur ekki getað æft af fullum krafti með Stjörnunni síðustu daga eftir að hafa fengið heilahristing á dögunum. 2. apríl 2013 11:39 Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Sjá meira
Hef unnið fyrir ríkisborgararéttinum Justin Shouse hefur sett svip sinn á íslenskan körfubolta síðastliðin átta ár. Fátt benti til þess að Bandaríkjamaðurinn 23 ára, sem renndi blint í sjóinn í Vík í Mýrdal haustið 2004, yrði kjörinn besti leikmaður efstu deildar sjö árum síðar. Í dag er hann óumdeildur leiðtogi Stjörnunnar sem margir reikna með að tryggi sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil áður en apríl er allur. 13. apríl 2013 10:00
Stjarnan bikarmeistari eftir sigur í háspennuleik Stjarnan varð í dag bikarmeistari karla í körfubolta eftir sigur á KR, 78-76, í miklum háspennuleik í Laugardalshöllinni. 15. febrúar 2009 16:04
Justin Shouse: Blendnar tilfinningar Stjörnumaðurinn Justin Shouse var afar kátur eftir að hans lið hafði sópað hans gamla liði, Snæfell, í sumarfrí með sannfærandi sigri í Fjárhúsinu. 31. mars 2011 22:05
Justin myndi spila fótbrotinn Justin Shouse hefur ekki getað æft af fullum krafti með Stjörnunni síðustu daga eftir að hafa fengið heilahristing á dögunum. 2. apríl 2013 11:39