Skrá áhafnir úti og greiða laun undir lögboðnu lágmarki Þorbjörn Þórðarson skrifar 9. maí 2017 18:52 Vinnumálastofnun, velferðarráðuneytið og Flugmálastjórn Íslands hafa ekki brugðist við ítrekuðum ábendingum ASÍ um að brotið sé á réttindum flugfreyja og flugþjóna hjá Primera Air. Flugfreyjufélag Íslands samþykkti einróma í dag verkfall hjá Primera Air frá 15. septemer næstkomandi. Primera Air Nordic er hluti af Primer Air samstæðunni og flýgur frá Íslandi undir flugrekstrarleyfi sem skráð er í Lettlandi. Félagið flýgur fyrir íslenskar ferðaskrifstofur og flugfreyju- og þjónar um borð í vélum félagsins eru flest frá Lettlandi. Síðastliðin tvö ár hafa ASÍ og Flugfreyjufélag Íslands þrýst á Primera Air að gera kjarasamninga við áhafnir flugfélagsins. Berglind Hafsteinsdóttir formaður Flugfreyjufélags ÍslandsVísir/ÞÞFlugfreyjufélag Íslands samþykkti í dag verkfall flugfreyja og flugþjóna um borð í vélum Primera Air Nordic með öllum greiddum atkvæðum. „Þetta er ótímabundin vinnustöðvun sem hefst 15. september næstkomandi. Við vonumst til þess að sá tími verði nýttur til að gera kjarasamninga við þessa flugliða,“ segir Berglind Hafsteinsdóttir formaður Flugfreyjufélags Íslands. Magnús M. Norðdahl aðallögfræðingur ASÍ.Erlendu starfsmennirnir hjá Primera Air Nordic eru ráðnir í gegnum starfsmannaleigu á Guernsey og laun þeirra eru langt undir lágmarkskjörum í kjarasamningum við önnur flugfélög hér, eins og Icelandair og Wow Air. Primera kemst upp með þetta því áhafnirnar eru ekki skráðar með heimahöfn á Íslandi og áhafnir eru verktakar. Aðallögsögumaður Evrópudómstólsins telur í áliti vegna tveggja mála gegn Ryan Air sem bíða afgreiðslu dómstólsins að um kjarasamninga flugáhafnar gildi reglur lands sem flogið er frá og starfið er innt af hendi. ASÍ hefur óskað eftir því við Vinnumálastofnun að stofnunin viðurkenni að starfsemi Primera Air Nordic sé ekki lögleg samkvæmt íslenskum og evrópskum flugreglum. ASÍ hefur líka átt samskipti velferðarráðuneytið og Flugmálastjórn Íslands vegna málsins en þessar stofnanir hafa ekki brugðist við ítrekuðum kröfum sambandsins. Svo virðist sem íslensk stjórnvöld fallist á að flugáhafnir Primera Air Nordic hafi ekki heimahöfn hér á Íslandi. Þar með er viðurkennt að flugáhafnir hjá þessu flugfélagi njóti ekki sömu réttinda og flugáhafnir hjá Icelandair og Wow Air. „Þeir hafa ekki brugðist við þrátt fyrir að við teljum að það sé fyrst og fremst skylda íslenskra stjórnvalda að sjá til þess að erlend fyrirtæki sem starfa í íslensku efnahagslífi, fljúgandi eða hvað þau eru að gera, að þau fylgi íslenskum lögum og íslenskum kjarasamningum. Það hefur okkur ekki tekist að fá íslensk stjórnvöld til að samþykkja eða fylgja eftir,“ segir Magnús M. Norðdahl aðallögfræðingur ASÍ. Tengdar fréttir Flugfreyjur samþykkja verkfall í vélum Primera Air með öllum greiddum atkvæðum Flugfreyjufélag Íslands samþykkti í dag verkfall flugfreyja um borð í vélum Primera Air Nordic með öllum greiddum atkvæðum. 9. maí 2017 15:56 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Sjá meira
Vinnumálastofnun, velferðarráðuneytið og Flugmálastjórn Íslands hafa ekki brugðist við ítrekuðum ábendingum ASÍ um að brotið sé á réttindum flugfreyja og flugþjóna hjá Primera Air. Flugfreyjufélag Íslands samþykkti einróma í dag verkfall hjá Primera Air frá 15. septemer næstkomandi. Primera Air Nordic er hluti af Primer Air samstæðunni og flýgur frá Íslandi undir flugrekstrarleyfi sem skráð er í Lettlandi. Félagið flýgur fyrir íslenskar ferðaskrifstofur og flugfreyju- og þjónar um borð í vélum félagsins eru flest frá Lettlandi. Síðastliðin tvö ár hafa ASÍ og Flugfreyjufélag Íslands þrýst á Primera Air að gera kjarasamninga við áhafnir flugfélagsins. Berglind Hafsteinsdóttir formaður Flugfreyjufélags ÍslandsVísir/ÞÞFlugfreyjufélag Íslands samþykkti í dag verkfall flugfreyja og flugþjóna um borð í vélum Primera Air Nordic með öllum greiddum atkvæðum. „Þetta er ótímabundin vinnustöðvun sem hefst 15. september næstkomandi. Við vonumst til þess að sá tími verði nýttur til að gera kjarasamninga við þessa flugliða,“ segir Berglind Hafsteinsdóttir formaður Flugfreyjufélags Íslands. Magnús M. Norðdahl aðallögfræðingur ASÍ.Erlendu starfsmennirnir hjá Primera Air Nordic eru ráðnir í gegnum starfsmannaleigu á Guernsey og laun þeirra eru langt undir lágmarkskjörum í kjarasamningum við önnur flugfélög hér, eins og Icelandair og Wow Air. Primera kemst upp með þetta því áhafnirnar eru ekki skráðar með heimahöfn á Íslandi og áhafnir eru verktakar. Aðallögsögumaður Evrópudómstólsins telur í áliti vegna tveggja mála gegn Ryan Air sem bíða afgreiðslu dómstólsins að um kjarasamninga flugáhafnar gildi reglur lands sem flogið er frá og starfið er innt af hendi. ASÍ hefur óskað eftir því við Vinnumálastofnun að stofnunin viðurkenni að starfsemi Primera Air Nordic sé ekki lögleg samkvæmt íslenskum og evrópskum flugreglum. ASÍ hefur líka átt samskipti velferðarráðuneytið og Flugmálastjórn Íslands vegna málsins en þessar stofnanir hafa ekki brugðist við ítrekuðum kröfum sambandsins. Svo virðist sem íslensk stjórnvöld fallist á að flugáhafnir Primera Air Nordic hafi ekki heimahöfn hér á Íslandi. Þar með er viðurkennt að flugáhafnir hjá þessu flugfélagi njóti ekki sömu réttinda og flugáhafnir hjá Icelandair og Wow Air. „Þeir hafa ekki brugðist við þrátt fyrir að við teljum að það sé fyrst og fremst skylda íslenskra stjórnvalda að sjá til þess að erlend fyrirtæki sem starfa í íslensku efnahagslífi, fljúgandi eða hvað þau eru að gera, að þau fylgi íslenskum lögum og íslenskum kjarasamningum. Það hefur okkur ekki tekist að fá íslensk stjórnvöld til að samþykkja eða fylgja eftir,“ segir Magnús M. Norðdahl aðallögfræðingur ASÍ.
Tengdar fréttir Flugfreyjur samþykkja verkfall í vélum Primera Air með öllum greiddum atkvæðum Flugfreyjufélag Íslands samþykkti í dag verkfall flugfreyja um borð í vélum Primera Air Nordic með öllum greiddum atkvæðum. 9. maí 2017 15:56 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Sjá meira
Flugfreyjur samþykkja verkfall í vélum Primera Air með öllum greiddum atkvæðum Flugfreyjufélag Íslands samþykkti í dag verkfall flugfreyja um borð í vélum Primera Air Nordic með öllum greiddum atkvæðum. 9. maí 2017 15:56