Þakkar íslensku þjóðinni fyrir stuðninginn: „Hef bara engan tíma fyrir stress“ Benedikt Bóas og Stefán Árni Pálsson skrifa 9. maí 2017 18:45 Svala er klár í slaginn. „Ég er svo spennt og get ekki beðið eftir því að fara á sviðið,“ segir Svala Björgvinsdóttir sem stígur á sviðið í Alþjóðlegu sýningarhöllinni í Kænugarði í kvöld. Hún tekur þá lagið Paper á fyrra undanúrslitakvöldinu. „Maður er bara komin í svo mikinn fíling og ég er núna búin að æfa þetta svo oft. Þannig að núna líður manni bara rosalega vel á sviðinu. Ég er líka alltaf svo peppuð þegar ég stíg á sviðið því að vinir mínir frá Moldóvíu eru á undan mér, og það er svo mega mikið stuðlag að ég er alltaf komin í geðveikan gír þegar ég fer upp á svið.“ Hún segir að gærdagurinn hafi gengið mjög vel en þá söng hún á dómararennslinu sem hefur fimmtíu prósent vægi á við atkvæðagreiðslu Evrópubúa. „Mér leið mjög vel á sviðinu og það gekk allt rosalega vel og ég var mjög ánægð eftir gærdaginn.“ Tugir milljóna munu horfa á Svölu koma fram í sjónvarpinu í kvöld en það stressar söngkonuna lítið. „Ég hugsa ekkert um þennan fjölda. Ég hef ekkert tíma til þess því að ég er að hlusta á mig syngja, ég þarf að vinna með myndatökumanninum og passa að detta ekki og muna sporin mín. Ég hef bara engan tíma fyrir stress,“ segir Svala sem vill fá að þakka íslensku þjóðinni fyrir stuðninginn síðustu daga. Svala söng lag sitt Paper en hún stígur á svið þrettánda í röðinni í dómararennslinu í kvöld. Svo kemur hún auðvitað fram annað kvöld og það í fyrri undanúrslitariðlinum í Eurovision-keppninni. Eurovision Mest lesið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Klökknar enn við tilhugsun um fjölskylduna sem bjargaði honum Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fleiri fréttir „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Sjá meira
„Ég er svo spennt og get ekki beðið eftir því að fara á sviðið,“ segir Svala Björgvinsdóttir sem stígur á sviðið í Alþjóðlegu sýningarhöllinni í Kænugarði í kvöld. Hún tekur þá lagið Paper á fyrra undanúrslitakvöldinu. „Maður er bara komin í svo mikinn fíling og ég er núna búin að æfa þetta svo oft. Þannig að núna líður manni bara rosalega vel á sviðinu. Ég er líka alltaf svo peppuð þegar ég stíg á sviðið því að vinir mínir frá Moldóvíu eru á undan mér, og það er svo mega mikið stuðlag að ég er alltaf komin í geðveikan gír þegar ég fer upp á svið.“ Hún segir að gærdagurinn hafi gengið mjög vel en þá söng hún á dómararennslinu sem hefur fimmtíu prósent vægi á við atkvæðagreiðslu Evrópubúa. „Mér leið mjög vel á sviðinu og það gekk allt rosalega vel og ég var mjög ánægð eftir gærdaginn.“ Tugir milljóna munu horfa á Svölu koma fram í sjónvarpinu í kvöld en það stressar söngkonuna lítið. „Ég hugsa ekkert um þennan fjölda. Ég hef ekkert tíma til þess því að ég er að hlusta á mig syngja, ég þarf að vinna með myndatökumanninum og passa að detta ekki og muna sporin mín. Ég hef bara engan tíma fyrir stress,“ segir Svala sem vill fá að þakka íslensku þjóðinni fyrir stuðninginn síðustu daga. Svala söng lag sitt Paper en hún stígur á svið þrettánda í röðinni í dómararennslinu í kvöld. Svo kemur hún auðvitað fram annað kvöld og það í fyrri undanúrslitariðlinum í Eurovision-keppninni.
Eurovision Mest lesið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Klökknar enn við tilhugsun um fjölskylduna sem bjargaði honum Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fleiri fréttir „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Sjá meira