Þetta höfðu erlendir blaðamenn að segja um dómaraflutning Svölu Birgir Olgeirsson skrifar 8. maí 2017 20:57 Svala á sviði í Kænugarði. Eurovision Blaðamenn fylgdust með dómarennsli fyrri undanriðils söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í Kænugarði í Úkraínu í kvöld þar sem Svala Björgvinsdóttir steig á svið fyrir hönd Íslands. Á dómararennslinu fylgjast dómnefndir hverra landa með flutningi keppenda en stig þeirra gilda til helmings á móti símaatkvæðum áhorfenda. Það var því flutningurinn í kvöld sem ræður því hvaða lönd fá stig frá dómnefndum hverrar þjóðar.Matthew Friedrichs, sem skrifar fyrir vefinn ESC United, sagði atriði Svölu vera dómaravænt. „En það er þó frekar bragðdauft og óspennandi,“ skrifaði Friedrichs um atriði Svölu. Hann sagði flutning hennar fremur staðnaðan fyrir þetta lag en hún flytji það þó eins vel og hún getur og sé örugg á sviði.Samuel Deakin ritar fyrir Eurovoix en hann sagði flutning Svölu vera hnitmiðaðan og að umgjörðin á sviði hentaði flutningi hennar fullkomlega. „Það voru engin mistök á þessu dómararennsli,“ skrifar Deakin.Bretinn Jessica Weaver ritar fyrir Eurovision-vefinn ESC Today en þar segir hún Svölu hafa flutt lagið einstaklega vel á dómarennslinu. Var það mat Weaver að flutningur Svölu gæti hafa lagst vel í dómnefndirnar og að það gæti mögulega gert góða hluti með stuðningi í formi atkvæða frá áhorfendum á morgun.“Blaðamaður sænska dagblaðsins Aftonbladet, Tobbe Ek, segir lagið Paper ekki eina af öskurballöðum keppninnar, það sé of gott til þess. Hann segir Svölu skorta hlýju á sviði en að hún skarti þykkustu skósólum keppninnar.Sjá einnig: Blaðamaður Aftonbladet segir Svölu líkari vondu stjúpunni en Mjallhvíti Finnski söngvarinn og Eurovision-sérfræðingurinn Thomas Lundin birti í dag á bloggsíðu sinni sína stigagjöf yfir öll lögin sem eru í Eurovision í ár. Thomas vakti mikla athygli í þáttum sænska ríkissjónvarpsins (SVT) fyrir nokkrum árum þar sem fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum komu saman til að hlusta á og ræða framlögin í söngvakeppninni. Eiríkur Hauksson var fulltrúi Íslendinga í þáttunum. Thomas segir á síðu sinni að hann myndi gefa Svölu fimm stig í keppninni, ef hann fengi einhverju ráðið. Eurovision Tengdar fréttir Svala náði ekki að heilla blaðamenn á seinni æfingunni: Telja afar ólíklegt að hún komist í úrslit Spá henni fimmtánda sætinu á fyrra undankvöldinu. 5. maí 2017 17:21 Þetta eru lögin sem keppa á móti Svölu á morgun Átján þjóðir taka þátt í fyrri undankeppni Eurovision sem fram fer í Kænugarði í Úkraínu á morgun. 8. maí 2017 15:45 Svala negldi dómararennslið í Kænugarði Svala Björgvinsdóttir var frábær í dómararennslinu í Alþjóðlegu sýningarhöllinni í Kænugarði í kvöld. 8. maí 2017 20:00 Svala fékk lága einkunn frá blaðamönnum: „Þetta var ekki svo hrífandi“ Einn þeirra sagði ekkert sérstakt við Svölu og að hún muni eiga erfitt með að skara fram úr fjöldanum. 2. maí 2017 15:39 Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið The Wire og Sopranos-leikari látinn Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Fleiri fréttir Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Sjá meira
Blaðamenn fylgdust með dómarennsli fyrri undanriðils söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í Kænugarði í Úkraínu í kvöld þar sem Svala Björgvinsdóttir steig á svið fyrir hönd Íslands. Á dómararennslinu fylgjast dómnefndir hverra landa með flutningi keppenda en stig þeirra gilda til helmings á móti símaatkvæðum áhorfenda. Það var því flutningurinn í kvöld sem ræður því hvaða lönd fá stig frá dómnefndum hverrar þjóðar.Matthew Friedrichs, sem skrifar fyrir vefinn ESC United, sagði atriði Svölu vera dómaravænt. „En það er þó frekar bragðdauft og óspennandi,“ skrifaði Friedrichs um atriði Svölu. Hann sagði flutning hennar fremur staðnaðan fyrir þetta lag en hún flytji það þó eins vel og hún getur og sé örugg á sviði.Samuel Deakin ritar fyrir Eurovoix en hann sagði flutning Svölu vera hnitmiðaðan og að umgjörðin á sviði hentaði flutningi hennar fullkomlega. „Það voru engin mistök á þessu dómararennsli,“ skrifar Deakin.Bretinn Jessica Weaver ritar fyrir Eurovision-vefinn ESC Today en þar segir hún Svölu hafa flutt lagið einstaklega vel á dómarennslinu. Var það mat Weaver að flutningur Svölu gæti hafa lagst vel í dómnefndirnar og að það gæti mögulega gert góða hluti með stuðningi í formi atkvæða frá áhorfendum á morgun.“Blaðamaður sænska dagblaðsins Aftonbladet, Tobbe Ek, segir lagið Paper ekki eina af öskurballöðum keppninnar, það sé of gott til þess. Hann segir Svölu skorta hlýju á sviði en að hún skarti þykkustu skósólum keppninnar.Sjá einnig: Blaðamaður Aftonbladet segir Svölu líkari vondu stjúpunni en Mjallhvíti Finnski söngvarinn og Eurovision-sérfræðingurinn Thomas Lundin birti í dag á bloggsíðu sinni sína stigagjöf yfir öll lögin sem eru í Eurovision í ár. Thomas vakti mikla athygli í þáttum sænska ríkissjónvarpsins (SVT) fyrir nokkrum árum þar sem fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum komu saman til að hlusta á og ræða framlögin í söngvakeppninni. Eiríkur Hauksson var fulltrúi Íslendinga í þáttunum. Thomas segir á síðu sinni að hann myndi gefa Svölu fimm stig í keppninni, ef hann fengi einhverju ráðið.
Eurovision Tengdar fréttir Svala náði ekki að heilla blaðamenn á seinni æfingunni: Telja afar ólíklegt að hún komist í úrslit Spá henni fimmtánda sætinu á fyrra undankvöldinu. 5. maí 2017 17:21 Þetta eru lögin sem keppa á móti Svölu á morgun Átján þjóðir taka þátt í fyrri undankeppni Eurovision sem fram fer í Kænugarði í Úkraínu á morgun. 8. maí 2017 15:45 Svala negldi dómararennslið í Kænugarði Svala Björgvinsdóttir var frábær í dómararennslinu í Alþjóðlegu sýningarhöllinni í Kænugarði í kvöld. 8. maí 2017 20:00 Svala fékk lága einkunn frá blaðamönnum: „Þetta var ekki svo hrífandi“ Einn þeirra sagði ekkert sérstakt við Svölu og að hún muni eiga erfitt með að skara fram úr fjöldanum. 2. maí 2017 15:39 Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið The Wire og Sopranos-leikari látinn Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Fleiri fréttir Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Sjá meira
Svala náði ekki að heilla blaðamenn á seinni æfingunni: Telja afar ólíklegt að hún komist í úrslit Spá henni fimmtánda sætinu á fyrra undankvöldinu. 5. maí 2017 17:21
Þetta eru lögin sem keppa á móti Svölu á morgun Átján þjóðir taka þátt í fyrri undankeppni Eurovision sem fram fer í Kænugarði í Úkraínu á morgun. 8. maí 2017 15:45
Svala negldi dómararennslið í Kænugarði Svala Björgvinsdóttir var frábær í dómararennslinu í Alþjóðlegu sýningarhöllinni í Kænugarði í kvöld. 8. maí 2017 20:00
Svala fékk lága einkunn frá blaðamönnum: „Þetta var ekki svo hrífandi“ Einn þeirra sagði ekkert sérstakt við Svölu og að hún muni eiga erfitt með að skara fram úr fjöldanum. 2. maí 2017 15:39