Tilbúin fyrir stóra kvöldið: Skrifar á miða til að spara röddina Benedikt Bóas og Stefán Árni Pálsson skrifa 9. maí 2017 07:00 Svala Björgvinsdóttir stígur á stóra sviðið í Alþjóða sýningarhöllinni í Kænugarði í kvöld og kemur fram á fyrra undanúrslitakvöldinu. Svala sparar röddina með því að skrifa niður það sem hún vill segja. Hún talar lítið og fór meira að segja í partý þar sem hún sagði ekki neitt. „Það kemur smá þreyta þegar maður er að syngja mikið og ég er að passa mig að tala lítið, nema þegar ég er i viðtölum. Ég fór meira að segja í partý þar sem ég talaði ekki neitt,“ segir Svala Sviðið og hljómburður í höllinni er fyrsta flokks og í gær var verið að vinna í því að gera allt tilbúið fyrir sýningu kvöldsins. Gríðarlega margir sjálfboðaliðar vinna til að allt gangi snuðrulaust fyrir sig og öryggisgæslan við höllina og keppendur er með ólíkindum. Hér þarf að tæma alla vasa, allar tölvur eru skoðaðar og myndavélar eru teknar í sundur. Svala tekur þó lífinu með ró og er tilbúin í stóra kvöldið.Getur verið erfitt að vera í öllum þessum viðtölum „Ég er ofboðslega spennt og auðvitað eru alltaf fiðrildi í maganum og annað þegar að stóru stundinni kemur sem er gott því það er gott stress. Ég er ofboðslega spennt að fara á svið og gera þetta 250 prósent.“ Mikið hefur mætt á Svölu sem og öllum keppendum enda um 1250 blaðamenn hér sem nánast allir vilja viðtöl við hana. Hún segist vera með sínar venjur, sína siði og annað þegar kemur að því að geta staðið sig á sviðinu enda lagið erfitt í fluttningi. „Ég er alveg vön að vera í mikilli keyrslu þegar ég er á tónleikaferðalagi með Steed Lord. Þá er maður að spila mikið og mörg kvöld í röð í tvær til þrjár vikur. Þá talar maður lítið sem ekkert og þá nota ég miða til að koma skilaboðum áleiðis,“ segir hún og brosir. Um keppnisskapið og möguleikann að fara áfram segir hún. „Þetta er búið að vera eitt stórkostlegt ævintýri, frá því við lentum í Kænugarði. Það er mikið af tækifærum og mikil vinátta að skapast á milli keppenda og hef ég kynnst nokkrum þeirra. Það er mikil gleði og hamingja þar en maður þarf líka að leyfa sér að njóta. Auðvitað langar mig áfram og standa mig vel eins og í öllu í lífinu. Það eru ótrúlega mörg góð lög í ár og við erum að halda mikið með hvort öðru, sem er svipað eins og í forkeppninni á Íslandi.“Fréttastofa 365 verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Kænugarði næstu daga. Fréttamennirnir Stefán Árni Pálsson og Benedikt Bóas Hinriksson verða með umfjöllun hér á Vísi, Stöð 2, Fréttablaðinu og á Bylgjunni á hverjum degi í gegnum alla keppnina. Þá verður sérstakur vefþáttur á Vísi alla dagana og hefur sá þáttur fengið nafnið Júrógarðurinn. Hægt verður að fylgjast með ævintýrum Stefáns og Benedikts í Kænugarði á Twitter-reikningi Lífsins og á Snapchat-reikningi 365 sem heitir einfaldlega Snap-365. Við minnum líka lesendur á að fylgjast með Facebook-síðu Lífsins og Facebook-síðu Vísis. Eurovision Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið The Wire og Sopranos-leikari látinn Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Sjá meira
Svala Björgvinsdóttir stígur á stóra sviðið í Alþjóða sýningarhöllinni í Kænugarði í kvöld og kemur fram á fyrra undanúrslitakvöldinu. Svala sparar röddina með því að skrifa niður það sem hún vill segja. Hún talar lítið og fór meira að segja í partý þar sem hún sagði ekki neitt. „Það kemur smá þreyta þegar maður er að syngja mikið og ég er að passa mig að tala lítið, nema þegar ég er i viðtölum. Ég fór meira að segja í partý þar sem ég talaði ekki neitt,“ segir Svala Sviðið og hljómburður í höllinni er fyrsta flokks og í gær var verið að vinna í því að gera allt tilbúið fyrir sýningu kvöldsins. Gríðarlega margir sjálfboðaliðar vinna til að allt gangi snuðrulaust fyrir sig og öryggisgæslan við höllina og keppendur er með ólíkindum. Hér þarf að tæma alla vasa, allar tölvur eru skoðaðar og myndavélar eru teknar í sundur. Svala tekur þó lífinu með ró og er tilbúin í stóra kvöldið.Getur verið erfitt að vera í öllum þessum viðtölum „Ég er ofboðslega spennt og auðvitað eru alltaf fiðrildi í maganum og annað þegar að stóru stundinni kemur sem er gott því það er gott stress. Ég er ofboðslega spennt að fara á svið og gera þetta 250 prósent.“ Mikið hefur mætt á Svölu sem og öllum keppendum enda um 1250 blaðamenn hér sem nánast allir vilja viðtöl við hana. Hún segist vera með sínar venjur, sína siði og annað þegar kemur að því að geta staðið sig á sviðinu enda lagið erfitt í fluttningi. „Ég er alveg vön að vera í mikilli keyrslu þegar ég er á tónleikaferðalagi með Steed Lord. Þá er maður að spila mikið og mörg kvöld í röð í tvær til þrjár vikur. Þá talar maður lítið sem ekkert og þá nota ég miða til að koma skilaboðum áleiðis,“ segir hún og brosir. Um keppnisskapið og möguleikann að fara áfram segir hún. „Þetta er búið að vera eitt stórkostlegt ævintýri, frá því við lentum í Kænugarði. Það er mikið af tækifærum og mikil vinátta að skapast á milli keppenda og hef ég kynnst nokkrum þeirra. Það er mikil gleði og hamingja þar en maður þarf líka að leyfa sér að njóta. Auðvitað langar mig áfram og standa mig vel eins og í öllu í lífinu. Það eru ótrúlega mörg góð lög í ár og við erum að halda mikið með hvort öðru, sem er svipað eins og í forkeppninni á Íslandi.“Fréttastofa 365 verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Kænugarði næstu daga. Fréttamennirnir Stefán Árni Pálsson og Benedikt Bóas Hinriksson verða með umfjöllun hér á Vísi, Stöð 2, Fréttablaðinu og á Bylgjunni á hverjum degi í gegnum alla keppnina. Þá verður sérstakur vefþáttur á Vísi alla dagana og hefur sá þáttur fengið nafnið Júrógarðurinn. Hægt verður að fylgjast með ævintýrum Stefáns og Benedikts í Kænugarði á Twitter-reikningi Lífsins og á Snapchat-reikningi 365 sem heitir einfaldlega Snap-365. Við minnum líka lesendur á að fylgjast með Facebook-síðu Lífsins og Facebook-síðu Vísis.
Eurovision Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið The Wire og Sopranos-leikari látinn Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Sjá meira