Hollande heitir viðbrögðum við gagnalekanum Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. maí 2017 19:57 Forseti Frakklands, Francois Hollande. Vísir/AFP Forseti Frakklands, Francois Hollande, hefur heitið því að „svara fyrir“ árás tölvuþrjóta á herbúðir Emmanuel Macron, annars frambjóðenda forsetakosninganna sem fram fara á morgun í Frakklandi. BBC greinir frá.Í samtali við Agance France-Presse sagðist Hollande þekkja hætturnar við árásir af þessu tagi vegna þess að þær hafi „komið fyrir annars staðar.“ Níu gígabætum af gögnum tengdum Macron, sem innihalda bæði ósvikin og fölsuð skjöl, var lekið á netið í gær. „Við vissum að þessi áhætta væri til staðar á meðan á kosningaherferðinni stóð vegna þess að þetta hefur komið fyrir annars staðar. Við munum bregðast við öllu,“ sagði Hollande. Hann vildi þó ekki tjá sig um fullyrðingar Macron þess efnis að lekinn sé til þess gerður að villa um fyrir kjósendum. Ekki fengust nánari útskýringar á yfirlýsingu Hollande. Herbúðir Macron hafa áður orðið fyrir tölvuárásum af hendi hópa sem taldir eru vera frá Rússlandi og Úkraínu.Ekki leyfilegt að dreifa gögnunum Fréttamaður BBC í París, Hugh Schofield, sagði að gagnalekinn kæmi líklega ekki til með að hafa áhrif á gengi Macron í kosningunum. Samkvæmt frönskum lögum er bannað að fjalla um nokkuð sem tengist forsetakosningunum eftir að baráttunni lauk formlega á miðnætti á föstudag. Bannið gildir þangað til kjörstaðir loka klukkan átta að kvöldi sunnudags. Þó má telja líklegt að gögnunum sem lekið var verði dreift á samfélagsmiðlum og víðar. Tímasetning lekans virðist því ekki tilviljunum háð. Þá er um leið erfitt fyrir Macron að bregðast við lekanum en samkvæmt könnunum mun hann þó líklega standa uppi sem sigurvegari kosninganna á morgun. Frakkland Tengdar fréttir Macron eykur fylgi sitt dagana fyrir kosningar Macron mælist með 62 prósent fylgi en Le Pen 38 prósent í nýrri könnun Elabe. 5. maí 2017 08:22 Framboð Macrons fordæmir gríðar mikinn leka úr herbúðum frambjóðandans Segir hakkara reyna að grafa undan framboði hans. 5. maí 2017 22:45 Erfitt fyrir Macron og hans menn að bregðast við lekanum Bannað er að há kosningabaráttu daginn fyrir kosningar í Frakklandi, þar sem dagurinn er ætlaður kjósendum til umhugsunar. 6. maí 2017 09:52 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira
Forseti Frakklands, Francois Hollande, hefur heitið því að „svara fyrir“ árás tölvuþrjóta á herbúðir Emmanuel Macron, annars frambjóðenda forsetakosninganna sem fram fara á morgun í Frakklandi. BBC greinir frá.Í samtali við Agance France-Presse sagðist Hollande þekkja hætturnar við árásir af þessu tagi vegna þess að þær hafi „komið fyrir annars staðar.“ Níu gígabætum af gögnum tengdum Macron, sem innihalda bæði ósvikin og fölsuð skjöl, var lekið á netið í gær. „Við vissum að þessi áhætta væri til staðar á meðan á kosningaherferðinni stóð vegna þess að þetta hefur komið fyrir annars staðar. Við munum bregðast við öllu,“ sagði Hollande. Hann vildi þó ekki tjá sig um fullyrðingar Macron þess efnis að lekinn sé til þess gerður að villa um fyrir kjósendum. Ekki fengust nánari útskýringar á yfirlýsingu Hollande. Herbúðir Macron hafa áður orðið fyrir tölvuárásum af hendi hópa sem taldir eru vera frá Rússlandi og Úkraínu.Ekki leyfilegt að dreifa gögnunum Fréttamaður BBC í París, Hugh Schofield, sagði að gagnalekinn kæmi líklega ekki til með að hafa áhrif á gengi Macron í kosningunum. Samkvæmt frönskum lögum er bannað að fjalla um nokkuð sem tengist forsetakosningunum eftir að baráttunni lauk formlega á miðnætti á föstudag. Bannið gildir þangað til kjörstaðir loka klukkan átta að kvöldi sunnudags. Þó má telja líklegt að gögnunum sem lekið var verði dreift á samfélagsmiðlum og víðar. Tímasetning lekans virðist því ekki tilviljunum háð. Þá er um leið erfitt fyrir Macron að bregðast við lekanum en samkvæmt könnunum mun hann þó líklega standa uppi sem sigurvegari kosninganna á morgun.
Frakkland Tengdar fréttir Macron eykur fylgi sitt dagana fyrir kosningar Macron mælist með 62 prósent fylgi en Le Pen 38 prósent í nýrri könnun Elabe. 5. maí 2017 08:22 Framboð Macrons fordæmir gríðar mikinn leka úr herbúðum frambjóðandans Segir hakkara reyna að grafa undan framboði hans. 5. maí 2017 22:45 Erfitt fyrir Macron og hans menn að bregðast við lekanum Bannað er að há kosningabaráttu daginn fyrir kosningar í Frakklandi, þar sem dagurinn er ætlaður kjósendum til umhugsunar. 6. maí 2017 09:52 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira
Macron eykur fylgi sitt dagana fyrir kosningar Macron mælist með 62 prósent fylgi en Le Pen 38 prósent í nýrri könnun Elabe. 5. maí 2017 08:22
Framboð Macrons fordæmir gríðar mikinn leka úr herbúðum frambjóðandans Segir hakkara reyna að grafa undan framboði hans. 5. maí 2017 22:45
Erfitt fyrir Macron og hans menn að bregðast við lekanum Bannað er að há kosningabaráttu daginn fyrir kosningar í Frakklandi, þar sem dagurinn er ætlaður kjósendum til umhugsunar. 6. maí 2017 09:52