Íslendingar héldu uppi stuðinu í Kænugarði Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 6. maí 2017 07:00 Svala þarf að svara spurningum fjölmargra blaðamanna. mynd/eurovision Um hundrað manns sóttu gleðskap íslensku Eurovision-sendinefndarinnar í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, í gær. Meðal annars létu sendinefndir Finna, Ástrala og Moldóva sjá sig. „Við erum að vonum ánægð með mætinguna. Þarna kom fólk úr öðrum sendinefndum, svolítið af þulum. Við lögðum áherslu á að reyna að ná þulunum sem eru með okkur í undanriðli til að fá þá til að tala svolítið fallega um okkur og fá þá atkvæði frá þeim þjóðum,“ segir Felix Bergsson, einn nefndarmanna, léttur í bragði. Felix segir stemninguna hafa verið rosalega góða. „Ekki síst vegna þess að Svala steig á stokk og söng og gerði það alveg dásamlega. Það kom einna helst á óvart að Vetrarsól Gunnars Þórðarsonar fór svona vel í þá sem voru á svæðinu. Fólk bara táraðist.“Felix Bergsson.Þá segir hann að Svala Björgvinsdóttir, keppandi Íslands, hafi að sjálfsögðu flutt lag sitt, Paper, bæði á íslensku og á ensku. Íslenska sendinefndin er í keppnisskapi og ætlar að sjá til þess að Svölu gangi sem allra best. „Við erum bara á fullu að kynna hana til að koma henni á framfæri og koma laginu áfram. Þetta er endalaus vinna. Þetta er í raun heilmikið álag á listamanninum,“ segir Felix. Til dæmis hafi Svala sungið fjögur lög í boðinu og staðið svo í viðtölum og myndatökum í klukkutíma. Hún fær hins vegar litla hvíld. „Hún er rétt búin að skríða heim á hótel núna til að hvíla sig í hálftíma. Svo förum við af stað í rútu, nýmáluð og í nýju átfitti, til að fara í moldóvska partíið þar sem hún ætlar að performera,“ segir Felix. Hann segir að margir geri sér ekki grein fyrir því að keppendur eigi það til að missa röddina eftir allan undirbúninginn. „Það er ekki síst vegna þess að þeir tala svo mikið. Það er svo mikið áreiti, mikið af viðtölum og mikið af aðdáendum sem þarf að sinna.“ Svala stígur á svið á þriðjudaginn á fyrra undanúrslitakvöldinu. Aðalkeppnin fer síðan fram laugardagskvöldið 13. maí, eftir rétta viku, og íslenska þjóðin stendur af heilum hug á bakvið íslenska keppandann. Ábyrgð Felix og félaga í íslensku sendinefndinni er því mikil. „Við erum með stóran og góðan hóp í kringum hana og þetta gengur allt mjög vel,“ segir Felix. Þeir Benedikt Bóas Hinriksson og Stefán Árni Pálsson, blaðamenn á fréttastofu 365, eru í Kænugarði. Munu þeir standa fyrir ítarlegri umfjöllun á Vísi, Stöð 2, Bylgjunni og hér í Fréttablaðinu á næstu dögum. Eurovision Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Fleiri fréttir O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Sjá meira
Um hundrað manns sóttu gleðskap íslensku Eurovision-sendinefndarinnar í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, í gær. Meðal annars létu sendinefndir Finna, Ástrala og Moldóva sjá sig. „Við erum að vonum ánægð með mætinguna. Þarna kom fólk úr öðrum sendinefndum, svolítið af þulum. Við lögðum áherslu á að reyna að ná þulunum sem eru með okkur í undanriðli til að fá þá til að tala svolítið fallega um okkur og fá þá atkvæði frá þeim þjóðum,“ segir Felix Bergsson, einn nefndarmanna, léttur í bragði. Felix segir stemninguna hafa verið rosalega góða. „Ekki síst vegna þess að Svala steig á stokk og söng og gerði það alveg dásamlega. Það kom einna helst á óvart að Vetrarsól Gunnars Þórðarsonar fór svona vel í þá sem voru á svæðinu. Fólk bara táraðist.“Felix Bergsson.Þá segir hann að Svala Björgvinsdóttir, keppandi Íslands, hafi að sjálfsögðu flutt lag sitt, Paper, bæði á íslensku og á ensku. Íslenska sendinefndin er í keppnisskapi og ætlar að sjá til þess að Svölu gangi sem allra best. „Við erum bara á fullu að kynna hana til að koma henni á framfæri og koma laginu áfram. Þetta er endalaus vinna. Þetta er í raun heilmikið álag á listamanninum,“ segir Felix. Til dæmis hafi Svala sungið fjögur lög í boðinu og staðið svo í viðtölum og myndatökum í klukkutíma. Hún fær hins vegar litla hvíld. „Hún er rétt búin að skríða heim á hótel núna til að hvíla sig í hálftíma. Svo förum við af stað í rútu, nýmáluð og í nýju átfitti, til að fara í moldóvska partíið þar sem hún ætlar að performera,“ segir Felix. Hann segir að margir geri sér ekki grein fyrir því að keppendur eigi það til að missa röddina eftir allan undirbúninginn. „Það er ekki síst vegna þess að þeir tala svo mikið. Það er svo mikið áreiti, mikið af viðtölum og mikið af aðdáendum sem þarf að sinna.“ Svala stígur á svið á þriðjudaginn á fyrra undanúrslitakvöldinu. Aðalkeppnin fer síðan fram laugardagskvöldið 13. maí, eftir rétta viku, og íslenska þjóðin stendur af heilum hug á bakvið íslenska keppandann. Ábyrgð Felix og félaga í íslensku sendinefndinni er því mikil. „Við erum með stóran og góðan hóp í kringum hana og þetta gengur allt mjög vel,“ segir Felix. Þeir Benedikt Bóas Hinriksson og Stefán Árni Pálsson, blaðamenn á fréttastofu 365, eru í Kænugarði. Munu þeir standa fyrir ítarlegri umfjöllun á Vísi, Stöð 2, Bylgjunni og hér í Fréttablaðinu á næstu dögum.
Eurovision Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Fleiri fréttir O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Sjá meira