Eurovision-sérfræðingar í setti: „Strangt til tekið gætum við haldið keppnina“ Benedikt Bóas og Stefán Árni Pálsson skrifa 5. maí 2017 20:00 Þeir Páll Óskar og Flosi mættu í sérstakan upphitunarþátt fyrir Eurovision á Stöð 2. vísir/egill Á þriðjudagskvöldið stígur Svala Björgvinsdóttir á svið úti í Úkraínu og flytur lagið Paper fyrir hönd íslensku þjóðarinnar í Eurovision. Svala er þrettánda í röðinni og er eftirvæntingin orðin mikil fyrir kvöldinu hjá landanum. Eins og alltaf er bjartsýnin mikil fyrir íslenska atriðinu og virðast Íslendingar spá því að Svala komist upp úr fyrri undanriðlinum. Sérstakur upphitunarþáttur fyrir Eurovision var á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 19:10 í kvöld, og var þátturinn í umsjón Stefáns Árna Pálssonar og Benedikts Bóas, en sérfræðingar Stöðvar 2 voru að þessu sinni Páll Óskar Hjálmtýsson og Flosi Jón Ófeigsson, sem er í stjórn FÁSES.Hefur viðhorfið gagnvart keppninni breyst?„Þegar ég var sex ára þá byrjaði ég að leika bakraddardansana og syngja með á öllum tungumálum og ég var kannski ekki var við það að þetta væri kannski eitthvað nördaáhugamál. Eftir því sem maður var eldri, þá sá maður það að pabbarnir voru kannski ekki tilbúnir að viðurkenna það að þeir væru að horfa á þetta. Samt höfðu allir skoðanir á Eurovision,“ segir Flosi og bætir við að þetta hafi í raun allt breyst þegar Páll Óskar steig á sviðið í Dyflinni árið 1997 í Dublin. „Þá höfðu sko allir skoðanir á þessari keppni og þá áttaði ég mig á því að ég elska þetta show.“ „Ég hitti Svölu um daginn og gaf henni bara eitt heillarráð, og það var að syngja inn í myndavélina. Það er pínulítið fríkað að vera inni í svona risasal með þúsundir áhorfenda sem eru að öskra og æpa út í eitt, en það sem þér ber að gera er að syngja inn í þessa myndavél sem er fyrir framan þig,“ segir Páll Óskar en hann vill meina að Eurovision sé einn risastór sjónvarpsþáttur. „Það er myndavélin sem skiptir máli, ekki öskrin og lætin í kringum þig. Eurovision er sjónvarpsþáttur sem í rauninni gæti virkað í frekar litlu rými. Þessir þúsundir áhorfenda, öll ljósin og allt það er í rauninni skraut.“Gæti því Ísland haldið keppnina án áhorfenda og bara fyrir sjónvarp?„Strangt til tekið gætum við haldið keppnina. Við eigum Kórinn og þú getur búið til flottan sjónvarpsþátt í Kórnum. Færri komast að en vilja, en samt höfum við þennan glugga. Við höfum komist í annað sætið eins og hefur sýnt sig. Við náðum fjórða sætinu með Stjórninni. Á meðan lagið er gott og flutningurinn heppnast þúsund prósent hverja einustu sekúndu, þá eigum við sama séns.“ Flosi segir að Páll Óskar hafi í raun breytt þessari keppni fyrir tuttugu árum. „Ég hef oft heyrt í aðdáendum Eurovision um heim allan og þeir segja margir að hans flutningur hafi opnað hjartað þeirra. Hann breytti líka bara tónlistarþemanu sem var í gangi í keppninni á þessum tíma, því keppnin var á leiðinni frekar niður á við.“ Þeir voru báðir á því að Ítalir myndu vinna keppnina og að Svala Björgvinsdóttir færi áfram í keppninni á þriðjudagskvöldið.Fréttamennirnir Stefán Árni Pálsson og Benedikt Bóas Hinriksson fljúga út þann 5. maí og verða með umfjöllun hér á Vísi, Stöð 2, Fréttablaðinu og á Bylgjunni á hverjum degi í gegnum alla keppnina. Þá verður sérstakur vefþáttur á Vísi alla dagana og hefur sá þáttur fengið nafnið Júrógarðurinn. Hægt verður að fylgjast með ævintýrum Stefáns og Benedikts í Kænugarði á Twitter-reikningi Lífsins og á Snapchat-reikningi 365 sem heitir einfaldlega Snap-365. Við minnum líka lesendur á að fylgjast með Facebook-síðu Lífsins, Facebook-síðu Vísis og Twitter-reikningi Vísis. Eurovision Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið The Wire og Sopranos-leikari látinn Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Fleiri fréttir Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Sjá meira
Á þriðjudagskvöldið stígur Svala Björgvinsdóttir á svið úti í Úkraínu og flytur lagið Paper fyrir hönd íslensku þjóðarinnar í Eurovision. Svala er þrettánda í röðinni og er eftirvæntingin orðin mikil fyrir kvöldinu hjá landanum. Eins og alltaf er bjartsýnin mikil fyrir íslenska atriðinu og virðast Íslendingar spá því að Svala komist upp úr fyrri undanriðlinum. Sérstakur upphitunarþáttur fyrir Eurovision var á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 19:10 í kvöld, og var þátturinn í umsjón Stefáns Árna Pálssonar og Benedikts Bóas, en sérfræðingar Stöðvar 2 voru að þessu sinni Páll Óskar Hjálmtýsson og Flosi Jón Ófeigsson, sem er í stjórn FÁSES.Hefur viðhorfið gagnvart keppninni breyst?„Þegar ég var sex ára þá byrjaði ég að leika bakraddardansana og syngja með á öllum tungumálum og ég var kannski ekki var við það að þetta væri kannski eitthvað nördaáhugamál. Eftir því sem maður var eldri, þá sá maður það að pabbarnir voru kannski ekki tilbúnir að viðurkenna það að þeir væru að horfa á þetta. Samt höfðu allir skoðanir á Eurovision,“ segir Flosi og bætir við að þetta hafi í raun allt breyst þegar Páll Óskar steig á sviðið í Dyflinni árið 1997 í Dublin. „Þá höfðu sko allir skoðanir á þessari keppni og þá áttaði ég mig á því að ég elska þetta show.“ „Ég hitti Svölu um daginn og gaf henni bara eitt heillarráð, og það var að syngja inn í myndavélina. Það er pínulítið fríkað að vera inni í svona risasal með þúsundir áhorfenda sem eru að öskra og æpa út í eitt, en það sem þér ber að gera er að syngja inn í þessa myndavél sem er fyrir framan þig,“ segir Páll Óskar en hann vill meina að Eurovision sé einn risastór sjónvarpsþáttur. „Það er myndavélin sem skiptir máli, ekki öskrin og lætin í kringum þig. Eurovision er sjónvarpsþáttur sem í rauninni gæti virkað í frekar litlu rými. Þessir þúsundir áhorfenda, öll ljósin og allt það er í rauninni skraut.“Gæti því Ísland haldið keppnina án áhorfenda og bara fyrir sjónvarp?„Strangt til tekið gætum við haldið keppnina. Við eigum Kórinn og þú getur búið til flottan sjónvarpsþátt í Kórnum. Færri komast að en vilja, en samt höfum við þennan glugga. Við höfum komist í annað sætið eins og hefur sýnt sig. Við náðum fjórða sætinu með Stjórninni. Á meðan lagið er gott og flutningurinn heppnast þúsund prósent hverja einustu sekúndu, þá eigum við sama séns.“ Flosi segir að Páll Óskar hafi í raun breytt þessari keppni fyrir tuttugu árum. „Ég hef oft heyrt í aðdáendum Eurovision um heim allan og þeir segja margir að hans flutningur hafi opnað hjartað þeirra. Hann breytti líka bara tónlistarþemanu sem var í gangi í keppninni á þessum tíma, því keppnin var á leiðinni frekar niður á við.“ Þeir voru báðir á því að Ítalir myndu vinna keppnina og að Svala Björgvinsdóttir færi áfram í keppninni á þriðjudagskvöldið.Fréttamennirnir Stefán Árni Pálsson og Benedikt Bóas Hinriksson fljúga út þann 5. maí og verða með umfjöllun hér á Vísi, Stöð 2, Fréttablaðinu og á Bylgjunni á hverjum degi í gegnum alla keppnina. Þá verður sérstakur vefþáttur á Vísi alla dagana og hefur sá þáttur fengið nafnið Júrógarðurinn. Hægt verður að fylgjast með ævintýrum Stefáns og Benedikts í Kænugarði á Twitter-reikningi Lífsins og á Snapchat-reikningi 365 sem heitir einfaldlega Snap-365. Við minnum líka lesendur á að fylgjast með Facebook-síðu Lífsins, Facebook-síðu Vísis og Twitter-reikningi Vísis.
Eurovision Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið The Wire og Sopranos-leikari látinn Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Fleiri fréttir Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Sjá meira