Sakaði fjármálaráðherra um „ódýr pólitísk undanbrögð“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. maí 2017 16:02 Benedikt Jóhannesson og Kolbeinn Óttarsson Proppé. vísir Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, gagnrýndi á þingi í dag orð Benedikts Jóhannessonar, fjármálaráðherra, sem hann lét falla í viðtali við Morgunblaðið en þar sagði ráðherrann: „Landspítalinn tekur aukningu hjá okkur og ber saman við sína ósk um fjármagn og telur að aukningin sé niðurskurður af því að ekki er orðið við öllum hans óskum.“ Þingmaðurinn tók til máls undir liðnum störf þingsins og var ekki par hrifinn af orðum ráðherrans. „Ég verð að segja það eins og er að mér finnst þessi sýn hæstvirts ráðherra á fjármál og stöðu Landspítalans eiginlega þyngri en tárum taki. Að tala um útfærða áætlun Landspítalans um hvað þarf til að standa undir þeim lögbundnu verkefnum sem honum er falið sem einhvern óskalista, eins og einhvern jólagjafalista um hvað væri best í heimi allra mögulegra heima gott að fá, það þykir mér eiginlega grátlegt,“ sagði Kolbeinn. Hann benti á að stjórnendur Landspítalans hefðu gert grein fyrir því hvað þyrfti af fjármagni til þess að halda sjó í rekstri spítalans og hægt að tryggja þá þjónustu sem honum er skylt að veita. Kolbeinn sagði að þessir fjármunir væru ekki að skila sér til spítalans og því þyrfti að skera þar niður þjónustuna. „Þetta er ekkert flókið. Þetta er ekki óskalisti heldur útfærð áætlun um hvað það er sem spítalinn þarf til að veita nauðsynlega þjónustu og það þýðir ekkert fyrir hæstvirtan fjármálaráðherra að gera lítið úr þessum áætlunum. Vera að kalla þetta óskir og segja að það geti ekki allir fengið það sem þeir vilja. Það eru bara ódýr pólitísk undanbrögð. Hæstvirtur ráðherra á bara að vera maður til að segja að það sé ekki pólitískur vilji hjá ríkisstjórninni til þess að fjármagna Landspítalann með fullnægjandi hætti. Hann yrði þá maður meiri ef hann gerði það hæstvirtur ráðherra í stað þess að skýla sér á bak við það eitthvað svona. Stundum finnst mér eins og hæstvirtur fjármálaráðherra búi í Excel-skjali og sjái ekki að á bak við tölurnar sem þar eru er raunveruleg þörf, er fólk með raunverulegar þarfir,“ sagði Kolbeinn. Alþingi Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, gagnrýndi á þingi í dag orð Benedikts Jóhannessonar, fjármálaráðherra, sem hann lét falla í viðtali við Morgunblaðið en þar sagði ráðherrann: „Landspítalinn tekur aukningu hjá okkur og ber saman við sína ósk um fjármagn og telur að aukningin sé niðurskurður af því að ekki er orðið við öllum hans óskum.“ Þingmaðurinn tók til máls undir liðnum störf þingsins og var ekki par hrifinn af orðum ráðherrans. „Ég verð að segja það eins og er að mér finnst þessi sýn hæstvirts ráðherra á fjármál og stöðu Landspítalans eiginlega þyngri en tárum taki. Að tala um útfærða áætlun Landspítalans um hvað þarf til að standa undir þeim lögbundnu verkefnum sem honum er falið sem einhvern óskalista, eins og einhvern jólagjafalista um hvað væri best í heimi allra mögulegra heima gott að fá, það þykir mér eiginlega grátlegt,“ sagði Kolbeinn. Hann benti á að stjórnendur Landspítalans hefðu gert grein fyrir því hvað þyrfti af fjármagni til þess að halda sjó í rekstri spítalans og hægt að tryggja þá þjónustu sem honum er skylt að veita. Kolbeinn sagði að þessir fjármunir væru ekki að skila sér til spítalans og því þyrfti að skera þar niður þjónustuna. „Þetta er ekkert flókið. Þetta er ekki óskalisti heldur útfærð áætlun um hvað það er sem spítalinn þarf til að veita nauðsynlega þjónustu og það þýðir ekkert fyrir hæstvirtan fjármálaráðherra að gera lítið úr þessum áætlunum. Vera að kalla þetta óskir og segja að það geti ekki allir fengið það sem þeir vilja. Það eru bara ódýr pólitísk undanbrögð. Hæstvirtur ráðherra á bara að vera maður til að segja að það sé ekki pólitískur vilji hjá ríkisstjórninni til þess að fjármagna Landspítalann með fullnægjandi hætti. Hann yrði þá maður meiri ef hann gerði það hæstvirtur ráðherra í stað þess að skýla sér á bak við það eitthvað svona. Stundum finnst mér eins og hæstvirtur fjármálaráðherra búi í Excel-skjali og sjái ekki að á bak við tölurnar sem þar eru er raunveruleg þörf, er fólk með raunverulegar þarfir,“ sagði Kolbeinn.
Alþingi Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira