Loftslagsmál eru orkumál Hörður Arnarson skrifar 18. maí 2017 07:00 Það var einkar ánægjulegt að sjá ríkisstjórnina ýta vinnu við gerð aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum úr vör á dögunum. Stjórnvöld gera sér grein fyrir því að loftslagsmál eru alþjóðlegt verkefni og að við Íslendingar getum ekki setið hjá, án þess að taka ábyrgð á þessu sameiginlega vandamáli allra þjóða heims. Það er einmitt ánægjulegt að við Íslendingar erum í aðstöðu til að gera gott betur en aðrar þjóðir og vera í fararbroddi í loftslagsmálum í veröldinni. Áætlun ríkisstjórnarinnar miðar að því að við getum staðið við skuldbindingar okkar samkvæmt Parísarsamkomulaginu frá 2015, sem var að mínu mati vendipunktur í því hvernig alþjóðasamfélagið fæst við vandann og miðar við að halda hlýnun andrúmsloftsins innan við 2°C, miðað við upphaf iðnbyltingarinnar. Aukum notkun hreinnar orku og minnkum orkunotkun almennt Loftslagsmál eru orkumál, enda koma rúmlega tveir þriðju af losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum frá orkuvinnslu. Yfir 80% af orkunotkun í heiminum eru síðan vegna brennslu jarðefnaeldsneytis, en það þýðir að leiðirnar að markmiði Parísarsamkomulagsins eru fyrst og fremst tvær. Annars vegar er mikilvægt að draga úr vexti orkunotkunar almennt; hins vegar minnka kolefnislosandi orkunýtingu sem mest í heiminum – sér í lagi vegna brennslu kola og olíu. Aukin endurnýjanleg orkuvinnsla er ein árangursríkasta leiðin til að minnka kolefnislosandi orkuvinnslu á heimsvísu. Spá Alþjóðaorkustofnunarinnar um orkunotkun til ársins 2040 gerir enda ráð fyrir tæplega 80% vexti í nýtingu endurnýjanlegrar orku, en á sama tíma er ekki gert ráð fyrir að kolanotkun í heiminum minnki, vegna aukinnar orkunotkunar. Við Íslendingar stöndum í þeim sporum að 85% af orkunotkun okkar eiga sér uppruna í endurnýjanlegum orkuauðlindum. Til okkar er yfirleitt litið sem fyrirmyndar á heimsvísu, enda er ljóst að loftslagsmál væru mun viðráðanlegra vandamál, væri þetta hlutfall svona í öllum heiminum. Með sjálfbærni að leiðarljósi Þessum góða árangri höfum við náð með sjálfbærni að leiðarljósi, þar sem efnahagsáhrif og hagkvæmni hafa verið helsti drifkrafturinn. Við höfum náð að haga málum þannig að með nýtingu endurnýjanlegra orkuauðlinda þurfum við ekki að flytja inn eldsneyti fyrir raforkuframleiðslu og húshitun – óendurnýjanlega orkugjafa sem hafa í för með sér losun á gróðurhúsalofttegundum og aðra mengun. Þegar við horfum á alþjóðasamfélagið kemur í ljós að Evrópa er leiðandi í baráttunni við loftslagsbreytingar í heiminum. Þar hefur verið tekin ákvörðun um að tvískipta verkefninu; annars vegar er um að ræða staðbundin markmið innan Evrópulanda, á ábyrgð stjórnvalda í hverju landi fyrir sig. Hins vegar er hið svokallaða ETS- viðskiptakerfi með losunarheimildir, sem ekki er bundið við landamæri og er á ábyrgð fyrirtækjanna sem losa. Yfir 11.000 fyrirtæki í Evrópu eru þátttakendur í ETS og markmið með kerfinu er að losun minnki um 40% til ársins 2030 miðað við losun árið 1990. ETS-kerfið er hornsteinn í aðgerðum Evrópu í loftslagsmálum. Í því eru skýrir hagrænir hvatar til að draga úr losun með hagkvæmni að leiðarljósi með því að hvetja til framþróunar á sviðum þar sem mestir möguleikar eru á að ná árangri. Kerfið gerir ráð fyrir samdrætti í losun frá starfsemi fyrirtækja sem falla undir ETS-kerfið. Takmarkaður fjöldi losunarheimilda í Evrópu felur í sér að ef losun er aukin á ákveðnum stöðum þarf samdráttur að verða meiri annars staðar á svæðinu. Íslensk fyrirtæki sem nýta endurnýjanlega orku standa vel innan þessa kerfis. Helsti veikleiki ETS-kerfisins felst hins vegar í því að það er bundið við Evrópuálfuna, sem skapar hættu á því að kolefnislosandi starfsemi flytjist til annarra heimshluta, t.a.m. þróunarlanda, sem ekki eru með jafn metnaðarfull markmið og eftirlit í loftslagsmálum. Frumkvæði frá íslensku atvinnulífi Eins og ég vék að í byrjun er aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum fagnaðarefni. Það er þó að mínu viti afar mikilvægt, að íslensk orkufyrirtæki jafnt sem önnur fyrirtæki sýni frumkvæði í því að finna hagkvæmar leiðir og verkefni til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Í krafti sérstöðu okkar og sérþekkingar getum við lagt mikið af mörkum, jafnt innanlands sem og á alþjóðlegum vettvangi, í þessu mikilvægasta verkefni samtímans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Arnarson Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Það var einkar ánægjulegt að sjá ríkisstjórnina ýta vinnu við gerð aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum úr vör á dögunum. Stjórnvöld gera sér grein fyrir því að loftslagsmál eru alþjóðlegt verkefni og að við Íslendingar getum ekki setið hjá, án þess að taka ábyrgð á þessu sameiginlega vandamáli allra þjóða heims. Það er einmitt ánægjulegt að við Íslendingar erum í aðstöðu til að gera gott betur en aðrar þjóðir og vera í fararbroddi í loftslagsmálum í veröldinni. Áætlun ríkisstjórnarinnar miðar að því að við getum staðið við skuldbindingar okkar samkvæmt Parísarsamkomulaginu frá 2015, sem var að mínu mati vendipunktur í því hvernig alþjóðasamfélagið fæst við vandann og miðar við að halda hlýnun andrúmsloftsins innan við 2°C, miðað við upphaf iðnbyltingarinnar. Aukum notkun hreinnar orku og minnkum orkunotkun almennt Loftslagsmál eru orkumál, enda koma rúmlega tveir þriðju af losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum frá orkuvinnslu. Yfir 80% af orkunotkun í heiminum eru síðan vegna brennslu jarðefnaeldsneytis, en það þýðir að leiðirnar að markmiði Parísarsamkomulagsins eru fyrst og fremst tvær. Annars vegar er mikilvægt að draga úr vexti orkunotkunar almennt; hins vegar minnka kolefnislosandi orkunýtingu sem mest í heiminum – sér í lagi vegna brennslu kola og olíu. Aukin endurnýjanleg orkuvinnsla er ein árangursríkasta leiðin til að minnka kolefnislosandi orkuvinnslu á heimsvísu. Spá Alþjóðaorkustofnunarinnar um orkunotkun til ársins 2040 gerir enda ráð fyrir tæplega 80% vexti í nýtingu endurnýjanlegrar orku, en á sama tíma er ekki gert ráð fyrir að kolanotkun í heiminum minnki, vegna aukinnar orkunotkunar. Við Íslendingar stöndum í þeim sporum að 85% af orkunotkun okkar eiga sér uppruna í endurnýjanlegum orkuauðlindum. Til okkar er yfirleitt litið sem fyrirmyndar á heimsvísu, enda er ljóst að loftslagsmál væru mun viðráðanlegra vandamál, væri þetta hlutfall svona í öllum heiminum. Með sjálfbærni að leiðarljósi Þessum góða árangri höfum við náð með sjálfbærni að leiðarljósi, þar sem efnahagsáhrif og hagkvæmni hafa verið helsti drifkrafturinn. Við höfum náð að haga málum þannig að með nýtingu endurnýjanlegra orkuauðlinda þurfum við ekki að flytja inn eldsneyti fyrir raforkuframleiðslu og húshitun – óendurnýjanlega orkugjafa sem hafa í för með sér losun á gróðurhúsalofttegundum og aðra mengun. Þegar við horfum á alþjóðasamfélagið kemur í ljós að Evrópa er leiðandi í baráttunni við loftslagsbreytingar í heiminum. Þar hefur verið tekin ákvörðun um að tvískipta verkefninu; annars vegar er um að ræða staðbundin markmið innan Evrópulanda, á ábyrgð stjórnvalda í hverju landi fyrir sig. Hins vegar er hið svokallaða ETS- viðskiptakerfi með losunarheimildir, sem ekki er bundið við landamæri og er á ábyrgð fyrirtækjanna sem losa. Yfir 11.000 fyrirtæki í Evrópu eru þátttakendur í ETS og markmið með kerfinu er að losun minnki um 40% til ársins 2030 miðað við losun árið 1990. ETS-kerfið er hornsteinn í aðgerðum Evrópu í loftslagsmálum. Í því eru skýrir hagrænir hvatar til að draga úr losun með hagkvæmni að leiðarljósi með því að hvetja til framþróunar á sviðum þar sem mestir möguleikar eru á að ná árangri. Kerfið gerir ráð fyrir samdrætti í losun frá starfsemi fyrirtækja sem falla undir ETS-kerfið. Takmarkaður fjöldi losunarheimilda í Evrópu felur í sér að ef losun er aukin á ákveðnum stöðum þarf samdráttur að verða meiri annars staðar á svæðinu. Íslensk fyrirtæki sem nýta endurnýjanlega orku standa vel innan þessa kerfis. Helsti veikleiki ETS-kerfisins felst hins vegar í því að það er bundið við Evrópuálfuna, sem skapar hættu á því að kolefnislosandi starfsemi flytjist til annarra heimshluta, t.a.m. þróunarlanda, sem ekki eru með jafn metnaðarfull markmið og eftirlit í loftslagsmálum. Frumkvæði frá íslensku atvinnulífi Eins og ég vék að í byrjun er aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum fagnaðarefni. Það er þó að mínu viti afar mikilvægt, að íslensk orkufyrirtæki jafnt sem önnur fyrirtæki sýni frumkvæði í því að finna hagkvæmar leiðir og verkefni til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Í krafti sérstöðu okkar og sérþekkingar getum við lagt mikið af mörkum, jafnt innanlands sem og á alþjóðlegum vettvangi, í þessu mikilvægasta verkefni samtímans.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar