Ótrúleg leikmannaskipti Boston Celtics frá 2013 enn að borga sig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2017 10:30 Danny Ainge náði ótrúlegum skiptum við Brooklyn Nets fyrir fjórum árum. Vísir/AP Boston Celtics verður með fyrsta valrétt í nýliðavali NBA-deildarinnar í sumar en þetta kom í ljós í nótt dregið var um hvaða lið fá fyrstu valréttina. Boston Celtics velur númer eitt, Los Angeles Lakers velur númer tvö og Philadelphia 76ers er númer þrjú.Hér má sjá röðina í fyrstu umferð: 1. Boston (Frá Brooklyn) 2. Los Angeles Lakers 3. Philadelphia (Frá Sacramento) 4. Phoenix 5. Sacramento (Frá Philadelphia) 6. Orlando 7. Minnesota 8. New York 9. Dallas 10. Sacramento (Frá New Orleans) 11. Charlotte 12. Detroit 13. Denver 14. Miami 15. Portland 16. Chicago 17. Milwaukee 18. Indiana 19. Atlanta 20. Portland (Frá Memphis í gegnum Denver og Cleveland) 21. Oklahoma City 22. Brooklyn (Frá Washington) 23. Toronto (Frá LA Clippers í gegnum Milwaukee) 24. Utah 25. Orlando (Frá Toronto) 26. Portland (Frá Cleveland) 27. Brooklyn (Frá Boston) 28. Los Angeles Lakers (Frá Houston) 29. San Antonio 30. Utah (Frá Golden State) Boston Celtics fékk því fyrsta valrétt í nýliðavalinu innan við sólarhring eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitaeinvígi Austurdeildarinnar. Vanalega eru það liðin sem komast ekki í úrslitakeppnina sem eru að bítast um fyrstu valréttina en það eru merkileg leikmannaskipti sem sjá til þess að Boston Celtics er í þessari frábæru stöðu. Árið 2013 skiptu Boston Celtics og Brooklyn Nets nefnilega á leikmönnum og Celtics-menn eru ennþá að græða á þeim skiptum. Brooklyn-liðið fékk meðal annars tvær stórstjörnur frá Boston, Paul Pierce og Kevin Garnett í skiptum fyrir þrjá valrétti í framtíðinni.pic.twitter.com/vWtmZrUfLm — Boston Celtics (@celtics) May 17, 2017 Það sem gerði hinsvegar útslagið er að í einum þessarar valrétta þá mátti Boston skipta við Brooklyn Nets um valrétt liðsins í fyrstu umferðinni í ár. Brooklyn Nets er lélegasta lið deildarinnar og því voru miklar líkur á að liðið fengi fyrsta valrétt sem varð svo raunin. Boston Celtics á líka valrétt Brooklyn Nets í fyrstu umferð nýliðavalsins á næsta ári og þessi skipti hjá Danny Ainge og félögum fara í sögubækurnar sem ein af þeim betri. Paul Pierce lagði skóna á hilluna á dögunum en hann fór inn á Twitter og eignaði sér smá hlut í því að skila Boston Celtics valrétti númer eitt í nýliðavalinu 2017. Það má sjá það hér fyrir neðan.And look what I leave behind for the Celts on my way out #1 pick — Paul Pierce (@paulpierce34) May 17, 2017pic.twitter.com/iYKuQMKove — Boston Celtics (@celtics) May 17, 2017 NBA Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira
Boston Celtics verður með fyrsta valrétt í nýliðavali NBA-deildarinnar í sumar en þetta kom í ljós í nótt dregið var um hvaða lið fá fyrstu valréttina. Boston Celtics velur númer eitt, Los Angeles Lakers velur númer tvö og Philadelphia 76ers er númer þrjú.Hér má sjá röðina í fyrstu umferð: 1. Boston (Frá Brooklyn) 2. Los Angeles Lakers 3. Philadelphia (Frá Sacramento) 4. Phoenix 5. Sacramento (Frá Philadelphia) 6. Orlando 7. Minnesota 8. New York 9. Dallas 10. Sacramento (Frá New Orleans) 11. Charlotte 12. Detroit 13. Denver 14. Miami 15. Portland 16. Chicago 17. Milwaukee 18. Indiana 19. Atlanta 20. Portland (Frá Memphis í gegnum Denver og Cleveland) 21. Oklahoma City 22. Brooklyn (Frá Washington) 23. Toronto (Frá LA Clippers í gegnum Milwaukee) 24. Utah 25. Orlando (Frá Toronto) 26. Portland (Frá Cleveland) 27. Brooklyn (Frá Boston) 28. Los Angeles Lakers (Frá Houston) 29. San Antonio 30. Utah (Frá Golden State) Boston Celtics fékk því fyrsta valrétt í nýliðavalinu innan við sólarhring eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitaeinvígi Austurdeildarinnar. Vanalega eru það liðin sem komast ekki í úrslitakeppnina sem eru að bítast um fyrstu valréttina en það eru merkileg leikmannaskipti sem sjá til þess að Boston Celtics er í þessari frábæru stöðu. Árið 2013 skiptu Boston Celtics og Brooklyn Nets nefnilega á leikmönnum og Celtics-menn eru ennþá að græða á þeim skiptum. Brooklyn-liðið fékk meðal annars tvær stórstjörnur frá Boston, Paul Pierce og Kevin Garnett í skiptum fyrir þrjá valrétti í framtíðinni.pic.twitter.com/vWtmZrUfLm — Boston Celtics (@celtics) May 17, 2017 Það sem gerði hinsvegar útslagið er að í einum þessarar valrétta þá mátti Boston skipta við Brooklyn Nets um valrétt liðsins í fyrstu umferðinni í ár. Brooklyn Nets er lélegasta lið deildarinnar og því voru miklar líkur á að liðið fengi fyrsta valrétt sem varð svo raunin. Boston Celtics á líka valrétt Brooklyn Nets í fyrstu umferð nýliðavalsins á næsta ári og þessi skipti hjá Danny Ainge og félögum fara í sögubækurnar sem ein af þeim betri. Paul Pierce lagði skóna á hilluna á dögunum en hann fór inn á Twitter og eignaði sér smá hlut í því að skila Boston Celtics valrétti númer eitt í nýliðavalinu 2017. Það má sjá það hér fyrir neðan.And look what I leave behind for the Celts on my way out #1 pick — Paul Pierce (@paulpierce34) May 17, 2017pic.twitter.com/iYKuQMKove — Boston Celtics (@celtics) May 17, 2017
NBA Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira