Ökuritalaus hópferðabílstjóri sýknaður Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 16. maí 2017 20:42 Héraðsdómur Suðurlands, sem er á Selfossi, taldi rannsókn lögreglu ófullnægjandi. vísir/pjetur Héraðsdómur Suðurlands sýknaði í dag hópferðabílstjóra sem gefið var að sök að hafa brotið umferðarlög með því að aka hópferðabíl um Landmannalaugaveg án þess að hafa lögbundna tíma- eða vaktaáætlun, eða svokallaðan ökurita. Dómurinn taldi meðal annars að rannsókn lögreglu hafi verið ófullnægjandi. Bílstjórinn, sem ók hópbifreið sem tekur 14 farþega, var stöðvaður við hefðbundið eftirlit lögreglu í júlí í fyrra. Í lögregluskýrslu segir að í ljós hafi komið að enginn ökuriti væri í bílnum, þrátt fyrir að bílstjóranum sé skylt að notast við ökurita við akstur, né akstursdagbók. Maðurinn undirritaði þessa skýrslu þó ekki og fyrir dómi lagði hann fram dagbók um ferðir sínar og sagði bókina hafa verið í bílnum. Þá hafi hann verið á undanþágu frá ökurita. Jafnframt sagðist hann hafa talið að mönnum væri í sjálfsvald sett hvernig þeir skráðu ferðir sínar. Dómurinn taldi sömuleiðis að fólk geti nokkurn veginn ráðið því sjálft hvernig það hagar skráningu. Maðurinn hafi lagt fram ljósrit af dagbók sinni þar sem finna megi skráningu á umræddri skráningu og allar upplýsingar um hana; ferðatíma, hvíldartíma, upphafsstöðu mælis og lokastöðu hans, sem og skráðan komutíma til Reykjavíkur. Rannsókn málsins sé því ábótavant að því leyti að ekki sé hægt að sjá að rannsakað hafi verið með fullnægjandi hætti hvort bílstjórinn hafi skráð hjá sér með einhverjum hætti upplýsingar um ferð sína. Þá sé jafnframt ljóst að fullar upplýsingar um ferð verði ekki skráðar fyrr en í lok hennar. Var maðurinn því sýknaður af kröfum ákæruvaldsins. Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Héraðsdómur Suðurlands sýknaði í dag hópferðabílstjóra sem gefið var að sök að hafa brotið umferðarlög með því að aka hópferðabíl um Landmannalaugaveg án þess að hafa lögbundna tíma- eða vaktaáætlun, eða svokallaðan ökurita. Dómurinn taldi meðal annars að rannsókn lögreglu hafi verið ófullnægjandi. Bílstjórinn, sem ók hópbifreið sem tekur 14 farþega, var stöðvaður við hefðbundið eftirlit lögreglu í júlí í fyrra. Í lögregluskýrslu segir að í ljós hafi komið að enginn ökuriti væri í bílnum, þrátt fyrir að bílstjóranum sé skylt að notast við ökurita við akstur, né akstursdagbók. Maðurinn undirritaði þessa skýrslu þó ekki og fyrir dómi lagði hann fram dagbók um ferðir sínar og sagði bókina hafa verið í bílnum. Þá hafi hann verið á undanþágu frá ökurita. Jafnframt sagðist hann hafa talið að mönnum væri í sjálfsvald sett hvernig þeir skráðu ferðir sínar. Dómurinn taldi sömuleiðis að fólk geti nokkurn veginn ráðið því sjálft hvernig það hagar skráningu. Maðurinn hafi lagt fram ljósrit af dagbók sinni þar sem finna megi skráningu á umræddri skráningu og allar upplýsingar um hana; ferðatíma, hvíldartíma, upphafsstöðu mælis og lokastöðu hans, sem og skráðan komutíma til Reykjavíkur. Rannsókn málsins sé því ábótavant að því leyti að ekki sé hægt að sjá að rannsakað hafi verið með fullnægjandi hætti hvort bílstjórinn hafi skráð hjá sér með einhverjum hætti upplýsingar um ferð sína. Þá sé jafnframt ljóst að fullar upplýsingar um ferð verði ekki skráðar fyrr en í lok hennar. Var maðurinn því sýknaður af kröfum ákæruvaldsins.
Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira