Vilja afsökunarbeiðni frá Benedikt vegna ummæla hans um lundafléttuna Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. maí 2017 18:32 Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra. Vísir/Ernir Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra á Alþingi í dag vegna ummæla sem hann lét falla í sérstökum umræðum um sölu ríkisins á landi Vífilsstaða til Garðabæjar. Benedikt beindi orðum sínum til málshefjanda; Sigurðar Inga Jóhannssonar, þingmanns Framsóknarflokks. „Það vantar lundann í þennan samning. Það eru þau vinnubrögð sem háttvirtur þingmaður vill viðhafa,“ sagði Benedikt og átti þar tíðrædda „lundafléttu“ úr skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis vegna einkavæðingar Búnaðarbankans og aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser. Ólafur Ólafsson, sem er í aðalhlutverki í skýrslu nefndarinnar hefur jafnan verið tengdur við Framsóknarflokkinn. Þá sagði Benedikt að ljóst sé að Sigurður Ingi beri sérstakan kala til Garðabæjar, enda séu þar engir fulltrúar á hans vegum – Framsóknarflokknum. Með þeim orðum Benedikts lauk sérstakri umræðu um Vífilsstaði og segja má að soðið hafi upp úr á þingi í kjölfarið, þar sem hver þingmaðurinn á fætur öðrum steig í pontu og fór fram á afsökunarbeiðni. Sigurður Ingi var þeirra á meðal en hann gagnrýndi ráðherrann fyrir ómálefnaleg svör. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagðist vart hafa trúað eigin eyrum. „...Að verið væri að líkja málflutningi Sigurðar Inga Jóhannssonar við lundafléttuna úr Hauck & Aufhäuser skýrslunni. Ég spyr mig nú bara: Hvurs lags er þetta? [...] Ég held að hæstvirtur ráðherra væri maður að meiri ef hann kæmi hingað upp og bæðist afsökunar á þessum orðum sínum,“ sagði hún. Aðrir þingmenn tóku undir og gagnrýndu Sigurð fyrir að fara frekar í manninn en boltann. Tengdar fréttir Segir erfitt fyrir FME að koma í veg fyrir aðra lundafléttu Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, telur að við söluna á Arion geti reynst erfitt að verjast baksamkomulagi sem er vel skipulagt og falið líkt og við söluna á Búnaðarbankanum. 5. apríl 2017 06:00 Ólafur Ólafsson óskaði formlega eftir fundi á föstudaginn Ólafur Ólafsson, athafnamaður og stærsti eigandi Samskipa, hefur sent stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis formlegt erindi og óskað eftir að fá að mæta á fund hennar. 4. maí 2017 07:00 Sjá til hvað Ólafur hafi fram að færa sem hann hafi ekki tjáð rannsóknarnefndinni Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis tekur ákvörðun um það eftir páska hvort Ólafur Ólafsson fjárfestir fær fund með nefndinni tjá sig um einkavæðingu Búnaðarbankans sem gerð var fyrir tæpum 15 árum, en Ólafur óskaði eftir slíkum fundi í gær. 13. apríl 2017 15:51 Rannsóknarnefnd Alþingis: Aðkoma Hauck & Aufhäuser aðeins til málamynda við kaup á Búnaðarbanka Þátttaka þýska bankans Hauck & Aufhäuser að kaupum á 45,8% hlut ríkisins í Búnaðarbanka var „aðeins til málamynda“. Kaupin voru fjármögnuð í gegnum aflandsfélag á vegum Kaupþings. 27. mars 2017 04:00 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra á Alþingi í dag vegna ummæla sem hann lét falla í sérstökum umræðum um sölu ríkisins á landi Vífilsstaða til Garðabæjar. Benedikt beindi orðum sínum til málshefjanda; Sigurðar Inga Jóhannssonar, þingmanns Framsóknarflokks. „Það vantar lundann í þennan samning. Það eru þau vinnubrögð sem háttvirtur þingmaður vill viðhafa,“ sagði Benedikt og átti þar tíðrædda „lundafléttu“ úr skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis vegna einkavæðingar Búnaðarbankans og aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser. Ólafur Ólafsson, sem er í aðalhlutverki í skýrslu nefndarinnar hefur jafnan verið tengdur við Framsóknarflokkinn. Þá sagði Benedikt að ljóst sé að Sigurður Ingi beri sérstakan kala til Garðabæjar, enda séu þar engir fulltrúar á hans vegum – Framsóknarflokknum. Með þeim orðum Benedikts lauk sérstakri umræðu um Vífilsstaði og segja má að soðið hafi upp úr á þingi í kjölfarið, þar sem hver þingmaðurinn á fætur öðrum steig í pontu og fór fram á afsökunarbeiðni. Sigurður Ingi var þeirra á meðal en hann gagnrýndi ráðherrann fyrir ómálefnaleg svör. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagðist vart hafa trúað eigin eyrum. „...Að verið væri að líkja málflutningi Sigurðar Inga Jóhannssonar við lundafléttuna úr Hauck & Aufhäuser skýrslunni. Ég spyr mig nú bara: Hvurs lags er þetta? [...] Ég held að hæstvirtur ráðherra væri maður að meiri ef hann kæmi hingað upp og bæðist afsökunar á þessum orðum sínum,“ sagði hún. Aðrir þingmenn tóku undir og gagnrýndu Sigurð fyrir að fara frekar í manninn en boltann.
Tengdar fréttir Segir erfitt fyrir FME að koma í veg fyrir aðra lundafléttu Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, telur að við söluna á Arion geti reynst erfitt að verjast baksamkomulagi sem er vel skipulagt og falið líkt og við söluna á Búnaðarbankanum. 5. apríl 2017 06:00 Ólafur Ólafsson óskaði formlega eftir fundi á föstudaginn Ólafur Ólafsson, athafnamaður og stærsti eigandi Samskipa, hefur sent stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis formlegt erindi og óskað eftir að fá að mæta á fund hennar. 4. maí 2017 07:00 Sjá til hvað Ólafur hafi fram að færa sem hann hafi ekki tjáð rannsóknarnefndinni Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis tekur ákvörðun um það eftir páska hvort Ólafur Ólafsson fjárfestir fær fund með nefndinni tjá sig um einkavæðingu Búnaðarbankans sem gerð var fyrir tæpum 15 árum, en Ólafur óskaði eftir slíkum fundi í gær. 13. apríl 2017 15:51 Rannsóknarnefnd Alþingis: Aðkoma Hauck & Aufhäuser aðeins til málamynda við kaup á Búnaðarbanka Þátttaka þýska bankans Hauck & Aufhäuser að kaupum á 45,8% hlut ríkisins í Búnaðarbanka var „aðeins til málamynda“. Kaupin voru fjármögnuð í gegnum aflandsfélag á vegum Kaupþings. 27. mars 2017 04:00 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Segir erfitt fyrir FME að koma í veg fyrir aðra lundafléttu Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, telur að við söluna á Arion geti reynst erfitt að verjast baksamkomulagi sem er vel skipulagt og falið líkt og við söluna á Búnaðarbankanum. 5. apríl 2017 06:00
Ólafur Ólafsson óskaði formlega eftir fundi á föstudaginn Ólafur Ólafsson, athafnamaður og stærsti eigandi Samskipa, hefur sent stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis formlegt erindi og óskað eftir að fá að mæta á fund hennar. 4. maí 2017 07:00
Sjá til hvað Ólafur hafi fram að færa sem hann hafi ekki tjáð rannsóknarnefndinni Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis tekur ákvörðun um það eftir páska hvort Ólafur Ólafsson fjárfestir fær fund með nefndinni tjá sig um einkavæðingu Búnaðarbankans sem gerð var fyrir tæpum 15 árum, en Ólafur óskaði eftir slíkum fundi í gær. 13. apríl 2017 15:51
Rannsóknarnefnd Alþingis: Aðkoma Hauck & Aufhäuser aðeins til málamynda við kaup á Búnaðarbanka Þátttaka þýska bankans Hauck & Aufhäuser að kaupum á 45,8% hlut ríkisins í Búnaðarbanka var „aðeins til málamynda“. Kaupin voru fjármögnuð í gegnum aflandsfélag á vegum Kaupþings. 27. mars 2017 04:00