WannaCry: Vírusar sem virka Samúel Karl Ólason skrifar 15. maí 2017 12:30 Það sem gerir WannaCry sérstaklega skæðan, er að einungis einn aðili þarf að falla fyrir honum. Smitast ein tölva í tölvukerfi, dreifist vírusinn á allar tölvur í kerfinu. Vísir/AFP Öryggissérfræðingar vinna nú hörðum höndum að því að reyna að finna sökudólgana í tölvuárásinni sem læsti hundruðum þúsunda tölva um helgina. Hakkararnir notuðust við tól sem var stolið frá Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna, NSA, og birt á netinu. Með þessu tóli tókst þeim að dreifa vírusnum WannaCry (hann gengur einnig undir öðrum nöfnum) um allan heim. Vírusinn hefur fundist í um 150 löndum, en svo virðist sem að tekist hafi að stöðva, eða draga verulega úr, dreifingu vírussins um helgina. Europol segir sýkingum ekki hafa fjölgað verulega við byrjun vinnuvikunnar í Evrópu.Helstu áhrif árásarinnar.Vísir/GRaphicnewsÍ samtali við AP fréttaveituna segir sérfræðingurinn Tim Wellsmore að ekki sé sérstaklega búist við því að um stóran hóp hakkara sé að ræða. Þess í stað er talið að smár hópur hafi einfaldlega verið heppinn og vírusinn hafi dreifst af miklum hraða um heiminn allan. Þá segir á vef Guardian að færri en hundrað hafi greitt lausnargjaldið sem fórnarlömbum vírussins er gert að greiða til að opna tölvur sínar aftur. Vírusnum hefur verið dreift með tölvupóstum og notar hann öryggisgalla í Windows stýrikerfinu. Þó gaf Microsoft út svokallaðan plástur fyrr á árinu sem lagaði þennan galla. Nú um helgina gaf fyrirtækið út nýjan plástur til að verja eldri stýrikerfi. Tölvueigendum hefur verið bent á að uppfæra stýrikerfi sín og þá sérstaklega þeir sem notast við eldri útgáfur eins og Windows XP. Fólki hefur einnig verið bent á að fara varlega við að opna fylgiskjöl og hlekki sem berast í tölvupóstum.Vinsælar og árangursríkar árásir Það sem gerir WannaCry sérstaklega skæðan, er að einungis einn aðili þarf að falla fyrir honum. Smitast ein tölva í tölvukerfi, dreifist vírusinn á allar tölvur í kerfinu. Samkvæmt þeim skilaboðum sem vírusinn skilur eftir sig, getur lausnargjaldið tvöfaldast á næstu dögum og gæti hann jafnvel farið að eyða skjölum úr sýktum tölvum. Sérfræðingar segja að vírusar eins og WannaCry séu mjög algengir. Þessi hafi orðið mjög umræddur vegna þess hve hratt og víða hann dreifðist en öryggisfyrirtæki takist á við svona vírusa, sem ganga undir nafninu Ransomware, á degi hverjum. Þá segja þeir ástæðuna fyrir vinsældum þeirra vera einfalda. Þeir virka og hakkarar geta grætt mikið á þeim. Þar að auki er erfitt að rannsaka þessa glæpi og komast á snoðir um hverjir framkvæma þá.Útskýring AFP What is the WannaCry ransomware and how were cyber-criminals able to seize control of more than 200,000 computers? pic.twitter.com/UtCsT6N3NJ— AFP news agency (@AFP) May 15, 2017 Leiðbeiningar Europol How to prevent a #ransomware attack? See #WannaCry additional prevention advice on https://t.co/3HIV2MNttQ #NeverPay #Nomoreransom pic.twitter.com/ScTi5tG1gk— Europol (@Europol) May 15, 2017 What is #ransomware? Find out more about how you can prevent and report it: https://t.co/3HIV2MNttQ. #NoMoreRansom #NeverPay @EC3Europol pic.twitter.com/ey8I0K8NpP— Europol (@Europol) May 13, 2017 Tölvuárásir Tengdar fréttir Svona á að bregðast við tölvuárás Póst og fjarskiptastofnun hefur gefið út tilkynningu vegna tölvuárásanna. 14. maí 2017 17:00 Búast við fleiri tölvuárásum á morgun Hrafnkell Viðar Gíslason forstjóri Póst og fjarskiptastofnunnar, segir að ein tilkynning hafi borist þar sem um slíka árás gæti verið að ræða. 14. maí 2017 20:43 Forstjóri Póst-og fjarskiptastofnunar: Gagnagíslatökur komnar til að vera Póst-og fjarskiptastofnun hefur enn sem komið er ekki staðfest veirusmit í neinni tölvu hérlendis að sögn Hrafnkels V. Gíslasonar, forstjóra stofnunarinnar. Gagnagíslatökur séu hins vegar komnar til að vera og fólk þurfi að hafa varann á. 15. maí 2017 09:00 Alls óvíst að greiðsla tryggi að fólk fái gögnin sín til baka Sérfræðingar óttast frekari tölvuárásir í dag, en árásirnar hófust á föstudag og hafa náð til 200 þúsund tölva í að minnsta kosti 150 löndum. 15. maí 2017 07:00 Persónulegt áfall að lenda í tölvuþrjótum Skúli Gautason lenti í því að fá vírus í tölvu sína og lausnarkröfu. 15. maí 2017 10:35 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Öryggissérfræðingar vinna nú hörðum höndum að því að reyna að finna sökudólgana í tölvuárásinni sem læsti hundruðum þúsunda tölva um helgina. Hakkararnir notuðust við tól sem var stolið frá Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna, NSA, og birt á netinu. Með þessu tóli tókst þeim að dreifa vírusnum WannaCry (hann gengur einnig undir öðrum nöfnum) um allan heim. Vírusinn hefur fundist í um 150 löndum, en svo virðist sem að tekist hafi að stöðva, eða draga verulega úr, dreifingu vírussins um helgina. Europol segir sýkingum ekki hafa fjölgað verulega við byrjun vinnuvikunnar í Evrópu.Helstu áhrif árásarinnar.Vísir/GRaphicnewsÍ samtali við AP fréttaveituna segir sérfræðingurinn Tim Wellsmore að ekki sé sérstaklega búist við því að um stóran hóp hakkara sé að ræða. Þess í stað er talið að smár hópur hafi einfaldlega verið heppinn og vírusinn hafi dreifst af miklum hraða um heiminn allan. Þá segir á vef Guardian að færri en hundrað hafi greitt lausnargjaldið sem fórnarlömbum vírussins er gert að greiða til að opna tölvur sínar aftur. Vírusnum hefur verið dreift með tölvupóstum og notar hann öryggisgalla í Windows stýrikerfinu. Þó gaf Microsoft út svokallaðan plástur fyrr á árinu sem lagaði þennan galla. Nú um helgina gaf fyrirtækið út nýjan plástur til að verja eldri stýrikerfi. Tölvueigendum hefur verið bent á að uppfæra stýrikerfi sín og þá sérstaklega þeir sem notast við eldri útgáfur eins og Windows XP. Fólki hefur einnig verið bent á að fara varlega við að opna fylgiskjöl og hlekki sem berast í tölvupóstum.Vinsælar og árangursríkar árásir Það sem gerir WannaCry sérstaklega skæðan, er að einungis einn aðili þarf að falla fyrir honum. Smitast ein tölva í tölvukerfi, dreifist vírusinn á allar tölvur í kerfinu. Samkvæmt þeim skilaboðum sem vírusinn skilur eftir sig, getur lausnargjaldið tvöfaldast á næstu dögum og gæti hann jafnvel farið að eyða skjölum úr sýktum tölvum. Sérfræðingar segja að vírusar eins og WannaCry séu mjög algengir. Þessi hafi orðið mjög umræddur vegna þess hve hratt og víða hann dreifðist en öryggisfyrirtæki takist á við svona vírusa, sem ganga undir nafninu Ransomware, á degi hverjum. Þá segja þeir ástæðuna fyrir vinsældum þeirra vera einfalda. Þeir virka og hakkarar geta grætt mikið á þeim. Þar að auki er erfitt að rannsaka þessa glæpi og komast á snoðir um hverjir framkvæma þá.Útskýring AFP What is the WannaCry ransomware and how were cyber-criminals able to seize control of more than 200,000 computers? pic.twitter.com/UtCsT6N3NJ— AFP news agency (@AFP) May 15, 2017 Leiðbeiningar Europol How to prevent a #ransomware attack? See #WannaCry additional prevention advice on https://t.co/3HIV2MNttQ #NeverPay #Nomoreransom pic.twitter.com/ScTi5tG1gk— Europol (@Europol) May 15, 2017 What is #ransomware? Find out more about how you can prevent and report it: https://t.co/3HIV2MNttQ. #NoMoreRansom #NeverPay @EC3Europol pic.twitter.com/ey8I0K8NpP— Europol (@Europol) May 13, 2017
Tölvuárásir Tengdar fréttir Svona á að bregðast við tölvuárás Póst og fjarskiptastofnun hefur gefið út tilkynningu vegna tölvuárásanna. 14. maí 2017 17:00 Búast við fleiri tölvuárásum á morgun Hrafnkell Viðar Gíslason forstjóri Póst og fjarskiptastofnunnar, segir að ein tilkynning hafi borist þar sem um slíka árás gæti verið að ræða. 14. maí 2017 20:43 Forstjóri Póst-og fjarskiptastofnunar: Gagnagíslatökur komnar til að vera Póst-og fjarskiptastofnun hefur enn sem komið er ekki staðfest veirusmit í neinni tölvu hérlendis að sögn Hrafnkels V. Gíslasonar, forstjóra stofnunarinnar. Gagnagíslatökur séu hins vegar komnar til að vera og fólk þurfi að hafa varann á. 15. maí 2017 09:00 Alls óvíst að greiðsla tryggi að fólk fái gögnin sín til baka Sérfræðingar óttast frekari tölvuárásir í dag, en árásirnar hófust á föstudag og hafa náð til 200 þúsund tölva í að minnsta kosti 150 löndum. 15. maí 2017 07:00 Persónulegt áfall að lenda í tölvuþrjótum Skúli Gautason lenti í því að fá vírus í tölvu sína og lausnarkröfu. 15. maí 2017 10:35 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Svona á að bregðast við tölvuárás Póst og fjarskiptastofnun hefur gefið út tilkynningu vegna tölvuárásanna. 14. maí 2017 17:00
Búast við fleiri tölvuárásum á morgun Hrafnkell Viðar Gíslason forstjóri Póst og fjarskiptastofnunnar, segir að ein tilkynning hafi borist þar sem um slíka árás gæti verið að ræða. 14. maí 2017 20:43
Forstjóri Póst-og fjarskiptastofnunar: Gagnagíslatökur komnar til að vera Póst-og fjarskiptastofnun hefur enn sem komið er ekki staðfest veirusmit í neinni tölvu hérlendis að sögn Hrafnkels V. Gíslasonar, forstjóra stofnunarinnar. Gagnagíslatökur séu hins vegar komnar til að vera og fólk þurfi að hafa varann á. 15. maí 2017 09:00
Alls óvíst að greiðsla tryggi að fólk fái gögnin sín til baka Sérfræðingar óttast frekari tölvuárásir í dag, en árásirnar hófust á föstudag og hafa náð til 200 þúsund tölva í að minnsta kosti 150 löndum. 15. maí 2017 07:00
Persónulegt áfall að lenda í tölvuþrjótum Skúli Gautason lenti í því að fá vírus í tölvu sína og lausnarkröfu. 15. maí 2017 10:35