Hugsanlegt að netárásir hafi verið gerðar hérlendis Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 14. maí 2017 15:25 Hrafnkell biður fólk um að fylgja leiðbeiningunum áður en það mætir í vinnuna í fyrramálið. vísir/afp Vísbendingar eru um að netárásir hafi verið gerðar hér á landi síðastliðna daga, segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar. Ekki er vitað hvort um sé að ræða sömu árásir og gerðar hafa verið víða um heim en þær hafa nú náð til 200 þúsund tölva í 150 löndum. „Við höfum ekki fengið staðfesta tilkynningu um að tölvur hérlendis hafi orðið fyrir þessari árás. En við höfum vísbendingar um sýkingar hérlendis, en það er óstaðfest. Það þýðir samt ekki að það séu ekki sýkingar – bara að við höfum ekki fengið þær,“ segir Hrafnkell.Fólk fylgi leiðbeiningunum strax Hrafnkell segir að málið sé í rannsókn og að send verði út fréttatilkynning vegna málsins síðar í dag. „Við erum að reyna að grafa okkur til botns í þessu til þess að fá skýrari mynd á hvaða veikleiki það er sem er nýttur til að dreifa vírusnum en við erum í samstarfi við erlenda aðila varðandi þau mál,“ segir Hrafnkell. Þá verði í framhaldinu sendar út uppfærðar leiðbeiningar um hvernig bregðast skuli við yfirvofandi hættu. „Þetta eru ákveðnar leiðbeiningar sem við mælum með að verði gerðar í fyrramálið – eða áður en fólk mætir í vinnuna.“Útbreiðsluhraðinn mikill Fram kemur á vefsíðu netöryggissveitar að um sé að ræða svokallaðan „WannaCry“ spillikóða sem nýti sér ákveðna veikleika. Árásin sé sérstaklega varasöm þar sem hún dreifi sér sjálfvirkt milli véla (ormur) á netlagi en flestar gíslatökuárásir hafa til þessa verið gerðar með tölvupósti og/eða spilltum vefsíðum. Útbreiðsluhraðinn hafi því verið verulega meiri en í fyrri árásum sem geri þessa mun skæðari. „Vísbendingar hafa borist um tiltölulega fáar sýktar vélar hérlendis en enn sem komið er hafa okkur ekki borist tilkynningar um árásir frá fórnarlömbum,“ segir á vefsíðunni. Ógnin herjar á Microsoft Windows stýrikerfi. Hún nýtir sér þekktan veikleika í SMB kerfinu (MS17-010) sem hefur þegar verið lagfærður af Microsoft. Svo virðist sem veikleikinn sé bundinn við útgáfur fyrir Windows 10 en engu að síður er mælt með að uppfæra allar vélar sem keyra Microsoft Windows stýrikerfi.Ógnin fari vaxandi Tölvuárásin hófst á föstudag. Óttast er að hún sé mun umfangsmeiri en áður var talið og að það muni koma í ljós í fyrramálið. Stjórnandi hjá Europol segir að allar líkur séu á að ógnin fari vaxandi og þá hafa öryggissérfræðingar varað við því að önnur árás sé yfirvofandi, auk þess sem hún gæti verið óstöðvandi. Árásin hefur haft hvað mest áhrif í Bretlandi og Rússlandi en áhrifa hennar hefur gætt víða um heim. Tölvuárásir Tengdar fréttir Ólíklegt að Ísland sleppi við netárásirnar Tölvuárásin sem hófst á föstudag hefur náð til tvö hundruð þúsund tölva í hundrað og fimmtíu löndum. 14. maí 2017 13:30 Bilun í tölvupóstkerfi Símans í nótt ótengd netárásunum Tæplega sautján klukkustunda bilun. 13. maí 2017 13:45 Ekki vitað til þess að Íslendingar hafi orðið fyrir tölvuárásinni Umfangsmikil netárás var gerð í 99 löndum í gær. 13. maí 2017 11:52 Þetta vitum við um alþjóðlegu tölvuárásina Sérstakur hugbúnaður tók þúsundir tölva í 99 löndum í gíslingu í gær. 13. maí 2017 10:22 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Sjá meira
Vísbendingar eru um að netárásir hafi verið gerðar hér á landi síðastliðna daga, segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar. Ekki er vitað hvort um sé að ræða sömu árásir og gerðar hafa verið víða um heim en þær hafa nú náð til 200 þúsund tölva í 150 löndum. „Við höfum ekki fengið staðfesta tilkynningu um að tölvur hérlendis hafi orðið fyrir þessari árás. En við höfum vísbendingar um sýkingar hérlendis, en það er óstaðfest. Það þýðir samt ekki að það séu ekki sýkingar – bara að við höfum ekki fengið þær,“ segir Hrafnkell.Fólk fylgi leiðbeiningunum strax Hrafnkell segir að málið sé í rannsókn og að send verði út fréttatilkynning vegna málsins síðar í dag. „Við erum að reyna að grafa okkur til botns í þessu til þess að fá skýrari mynd á hvaða veikleiki það er sem er nýttur til að dreifa vírusnum en við erum í samstarfi við erlenda aðila varðandi þau mál,“ segir Hrafnkell. Þá verði í framhaldinu sendar út uppfærðar leiðbeiningar um hvernig bregðast skuli við yfirvofandi hættu. „Þetta eru ákveðnar leiðbeiningar sem við mælum með að verði gerðar í fyrramálið – eða áður en fólk mætir í vinnuna.“Útbreiðsluhraðinn mikill Fram kemur á vefsíðu netöryggissveitar að um sé að ræða svokallaðan „WannaCry“ spillikóða sem nýti sér ákveðna veikleika. Árásin sé sérstaklega varasöm þar sem hún dreifi sér sjálfvirkt milli véla (ormur) á netlagi en flestar gíslatökuárásir hafa til þessa verið gerðar með tölvupósti og/eða spilltum vefsíðum. Útbreiðsluhraðinn hafi því verið verulega meiri en í fyrri árásum sem geri þessa mun skæðari. „Vísbendingar hafa borist um tiltölulega fáar sýktar vélar hérlendis en enn sem komið er hafa okkur ekki borist tilkynningar um árásir frá fórnarlömbum,“ segir á vefsíðunni. Ógnin herjar á Microsoft Windows stýrikerfi. Hún nýtir sér þekktan veikleika í SMB kerfinu (MS17-010) sem hefur þegar verið lagfærður af Microsoft. Svo virðist sem veikleikinn sé bundinn við útgáfur fyrir Windows 10 en engu að síður er mælt með að uppfæra allar vélar sem keyra Microsoft Windows stýrikerfi.Ógnin fari vaxandi Tölvuárásin hófst á föstudag. Óttast er að hún sé mun umfangsmeiri en áður var talið og að það muni koma í ljós í fyrramálið. Stjórnandi hjá Europol segir að allar líkur séu á að ógnin fari vaxandi og þá hafa öryggissérfræðingar varað við því að önnur árás sé yfirvofandi, auk þess sem hún gæti verið óstöðvandi. Árásin hefur haft hvað mest áhrif í Bretlandi og Rússlandi en áhrifa hennar hefur gætt víða um heim.
Tölvuárásir Tengdar fréttir Ólíklegt að Ísland sleppi við netárásirnar Tölvuárásin sem hófst á föstudag hefur náð til tvö hundruð þúsund tölva í hundrað og fimmtíu löndum. 14. maí 2017 13:30 Bilun í tölvupóstkerfi Símans í nótt ótengd netárásunum Tæplega sautján klukkustunda bilun. 13. maí 2017 13:45 Ekki vitað til þess að Íslendingar hafi orðið fyrir tölvuárásinni Umfangsmikil netárás var gerð í 99 löndum í gær. 13. maí 2017 11:52 Þetta vitum við um alþjóðlegu tölvuárásina Sérstakur hugbúnaður tók þúsundir tölva í 99 löndum í gíslingu í gær. 13. maí 2017 10:22 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Sjá meira
Ólíklegt að Ísland sleppi við netárásirnar Tölvuárásin sem hófst á föstudag hefur náð til tvö hundruð þúsund tölva í hundrað og fimmtíu löndum. 14. maí 2017 13:30
Bilun í tölvupóstkerfi Símans í nótt ótengd netárásunum Tæplega sautján klukkustunda bilun. 13. maí 2017 13:45
Ekki vitað til þess að Íslendingar hafi orðið fyrir tölvuárásinni Umfangsmikil netárás var gerð í 99 löndum í gær. 13. maí 2017 11:52
Þetta vitum við um alþjóðlegu tölvuárásina Sérstakur hugbúnaður tók þúsundir tölva í 99 löndum í gíslingu í gær. 13. maí 2017 10:22