Þetta vitum við um alþjóðlegu tölvuárásina Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. maí 2017 10:22 Tölvuárásin var gerð í 99 löndum. Tölvuárásir voru gerðar víðsvegar um heim í gær og var hugbúnaður notaður til þess að taka þúsundir tölva í gíslingu. Árásirnar hafa nú þegar haft áhrif á líf þúsunda. Breska heilbrigðiskerfið, NHS, hefur meðal annars verið í lamasessi vegna árásinnar.Sjá einnig: Netþrjótar yfirtóku tugi þúsunda tölva Þetta vitum við um tölvuárásirnar og hefur verið tekið saman á vef Guardian:Árásin hófst í gær, föstudag og má rekja til hóps sem kallar sig Shadow Brokers. Í síðasta mánuði láku þeir á netið forriti sem á rætur sínar að rekja til NSA, þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna og hafa nýtt það við þessa árás.Hugbúnaðurinn sem notaður er læsir tölvum notenda og er þess krafist að notendur reiði fram 300 dollara í hinum rafræna miðli BitCoin, andvirði rúmlega 30 þúsund íslenskra króna, til þess að leysa tölvuna sína úr viðjum gíslatökuhugbúnaðarins. Um er að ræða netárás af áður óþekktri stærðargráðu. Greint hefur verið frá því að tölvuárásin hafi verið gerð í að minnsta kosti 99 löndum. Fregnir herma að flestar tölvur hafi sýkst í Rússlandi, Úkraínu, Indlandi og Tælandi. Nokkra daga mun taka að meta skaðann og umfang afleiðinga af árásinni. Greint hefur verið frá því að árásin hafi haft áhrif á starfsemi spítala, skóla og háskóla í Asíu, í löndum líkt og Kína, Suður-Kóreu og Japan en enn er óljóst hve miklum skaða hún hefur valdið.Seðlabanki Rússlands hefur gefið út tilkynningu að reynt hafi verið að ráðast á hugbúnaðarkerfi rússneskra banka án árangurs. Þá hefur einnig verið gerð tilraun til tölvuárása á rússnesk samgöngufyrirtæki.Breskum öryggisfræðing hefur verið hampað sem hetju eftir að hafa keypt lén sem á að slökkva á hugbúnaðinum. Breskir spítalar hafa þurft að hætta við aðgerðir vegna árásarinnar, auk þess sem ekki hefur verið hægt að nálgast gögn um sjúklinga. Tölvuöryggismálastofnun Bretlands vinnur nú að því að koma kerfum aftur upp.Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að engin gögn um sjúklinga hafi tapast í hendur tölvuþrjótanna.Þúsundir sjúklinga í Englandi og Skotlandi hafa lent í vandræðum vegna árásarinnar og hafa meðal annars foreldrar nýfæddra barna ekki getað farið með þau heim á leið vegna þess að tölvukerfi hafa legið niðri. Innanríkisráðherra Bretlands, Amber Rudd, mun halda neyðarfund í ráðuneyti sínu vegna árásarinnar síðar í dag.Uppljóstrarinn Edward Snowden, segir að árásirnar séu algjörlega á ábyrgð NSA, sem hefðu getað losað sig við umræddan hugbúnað sem nýttur var til að ráðast á spítala, áður en hann komst undir hendur tölvuþrjóta. Flutningafyrirtækið FedEx hefur lýst því yfir að árásin hafi haft áhrif á starfsemi fyrirtækisins.Bílaframleiðandinn Renault varð einnig fyrir tölvuárás en starfsemi í verksmiðjm framleiðandans í Frakklandi og í Slóveníu hefur farið úr skorðum vegna hruns tölvukerfa.Microsoft hefur gefið út sérstakan hugbúnað fyrir Windows notendur til þess að verjast árásum.Microsoft releases #WannaCrypt protection for out-of-support products Windows XP, Windows 8, & Windows Server 2003: https://t.co/ZgINDXAdCj— Microsoft (@Microsoft) May 13, 2017 Tölvuárásir Tengdar fréttir Netþrjótar yfirtóku tugi þúsunda tölva Starfsemi stofnana og fyrirtækja víðsvegar um heim lamaðist í gær eftir að gíslatökuhugbúnaður (e. ransomware) skaut upp kollinum. Notendur lentu í því að ekki var hægt að nota tölvur nema gegn greiðslu lausnargjalds. 13. maí 2017 07:00 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Sjá meira
Tölvuárásir voru gerðar víðsvegar um heim í gær og var hugbúnaður notaður til þess að taka þúsundir tölva í gíslingu. Árásirnar hafa nú þegar haft áhrif á líf þúsunda. Breska heilbrigðiskerfið, NHS, hefur meðal annars verið í lamasessi vegna árásinnar.Sjá einnig: Netþrjótar yfirtóku tugi þúsunda tölva Þetta vitum við um tölvuárásirnar og hefur verið tekið saman á vef Guardian:Árásin hófst í gær, föstudag og má rekja til hóps sem kallar sig Shadow Brokers. Í síðasta mánuði láku þeir á netið forriti sem á rætur sínar að rekja til NSA, þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna og hafa nýtt það við þessa árás.Hugbúnaðurinn sem notaður er læsir tölvum notenda og er þess krafist að notendur reiði fram 300 dollara í hinum rafræna miðli BitCoin, andvirði rúmlega 30 þúsund íslenskra króna, til þess að leysa tölvuna sína úr viðjum gíslatökuhugbúnaðarins. Um er að ræða netárás af áður óþekktri stærðargráðu. Greint hefur verið frá því að tölvuárásin hafi verið gerð í að minnsta kosti 99 löndum. Fregnir herma að flestar tölvur hafi sýkst í Rússlandi, Úkraínu, Indlandi og Tælandi. Nokkra daga mun taka að meta skaðann og umfang afleiðinga af árásinni. Greint hefur verið frá því að árásin hafi haft áhrif á starfsemi spítala, skóla og háskóla í Asíu, í löndum líkt og Kína, Suður-Kóreu og Japan en enn er óljóst hve miklum skaða hún hefur valdið.Seðlabanki Rússlands hefur gefið út tilkynningu að reynt hafi verið að ráðast á hugbúnaðarkerfi rússneskra banka án árangurs. Þá hefur einnig verið gerð tilraun til tölvuárása á rússnesk samgöngufyrirtæki.Breskum öryggisfræðing hefur verið hampað sem hetju eftir að hafa keypt lén sem á að slökkva á hugbúnaðinum. Breskir spítalar hafa þurft að hætta við aðgerðir vegna árásarinnar, auk þess sem ekki hefur verið hægt að nálgast gögn um sjúklinga. Tölvuöryggismálastofnun Bretlands vinnur nú að því að koma kerfum aftur upp.Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að engin gögn um sjúklinga hafi tapast í hendur tölvuþrjótanna.Þúsundir sjúklinga í Englandi og Skotlandi hafa lent í vandræðum vegna árásarinnar og hafa meðal annars foreldrar nýfæddra barna ekki getað farið með þau heim á leið vegna þess að tölvukerfi hafa legið niðri. Innanríkisráðherra Bretlands, Amber Rudd, mun halda neyðarfund í ráðuneyti sínu vegna árásarinnar síðar í dag.Uppljóstrarinn Edward Snowden, segir að árásirnar séu algjörlega á ábyrgð NSA, sem hefðu getað losað sig við umræddan hugbúnað sem nýttur var til að ráðast á spítala, áður en hann komst undir hendur tölvuþrjóta. Flutningafyrirtækið FedEx hefur lýst því yfir að árásin hafi haft áhrif á starfsemi fyrirtækisins.Bílaframleiðandinn Renault varð einnig fyrir tölvuárás en starfsemi í verksmiðjm framleiðandans í Frakklandi og í Slóveníu hefur farið úr skorðum vegna hruns tölvukerfa.Microsoft hefur gefið út sérstakan hugbúnað fyrir Windows notendur til þess að verjast árásum.Microsoft releases #WannaCrypt protection for out-of-support products Windows XP, Windows 8, & Windows Server 2003: https://t.co/ZgINDXAdCj— Microsoft (@Microsoft) May 13, 2017
Tölvuárásir Tengdar fréttir Netþrjótar yfirtóku tugi þúsunda tölva Starfsemi stofnana og fyrirtækja víðsvegar um heim lamaðist í gær eftir að gíslatökuhugbúnaður (e. ransomware) skaut upp kollinum. Notendur lentu í því að ekki var hægt að nota tölvur nema gegn greiðslu lausnargjalds. 13. maí 2017 07:00 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Sjá meira
Netþrjótar yfirtóku tugi þúsunda tölva Starfsemi stofnana og fyrirtækja víðsvegar um heim lamaðist í gær eftir að gíslatökuhugbúnaður (e. ransomware) skaut upp kollinum. Notendur lentu í því að ekki var hægt að nota tölvur nema gegn greiðslu lausnargjalds. 13. maí 2017 07:00