Trump-tröllin í íslenska skálanum í Feneyjum vekja athygli Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. maí 2017 16:27 Egill með tröllunum Ugh og Boogar. mynd/kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar Íslenski skálinn á Feneyjartvíæringnum er nú þegar farinn að vekja athygli þrátt fyrir að listasýningin opni ekki formlega fyrr en á morgun. Síðustu daga hefur staðið yfir forsýning á tvíæringnum en Egill Sæbjörnsson er listamaðurinn sem ber ábyrgð á íslenska skálanum. Ítarlega er fjallað um Egil og verk hans á tvíæringnum í grein á The Guardian í dag. Þar segir að Egill hafi ákveðið að eftirláta tröllunum Ugh og Boogar að taka yfir íslenska skálann. Tröllin eru skáldlegar verur sem hafa verið hluti af lífi Egils í áratug og eru samkvæmt honum mjög ill í skapinu auk þess sem þau borða fólk. „Það er erfitt. Stundum kem ég til baka í stúdíóið og þá liggja brjóst af dauðu fólki úti um allt,“ segir Egill í samtali við The Guardian. Þegar tröllin heyrðu síðan af því að hann ætti að sjá um íslenska skálann á Feneyjartvíæringnum urðu þau mjög öfundsjúk og kröfðust þess að hann myndi láta þeim eftir skálann. Skálinn samanstendur af tveimur þriggja hæða mannvirkjum sem hvort um sig mynda höfuð Ugh og Boogar. Gestir geta gengið inn og upp um höfuðin en út úr þeim standa tvö stór nef. Vídjólistaverkum er síðan varpað á þessi mannvirki svo þau lifna við og verða að tröllaandlitum. Þau hreyfa sig, anda og tala um það á sín á milli hvaða ferðamenn í Feneyjum eru girnilegastir til að borða. Í grein Guardian eru tröllin kölluð Trump-tröll þar sem að andlitum þeirra Donald Trump, Bandaríkjaforseta, og Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands. Grein Guardian má lesa hér en ítarlega verður rætt við Egil í helgarblaði Fréttablaðsins á morgun. Mest lesið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Íslenski skálinn á Feneyjartvíæringnum er nú þegar farinn að vekja athygli þrátt fyrir að listasýningin opni ekki formlega fyrr en á morgun. Síðustu daga hefur staðið yfir forsýning á tvíæringnum en Egill Sæbjörnsson er listamaðurinn sem ber ábyrgð á íslenska skálanum. Ítarlega er fjallað um Egil og verk hans á tvíæringnum í grein á The Guardian í dag. Þar segir að Egill hafi ákveðið að eftirláta tröllunum Ugh og Boogar að taka yfir íslenska skálann. Tröllin eru skáldlegar verur sem hafa verið hluti af lífi Egils í áratug og eru samkvæmt honum mjög ill í skapinu auk þess sem þau borða fólk. „Það er erfitt. Stundum kem ég til baka í stúdíóið og þá liggja brjóst af dauðu fólki úti um allt,“ segir Egill í samtali við The Guardian. Þegar tröllin heyrðu síðan af því að hann ætti að sjá um íslenska skálann á Feneyjartvíæringnum urðu þau mjög öfundsjúk og kröfðust þess að hann myndi láta þeim eftir skálann. Skálinn samanstendur af tveimur þriggja hæða mannvirkjum sem hvort um sig mynda höfuð Ugh og Boogar. Gestir geta gengið inn og upp um höfuðin en út úr þeim standa tvö stór nef. Vídjólistaverkum er síðan varpað á þessi mannvirki svo þau lifna við og verða að tröllaandlitum. Þau hreyfa sig, anda og tala um það á sín á milli hvaða ferðamenn í Feneyjum eru girnilegastir til að borða. Í grein Guardian eru tröllin kölluð Trump-tröll þar sem að andlitum þeirra Donald Trump, Bandaríkjaforseta, og Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands. Grein Guardian má lesa hér en ítarlega verður rætt við Egil í helgarblaði Fréttablaðsins á morgun.
Mest lesið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira