Kvartett sem sjaldan hefur komið fram opinberlega Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 11. maí 2017 09:45 Kvartett Einars Scheving hefur á að skipa einvalaliði. „Kvartett Einars Scheving hefur leik í Hannesarholti við Grundarstíg í kvöld klukkan átta. „Við erum að æfa,“ sagði Einar síðdegis í gær þegar hann tók upp símann. Þessir „við“ eru auk hans píanóleikarinn Eyþór Gunnarsson, saxófónleikarinn Óskar Guðjónsson og bassaleikarinn Skúli Sverrisson. Sjálfur leikur Einar á trommur og slagverk. Svo er efnið líka að langmestu leyti eftir hann, sumt glænýtt, annað af plötunum Cycles, Land míns föður og Intervals sem hafa komið út með kvartettinum. Þær hafa allar fengið frábæra dóma, bæði hér á landi og erlendis og Einar fékk meira að segja Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir tvær þeirra.„Nú ætlum við að gefa í,“ segir Einar. Fréttablaðið/StefánEinar kveðst fyrst hafa hóað kvartettinum saman árið 2006. Þó hefur sveitin ótrúlega sjaldan komið fram svo þessir tónleikar í Hannesarholti eru talsverður viðburður. „Það var í raun ekki fyrr en á útgáfutónleikum þegar Intervals, nýjasta platan okkar, kom út 2015 sem við spiluðum opinberlega, einhverjum níu árum eftir að samstarfið hófst. Við gerðum nokkrar heiðarlegar tilraunir en það var svo mikið að gera hjá öllum, bæði hér á landi á erlendis. Svo ætlum við að bæta í núna,“ segir hann og viðurkennir að kvartettinn stefni á landvinninga erlendis. Menning Mest lesið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Fleiri fréttir „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
„Kvartett Einars Scheving hefur leik í Hannesarholti við Grundarstíg í kvöld klukkan átta. „Við erum að æfa,“ sagði Einar síðdegis í gær þegar hann tók upp símann. Þessir „við“ eru auk hans píanóleikarinn Eyþór Gunnarsson, saxófónleikarinn Óskar Guðjónsson og bassaleikarinn Skúli Sverrisson. Sjálfur leikur Einar á trommur og slagverk. Svo er efnið líka að langmestu leyti eftir hann, sumt glænýtt, annað af plötunum Cycles, Land míns föður og Intervals sem hafa komið út með kvartettinum. Þær hafa allar fengið frábæra dóma, bæði hér á landi og erlendis og Einar fékk meira að segja Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir tvær þeirra.„Nú ætlum við að gefa í,“ segir Einar. Fréttablaðið/StefánEinar kveðst fyrst hafa hóað kvartettinum saman árið 2006. Þó hefur sveitin ótrúlega sjaldan komið fram svo þessir tónleikar í Hannesarholti eru talsverður viðburður. „Það var í raun ekki fyrr en á útgáfutónleikum þegar Intervals, nýjasta platan okkar, kom út 2015 sem við spiluðum opinberlega, einhverjum níu árum eftir að samstarfið hófst. Við gerðum nokkrar heiðarlegar tilraunir en það var svo mikið að gera hjá öllum, bæði hér á landi á erlendis. Svo ætlum við að bæta í núna,“ segir hann og viðurkennir að kvartettinn stefni á landvinninga erlendis.
Menning Mest lesið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Fleiri fréttir „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira