Einkamál Tækniskólans Guðríður Arnardóttir skrifar 10. maí 2017 10:45 Félag framhaldsskólakennara, eins og stéttarfélög kennara um allan heim, hefur tekið sér stöðu gegn einkavæðingu í menntakerfinu. Nú nýlega kom upp á yfirborðið flétta sem hefur verið ofin síðustu mánuði þar sem til stendur að færa Fjölbrautaskólann við Ármúla undir hatt Tækniskólans, skóla atvinnulífsins. Einkavæðing eða einkarekstur? Nú snýst orðhengilshátturinn um hvort verið sé að einkavæða opinbera stofnun eða bara fela einkaaðila rekstur hennar. Ástæða er til að taka fram að í Tækniskólanum starfa bæði stjórnendur og starfsfólk af heilindum og beinist gagnrýni mín ekki að innihaldinu heldur forminu. Tækniskólinn er eignarhaldsfélag. Hann er einkarekinn og rekstrarfélagið er í eigu samtaka á almennum markaði og skipa fulltrúar þeirra stjórn skólans. Einkarekstur heitir það og einkarekstur er það. En Tækniskólinn er algjörlega háður fjárframlögum frá hinu opinbera. Nákvæmlega sama krónutala fylgir hverjum nemanda samkvæmt reiknilíkani menntamálaráðuneytisins eins og til annarra framhaldsskóla landsins. Þegar Félag framhaldsskólakennara gerir kjarasamninga fyrir hönd kennara við skólann eru samningar opinberu skólanna speglaðir nánast óbreyttir. Þótt eigendur Tækniskólans hafi lagt fram stofnfé til skólans í upphafi hefur ekkert farið fyrir framlögum þeirra síðasta áratuginn. Fjárhagslegur ávinningur er því enginn fyrir hið opinbera af einkavæðingunni fyrir starfsemi skólans. En það átta sig ekki allir á því að með því að færa skólann til einkaaðila fellur starfsemi hans utan þess ramma og reglna sem gilda um málsmeðferð einstaklinga hjá hinu opinbera. Hið opinbera hefur nefnilega þær skyldur samkvæmt lögum að koma fram við þegna sína málefnalega, af sanngirni og af hlutleysi. Slíkt er rammað inn með stjórnsýslulögum nr. 27/1993. En í einkareknum skóla geta til dæmis hvorki nemendur né kennarar leitað réttar síns til Umboðsmanns Alþingis, telji þeir á sér brotið. Ef svo ber undir, þurfa þeir að leita til almennra dómstóla til að láta reyna á rétt sinn. Margir munu hika við það sökum þess hversu seinlegt það er og kostnaðarsamt. Við skólann starfa stjórnendur án þess að hafa til þess tilskylda menntun og leyfisbréf samkvæmt lögum um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda en við ráðningu í stjórnunarstörf við framhaldsskóla skal umsækjandi hafa starfsheitið framhaldsskólakennari og viðbótarmenntun í stjórnun eða kennslureynslu á framhaldsskólastigi. Enn hafa ekki verið færð nein sannfærandi rök fyrir því að færa rekstur Fjölbrautaskólans við Ármúla til einkaaðila. Sé ástæðan hagræðing og sparnaður mætti allt eins sameina Fjölbrautaskólann við Ármúla við Fjölbrautaskólann í Breiðholti, Borgarholtsskóla eða Menntaskólann við Sund sem líka eru ríkisreknir skólar. Hér virðist því ekkert liggja til grundvallar annað en einkavæðing þar sem hið opinbera skirrist við ábyrgð sinni og skjólstæðingar skólans, bæði nemendur og starfsfólk, standa eftir með lakari réttindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Félag framhaldsskólakennara, eins og stéttarfélög kennara um allan heim, hefur tekið sér stöðu gegn einkavæðingu í menntakerfinu. Nú nýlega kom upp á yfirborðið flétta sem hefur verið ofin síðustu mánuði þar sem til stendur að færa Fjölbrautaskólann við Ármúla undir hatt Tækniskólans, skóla atvinnulífsins. Einkavæðing eða einkarekstur? Nú snýst orðhengilshátturinn um hvort verið sé að einkavæða opinbera stofnun eða bara fela einkaaðila rekstur hennar. Ástæða er til að taka fram að í Tækniskólanum starfa bæði stjórnendur og starfsfólk af heilindum og beinist gagnrýni mín ekki að innihaldinu heldur forminu. Tækniskólinn er eignarhaldsfélag. Hann er einkarekinn og rekstrarfélagið er í eigu samtaka á almennum markaði og skipa fulltrúar þeirra stjórn skólans. Einkarekstur heitir það og einkarekstur er það. En Tækniskólinn er algjörlega háður fjárframlögum frá hinu opinbera. Nákvæmlega sama krónutala fylgir hverjum nemanda samkvæmt reiknilíkani menntamálaráðuneytisins eins og til annarra framhaldsskóla landsins. Þegar Félag framhaldsskólakennara gerir kjarasamninga fyrir hönd kennara við skólann eru samningar opinberu skólanna speglaðir nánast óbreyttir. Þótt eigendur Tækniskólans hafi lagt fram stofnfé til skólans í upphafi hefur ekkert farið fyrir framlögum þeirra síðasta áratuginn. Fjárhagslegur ávinningur er því enginn fyrir hið opinbera af einkavæðingunni fyrir starfsemi skólans. En það átta sig ekki allir á því að með því að færa skólann til einkaaðila fellur starfsemi hans utan þess ramma og reglna sem gilda um málsmeðferð einstaklinga hjá hinu opinbera. Hið opinbera hefur nefnilega þær skyldur samkvæmt lögum að koma fram við þegna sína málefnalega, af sanngirni og af hlutleysi. Slíkt er rammað inn með stjórnsýslulögum nr. 27/1993. En í einkareknum skóla geta til dæmis hvorki nemendur né kennarar leitað réttar síns til Umboðsmanns Alþingis, telji þeir á sér brotið. Ef svo ber undir, þurfa þeir að leita til almennra dómstóla til að láta reyna á rétt sinn. Margir munu hika við það sökum þess hversu seinlegt það er og kostnaðarsamt. Við skólann starfa stjórnendur án þess að hafa til þess tilskylda menntun og leyfisbréf samkvæmt lögum um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda en við ráðningu í stjórnunarstörf við framhaldsskóla skal umsækjandi hafa starfsheitið framhaldsskólakennari og viðbótarmenntun í stjórnun eða kennslureynslu á framhaldsskólastigi. Enn hafa ekki verið færð nein sannfærandi rök fyrir því að færa rekstur Fjölbrautaskólans við Ármúla til einkaaðila. Sé ástæðan hagræðing og sparnaður mætti allt eins sameina Fjölbrautaskólann við Ármúla við Fjölbrautaskólann í Breiðholti, Borgarholtsskóla eða Menntaskólann við Sund sem líka eru ríkisreknir skólar. Hér virðist því ekkert liggja til grundvallar annað en einkavæðing þar sem hið opinbera skirrist við ábyrgð sinni og skjólstæðingar skólans, bæði nemendur og starfsfólk, standa eftir með lakari réttindi.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun