Hér sést hvar vegirnir lagast mest á landinu Kristján Már Unnarsson skrifar 10. maí 2017 10:15 Framkvæmdir við Dýrafjarðargöng hefjast um næstu helgi en þau verða stærsta verkið í vegagerð á landinu á næstu árum. Þá styttist í að vegagerð um Berufjörð verði boðin út. Í spilaranum hér að ofan má sjá hvar á landinu verður unnið að mestu vegarbótum í ár. Það er nýbúið að skrifa undir nærri níu milljarða króna verksamning um Dýrafjarðargöng og laugardaginn 13. maí á svo að taka fyrstu skóflustungu Arnarfjarðarmegin, sem fagnað verður með málstofu á Hrafnseyri klukkan 13 og athöfn við Rauðsstaði klukkan 16, við fyrirhugaðan gangamunna tvo kílómetra norðan Mjólkárvirkjunar. Og það verður fleiri vegarbótum fagnað á Vestfjörðum í ár; sex kílómetra malbikskafla í sunnanverðum Patreksfirði og sjö kílómetra kafla á Ströndum, milli Steingrímsfjarðar og Bjarnarfjarðar. Norðlendingar fá sinn skammt af vegarbótum. Í Skagafirði verða lagðir fimm kílómetrar slitlags á Hegranesveg, að austanverðu. Í Vaðlaheiðargöngum er nýbúið að sprengja síðasta haftið og kannski fimmtán mánuðir í þau klárist. Þá verður haldið áfram með Dettifossveg. Leggja á bundið slitlag á átta kílómetra kafla og hefjast handa við annan fjögurra kílómetra langan og þegar þeim lýkur verða aðeins eftir um tíu kílómetra af þessari fimmtíu kílómetra vegagerð. Frá lagningu Dettifossvegar um Ásheiði, en þar er ekið milli Ásbyrgis og Hljóðakletta.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Á Austfjörðum hyllir undir verklok í Norðfjarðargöngum en áætlað er þau verði opnuð umferð þann 1. september, eftir fjóra mánuði. Og svo eru það tvö stórverk sem náðust í gegn með samstöðu heimamanna síðla vetrar, Berufjarðarbotn og Hornafjarðarbrú. Lokaáfanginn á hringveginum um Berufjörð verður boðinn út síðar í þessum mánuði og smíði nýrrar brúar yfir Hornafjarðarfljót verður boðin út í haust, samkvæmt upplýsingum vegamálastjóra. Þá verður smíði nýrrar brúar yfir Eldvatn hjá Ásum boðin út í sumar í stað þeirrar sem eyðilagðist í hamfarahlaupinu í Skaftá haustið 2015. Í uppsveitum Árnessýslu verða tveir fjölfarnir sveitavegir malbikaðir, Reykjavegur boðinn út í haust en þó ekki kláraður fyrr en árið 2020, og fimm kílómetrar slitlags verða lagðir á Langholtsveg sunnan Flúða. Á Uxahryggjaveg bætast sextán kílómetrar slitlags norðan Þingvalla og fjórir kílómetrar í Lundareykjadal og lokið verður við að malbika veginn um Kjósaskarð. Stærsta verkið suðvestanlands eru svo Krýsuvíkurgatnamótin við Hafnarfjörð og þau eiga að verða tilbúin 1. nóvember, eftir aðeins sex mánuði. Fræðast má nánar um framkvæmdir ársins á yfirlitskorti Vegagerðarinnar. Vegagerð Tengdar fréttir Dofri bauð lægst í Dýrafjarðargöng Tékkneski verktakinn Metrostav og Suðurverk buðu lægst í Dýrafjarðargöng. Dofri Eysteinsson, forstjóri Suðurverks, vonast til að hefjast handa síðsumars. 24. janúar 2017 18:30 Svona er slóðinn sem heitir Dettifossvegur Íbúar við Öxarfjörð hafa brugðist hart við áformum stjórnvalda að fresta lagningu nýs Dettifossvegar. 2. júlí 2016 22:28 Barnafjölskyldan hengir ekki út þvott vegna þjóðvegaryks Níu manna fjölskylda á Austfjörðum, sem býr við hringveginn, getur ekki hengt þvott út á snúrur vegna þjóðvegaryks, 19. september 2016 19:45 Þessari brú er ætlað að standast stærstu Skaftárhlaup næstu aldir Tignarleg stálbogabrú verður reist yfir Eldvatn hjá Ásum, í stað þeirrar sem eyðilagðist í stærsta Skaftárhlaupi sögunnar, og vonar vegamálastjóri að sú nýja standist viðlíka hamfarahlaup næstu aldir. 22. janúar 2017 20:00 Leiðin Reykjavík-Ísafjörður 60 km styttri eftir átta ár Líklegt má telja að vesturleiðin svokallaða taki við af Djúpvegi sem aðalvegurinn milli Reykjavíkur og Ísafjarðar. 31. maí 2016 19:35 Nýja brúin sem lætur menn hossast minna í Hornafirði Hún verður önnur mesta stytting hringvegarins frá því Hvalfjarðargöng voru opnuð. 9. maí 2016 20:45 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Framkvæmdir við Dýrafjarðargöng hefjast um næstu helgi en þau verða stærsta verkið í vegagerð á landinu á næstu árum. Þá styttist í að vegagerð um Berufjörð verði boðin út. Í spilaranum hér að ofan má sjá hvar á landinu verður unnið að mestu vegarbótum í ár. Það er nýbúið að skrifa undir nærri níu milljarða króna verksamning um Dýrafjarðargöng og laugardaginn 13. maí á svo að taka fyrstu skóflustungu Arnarfjarðarmegin, sem fagnað verður með málstofu á Hrafnseyri klukkan 13 og athöfn við Rauðsstaði klukkan 16, við fyrirhugaðan gangamunna tvo kílómetra norðan Mjólkárvirkjunar. Og það verður fleiri vegarbótum fagnað á Vestfjörðum í ár; sex kílómetra malbikskafla í sunnanverðum Patreksfirði og sjö kílómetra kafla á Ströndum, milli Steingrímsfjarðar og Bjarnarfjarðar. Norðlendingar fá sinn skammt af vegarbótum. Í Skagafirði verða lagðir fimm kílómetrar slitlags á Hegranesveg, að austanverðu. Í Vaðlaheiðargöngum er nýbúið að sprengja síðasta haftið og kannski fimmtán mánuðir í þau klárist. Þá verður haldið áfram með Dettifossveg. Leggja á bundið slitlag á átta kílómetra kafla og hefjast handa við annan fjögurra kílómetra langan og þegar þeim lýkur verða aðeins eftir um tíu kílómetra af þessari fimmtíu kílómetra vegagerð. Frá lagningu Dettifossvegar um Ásheiði, en þar er ekið milli Ásbyrgis og Hljóðakletta.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Á Austfjörðum hyllir undir verklok í Norðfjarðargöngum en áætlað er þau verði opnuð umferð þann 1. september, eftir fjóra mánuði. Og svo eru það tvö stórverk sem náðust í gegn með samstöðu heimamanna síðla vetrar, Berufjarðarbotn og Hornafjarðarbrú. Lokaáfanginn á hringveginum um Berufjörð verður boðinn út síðar í þessum mánuði og smíði nýrrar brúar yfir Hornafjarðarfljót verður boðin út í haust, samkvæmt upplýsingum vegamálastjóra. Þá verður smíði nýrrar brúar yfir Eldvatn hjá Ásum boðin út í sumar í stað þeirrar sem eyðilagðist í hamfarahlaupinu í Skaftá haustið 2015. Í uppsveitum Árnessýslu verða tveir fjölfarnir sveitavegir malbikaðir, Reykjavegur boðinn út í haust en þó ekki kláraður fyrr en árið 2020, og fimm kílómetrar slitlags verða lagðir á Langholtsveg sunnan Flúða. Á Uxahryggjaveg bætast sextán kílómetrar slitlags norðan Þingvalla og fjórir kílómetrar í Lundareykjadal og lokið verður við að malbika veginn um Kjósaskarð. Stærsta verkið suðvestanlands eru svo Krýsuvíkurgatnamótin við Hafnarfjörð og þau eiga að verða tilbúin 1. nóvember, eftir aðeins sex mánuði. Fræðast má nánar um framkvæmdir ársins á yfirlitskorti Vegagerðarinnar.
Vegagerð Tengdar fréttir Dofri bauð lægst í Dýrafjarðargöng Tékkneski verktakinn Metrostav og Suðurverk buðu lægst í Dýrafjarðargöng. Dofri Eysteinsson, forstjóri Suðurverks, vonast til að hefjast handa síðsumars. 24. janúar 2017 18:30 Svona er slóðinn sem heitir Dettifossvegur Íbúar við Öxarfjörð hafa brugðist hart við áformum stjórnvalda að fresta lagningu nýs Dettifossvegar. 2. júlí 2016 22:28 Barnafjölskyldan hengir ekki út þvott vegna þjóðvegaryks Níu manna fjölskylda á Austfjörðum, sem býr við hringveginn, getur ekki hengt þvott út á snúrur vegna þjóðvegaryks, 19. september 2016 19:45 Þessari brú er ætlað að standast stærstu Skaftárhlaup næstu aldir Tignarleg stálbogabrú verður reist yfir Eldvatn hjá Ásum, í stað þeirrar sem eyðilagðist í stærsta Skaftárhlaupi sögunnar, og vonar vegamálastjóri að sú nýja standist viðlíka hamfarahlaup næstu aldir. 22. janúar 2017 20:00 Leiðin Reykjavík-Ísafjörður 60 km styttri eftir átta ár Líklegt má telja að vesturleiðin svokallaða taki við af Djúpvegi sem aðalvegurinn milli Reykjavíkur og Ísafjarðar. 31. maí 2016 19:35 Nýja brúin sem lætur menn hossast minna í Hornafirði Hún verður önnur mesta stytting hringvegarins frá því Hvalfjarðargöng voru opnuð. 9. maí 2016 20:45 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Dofri bauð lægst í Dýrafjarðargöng Tékkneski verktakinn Metrostav og Suðurverk buðu lægst í Dýrafjarðargöng. Dofri Eysteinsson, forstjóri Suðurverks, vonast til að hefjast handa síðsumars. 24. janúar 2017 18:30
Svona er slóðinn sem heitir Dettifossvegur Íbúar við Öxarfjörð hafa brugðist hart við áformum stjórnvalda að fresta lagningu nýs Dettifossvegar. 2. júlí 2016 22:28
Barnafjölskyldan hengir ekki út þvott vegna þjóðvegaryks Níu manna fjölskylda á Austfjörðum, sem býr við hringveginn, getur ekki hengt þvott út á snúrur vegna þjóðvegaryks, 19. september 2016 19:45
Þessari brú er ætlað að standast stærstu Skaftárhlaup næstu aldir Tignarleg stálbogabrú verður reist yfir Eldvatn hjá Ásum, í stað þeirrar sem eyðilagðist í stærsta Skaftárhlaupi sögunnar, og vonar vegamálastjóri að sú nýja standist viðlíka hamfarahlaup næstu aldir. 22. janúar 2017 20:00
Leiðin Reykjavík-Ísafjörður 60 km styttri eftir átta ár Líklegt má telja að vesturleiðin svokallaða taki við af Djúpvegi sem aðalvegurinn milli Reykjavíkur og Ísafjarðar. 31. maí 2016 19:35
Nýja brúin sem lætur menn hossast minna í Hornafirði Hún verður önnur mesta stytting hringvegarins frá því Hvalfjarðargöng voru opnuð. 9. maí 2016 20:45