Sagði andúð vinstri manna á einkarekstri í heilbrigðisþjónustu "furðulega skammsýni og pólitískt trúarofstæki“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. maí 2017 20:13 Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitamálaráðherra, í umræðunum í kvöld. vísir/stefán Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, ræddi meðal annars komu verslunarrisanna Costco og H&M hingað til lands í ræðu sinni á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. Hann sagði landsmenn nú horfa á ákveðna umbyltingu hér í verslun og sagði forpokuð sjónarmið koma frá þeim sem gagnrýndu komu þessara verslana. Þá sagði hann andúð vinstri manna á einkarekstri á ýmsum sviðum dæmi um „furðulega skammsýni og pólitískt trúarofstæki“ og nefndi einkarekstur í heilbrigðisþjónustu sérstaklega. „Við horfum þessa dagana á ákveðna umbyltingu í íslenskri verslun. Það hefur ekki farið framhjá neinum að erlent stórfyrirtæki opnaði nýlega verslun í Garðabæ og annað er á leiðinni hingað til lands. Hér á ég við Costco og H&M. Jafnvel að þótt heyrist gagnrýnisraddir hér úr þinginu og annars staðar í samfélaginu, þá er það engum vafa undirorpið að aukin samkeppni á smásölumarkaði ætti að verða íslenskum neytendum veruleg kjarabót. Og því ber að fagna og undrast um leið þau forpokuðu sjónarmið sem frá gagnrýnendum koma,“ sagði ráðherrann og bætti við að það væri engin tilviljun að fyrirtækin horfðu nú til Íslands og hæfu hér starfsemi.Niðurfelling tolla og vörugjalda hafi haft úrslitaáhrif á komu Costco og H&M „Það er engin tilviljun að þessi fyrirtæki horfa nú til Íslands og ákveða að hefja hér starfsemi. Hér hefur niðurfelling tolla og vörugjalda sem síðasta ríkisstjórn stóð fyrir, og var reyndar gagnrýnd hér á Alþingi af þáverandi minnihluta, haft úrslitaáhrif.“ Jón tók síðan annað dæmi um hina furðulegu skammsýni og hið pólitíska trúarofstæki og ræddi þá einkareksturinn. „Annað dæmi um furðulega skammsýni og pólitískt trúarofstæki er andúð vinstri manna á einkarekstri á ýmsum sviðum þar sem ríkið hefur verið ráðandi. Þetta á til að mynda við um ýmsa starfsemi á heilbrigðissviði. Hvaða vit er til dæmis í því að senda fólk til útlanda í liðsskiptaaðgerðir, á einkasjúkrahúsum svo því sé haldið til haga, með ærnum tilkostnaði, þegar hægt er að gera sömu aðgerðir ódýrar hér á landi?“ sagði Jón. Hann beindi því síðan til þingmanna að gæta að virðingu þingsins en undanfarin ár hafa kannanir ítrekað sýnt að almenningur ber litla virðingu og lítið traust til Alþingis. „Það er mikið rætt um að auka þurfi virðingu Alþingis. Og ekki er vanþörf á. Góð byrjun væri held ég að þingmenn temdu sér að gæta hófs og samkvæmni í málflutningi. Það er borin von að þingið nái að endurvinna traust á meðan talað er út og suður í sumum málum. Sem dæmi um það kemur það fram í einu virtasta tímariti í heimi á vettvangi heilbrigðismála og segir að í samanburði á tilteknum mælikvarða sé íslenskt heilbrigðiskerfi í 2. sæti í heiminum. Gefur þetta ekki tilefni til að staldra við í umræðum um stöðu heilbrigðismála á Íslandi? Ef marka má umræður ýmissa um heilbrigðismál mætti ætla að hér væri allt í kaldakoli. Það er tímabært að við hættum að tala okkur niður þó að við vitum að við eigum óleyst verkefni á ýmsum sviðum.“ Alþingi Tengdar fréttir Bein útsending: Eldhúsdagur á Alþingi Eldhúsdagur er á Alþingi í kvöld þegar almennar stjórnmálaumræður fara fram. Þingfundur hefst klukkan 19:35 og skiptast umræðurnar í þrjár umferðir. 29. maí 2017 18:45 Líkti fyrsta misseri ríkisstjórnarinnar við eftirpartý þar sem "húsráðandinn er ekki heima“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, var harðorð í garð valinna ráðherra ríkisstjórnarinnar í ræðu sinni á Eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Katrín líkti setu ríkisstjórnarinnar við dauflegt eftirpartý þar sem "húsráðandinn er ekki einu sinni heima. Hún sagði einnig margt geta betur farið í ýmsum málaflokkum. 29. maí 2017 19:58 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, ræddi meðal annars komu verslunarrisanna Costco og H&M hingað til lands í ræðu sinni á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. Hann sagði landsmenn nú horfa á ákveðna umbyltingu hér í verslun og sagði forpokuð sjónarmið koma frá þeim sem gagnrýndu komu þessara verslana. Þá sagði hann andúð vinstri manna á einkarekstri á ýmsum sviðum dæmi um „furðulega skammsýni og pólitískt trúarofstæki“ og nefndi einkarekstur í heilbrigðisþjónustu sérstaklega. „Við horfum þessa dagana á ákveðna umbyltingu í íslenskri verslun. Það hefur ekki farið framhjá neinum að erlent stórfyrirtæki opnaði nýlega verslun í Garðabæ og annað er á leiðinni hingað til lands. Hér á ég við Costco og H&M. Jafnvel að þótt heyrist gagnrýnisraddir hér úr þinginu og annars staðar í samfélaginu, þá er það engum vafa undirorpið að aukin samkeppni á smásölumarkaði ætti að verða íslenskum neytendum veruleg kjarabót. Og því ber að fagna og undrast um leið þau forpokuðu sjónarmið sem frá gagnrýnendum koma,“ sagði ráðherrann og bætti við að það væri engin tilviljun að fyrirtækin horfðu nú til Íslands og hæfu hér starfsemi.Niðurfelling tolla og vörugjalda hafi haft úrslitaáhrif á komu Costco og H&M „Það er engin tilviljun að þessi fyrirtæki horfa nú til Íslands og ákveða að hefja hér starfsemi. Hér hefur niðurfelling tolla og vörugjalda sem síðasta ríkisstjórn stóð fyrir, og var reyndar gagnrýnd hér á Alþingi af þáverandi minnihluta, haft úrslitaáhrif.“ Jón tók síðan annað dæmi um hina furðulegu skammsýni og hið pólitíska trúarofstæki og ræddi þá einkareksturinn. „Annað dæmi um furðulega skammsýni og pólitískt trúarofstæki er andúð vinstri manna á einkarekstri á ýmsum sviðum þar sem ríkið hefur verið ráðandi. Þetta á til að mynda við um ýmsa starfsemi á heilbrigðissviði. Hvaða vit er til dæmis í því að senda fólk til útlanda í liðsskiptaaðgerðir, á einkasjúkrahúsum svo því sé haldið til haga, með ærnum tilkostnaði, þegar hægt er að gera sömu aðgerðir ódýrar hér á landi?“ sagði Jón. Hann beindi því síðan til þingmanna að gæta að virðingu þingsins en undanfarin ár hafa kannanir ítrekað sýnt að almenningur ber litla virðingu og lítið traust til Alþingis. „Það er mikið rætt um að auka þurfi virðingu Alþingis. Og ekki er vanþörf á. Góð byrjun væri held ég að þingmenn temdu sér að gæta hófs og samkvæmni í málflutningi. Það er borin von að þingið nái að endurvinna traust á meðan talað er út og suður í sumum málum. Sem dæmi um það kemur það fram í einu virtasta tímariti í heimi á vettvangi heilbrigðismála og segir að í samanburði á tilteknum mælikvarða sé íslenskt heilbrigðiskerfi í 2. sæti í heiminum. Gefur þetta ekki tilefni til að staldra við í umræðum um stöðu heilbrigðismála á Íslandi? Ef marka má umræður ýmissa um heilbrigðismál mætti ætla að hér væri allt í kaldakoli. Það er tímabært að við hættum að tala okkur niður þó að við vitum að við eigum óleyst verkefni á ýmsum sviðum.“
Alþingi Tengdar fréttir Bein útsending: Eldhúsdagur á Alþingi Eldhúsdagur er á Alþingi í kvöld þegar almennar stjórnmálaumræður fara fram. Þingfundur hefst klukkan 19:35 og skiptast umræðurnar í þrjár umferðir. 29. maí 2017 18:45 Líkti fyrsta misseri ríkisstjórnarinnar við eftirpartý þar sem "húsráðandinn er ekki heima“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, var harðorð í garð valinna ráðherra ríkisstjórnarinnar í ræðu sinni á Eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Katrín líkti setu ríkisstjórnarinnar við dauflegt eftirpartý þar sem "húsráðandinn er ekki einu sinni heima. Hún sagði einnig margt geta betur farið í ýmsum málaflokkum. 29. maí 2017 19:58 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Bein útsending: Eldhúsdagur á Alþingi Eldhúsdagur er á Alþingi í kvöld þegar almennar stjórnmálaumræður fara fram. Þingfundur hefst klukkan 19:35 og skiptast umræðurnar í þrjár umferðir. 29. maí 2017 18:45
Líkti fyrsta misseri ríkisstjórnarinnar við eftirpartý þar sem "húsráðandinn er ekki heima“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, var harðorð í garð valinna ráðherra ríkisstjórnarinnar í ræðu sinni á Eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Katrín líkti setu ríkisstjórnarinnar við dauflegt eftirpartý þar sem "húsráðandinn er ekki einu sinni heima. Hún sagði einnig margt geta betur farið í ýmsum málaflokkum. 29. maí 2017 19:58
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent