Axel baunar á bronsmann: Reyndi að koma í veg fyrir að hann yrði valinn Íþróttamaður Seltjarnarness Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. maí 2017 14:15 Axel Kristinsson er ekki sáttur með Bjarna Friðriksson. vísir/gva/hag Júdókappinn Axel Kristinsson er ekki sáttur með vinnubrögð Bjarna Friðrikssonar, bronsverðlaunahafa á Ólympíuleikunum 1984 og framkvæmdastjóra Júdósamband Íslands, og segir að hann hafi reynt að koma í veg fyrir að hann yrði valinn Íþróttamaður Seltjarnarness. Fyrir mánuði síðan varð Axel Íslandsmeistari í júdó í sjötta sinn. Þrátt fyrir góðan árangur finnst Axel hann ekki vera „sérstaklega velkominn innan júdóheimsins lengur“, eins og hann skrifaði á Facebook í gær. Axel rifjar svo upp þegar hann var valinn Íþróttamaður Seltjarnarness 2015 og hvernig Júdósamband Íslands með Bjarna í broddi fylkingar reyndi að koma í veg fyrir það.Skyggði á gleðina „Þannig er mál með vexti að í fyrra var ég kosinn íþróttamaður ársins á Seltjarnarnesi og fannst mikill heiður að hafa fengið þá viðurkenningu. Það skyggði þó heldur betur á gleðina að Júdósamband Íslands og þá sérstaklega Bjarni Friðriksson í fararbroddi gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að koma í veg fyrir að ég hlyti titilinn,“ skrifar Axel. „Til þess að vera tilnefndur sem íþróttamaður ársins þá þarf nefnilega staðfestingu á tilnefningu frá félagi innan ÍSÍ. Mjölnir (ekki innan ÍSÍ) og Þráinn vinur minn tilnefndu mig fyrir að hafa orðið Norðurlandameistari í júdó 2015, hafa lent í þriðja sætinu í Evrópumeistaramótinu í BJJ sama ár ásamt því að verða Íslandsmeistari í sömu grein og fyrir að sinna barna- og unglingastarfi Mjölnis til lengri tíma. Þeir sendu því beiðni um staðfestingu á tilnefningunni til Bjarna og kom það heldur betur flatt upp á þá þegar svarið barst: Ekki fengist staðfesting fyrir tilnefningunni. Þetta fannst þeim skrítið þar sem það hlyti að teljast jákvætt fyrir júdó á Íslandi að fá tilfnefningu til íþróttamann ársins á Seltjarnarnesi.“ Axel segir að þetta hafi ekki verið einu afskipti Bjarna af málinu því hann hafi haft ítrekað samband við Íþrótta- og tómstundanefnd Seltjarnarness og reynt að leggja stein í götu hans. Axel segir að Bjarni hafi gert lítið úr afrekum hans og þar fram eftir götunum.Krakkarnir fengu ekki að keppa Axel rifjar einnig upp þegar hann ætlaði að senda krakkana sem hann þjálfar í Mjölni á vormót Júdósambands Íslands í fyrra. Hann segir að Bjarni hafi komið í veg fyrir það. „Ég undirbjó krakkana stíft í nokkrar vikur fyrir mótið og kenndi þeim regluverkið, talaði um íþróttina af virðingu og var orðinn virkilega spenntur að sjá þau spreyta sig. Kvöldið fyrir mótið fékk hins vegar tengiliður minn innan Ármanns póst frá Bjarna þar sem öllum krökkunum mínum var meinuð þátttaka á mótinu á þeim forsendum að ekkert þeirra væri með gula beltið. Okkur fannst þetta undarlegt þar sem fullt af keppendum væru skráðir til leiks með hvíta beltið. Þegar við spurðum út í það fengum við þær skýringar að þeir krakkar væru með hálf-gula beltið. Ég veit þó til margra tilvika þar sem Bjarni hefur skráð keppendur undir hærri gráðu heldur en þeir eru með í raun til þess að þeir væru gjaldgengir á mótum. Þar að auki kenni ég ítrekað júdó í mínum tímum og er ekki í nokkrum vafa á því að þau hefðu staðið sig vel. Ég var því fastur í þeim leiðinlegu aðstæðum að þurfa að hringja í alla krakkana kvöldið fyrir mót til þess að tilkynna þeim að þeim hefði verið meinuð þáttaka á mótnu, en ég var með um 15 þátttakendur skráða,“ skrifar Axel. Pistil Axels í heild sinni má lesa hér að neðan. Aðrar íþróttir Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Arnar kynnir hópinn fyrir örlagastund „Hann plataði mig algerlega“ Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Tom Brady klónaði uppáhaldshundinn sinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Kristófer Acox kallar sig glæpamann Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Sjá meira
Júdókappinn Axel Kristinsson er ekki sáttur með vinnubrögð Bjarna Friðrikssonar, bronsverðlaunahafa á Ólympíuleikunum 1984 og framkvæmdastjóra Júdósamband Íslands, og segir að hann hafi reynt að koma í veg fyrir að hann yrði valinn Íþróttamaður Seltjarnarness. Fyrir mánuði síðan varð Axel Íslandsmeistari í júdó í sjötta sinn. Þrátt fyrir góðan árangur finnst Axel hann ekki vera „sérstaklega velkominn innan júdóheimsins lengur“, eins og hann skrifaði á Facebook í gær. Axel rifjar svo upp þegar hann var valinn Íþróttamaður Seltjarnarness 2015 og hvernig Júdósamband Íslands með Bjarna í broddi fylkingar reyndi að koma í veg fyrir það.Skyggði á gleðina „Þannig er mál með vexti að í fyrra var ég kosinn íþróttamaður ársins á Seltjarnarnesi og fannst mikill heiður að hafa fengið þá viðurkenningu. Það skyggði þó heldur betur á gleðina að Júdósamband Íslands og þá sérstaklega Bjarni Friðriksson í fararbroddi gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að koma í veg fyrir að ég hlyti titilinn,“ skrifar Axel. „Til þess að vera tilnefndur sem íþróttamaður ársins þá þarf nefnilega staðfestingu á tilnefningu frá félagi innan ÍSÍ. Mjölnir (ekki innan ÍSÍ) og Þráinn vinur minn tilnefndu mig fyrir að hafa orðið Norðurlandameistari í júdó 2015, hafa lent í þriðja sætinu í Evrópumeistaramótinu í BJJ sama ár ásamt því að verða Íslandsmeistari í sömu grein og fyrir að sinna barna- og unglingastarfi Mjölnis til lengri tíma. Þeir sendu því beiðni um staðfestingu á tilnefningunni til Bjarna og kom það heldur betur flatt upp á þá þegar svarið barst: Ekki fengist staðfesting fyrir tilnefningunni. Þetta fannst þeim skrítið þar sem það hlyti að teljast jákvætt fyrir júdó á Íslandi að fá tilfnefningu til íþróttamann ársins á Seltjarnarnesi.“ Axel segir að þetta hafi ekki verið einu afskipti Bjarna af málinu því hann hafi haft ítrekað samband við Íþrótta- og tómstundanefnd Seltjarnarness og reynt að leggja stein í götu hans. Axel segir að Bjarni hafi gert lítið úr afrekum hans og þar fram eftir götunum.Krakkarnir fengu ekki að keppa Axel rifjar einnig upp þegar hann ætlaði að senda krakkana sem hann þjálfar í Mjölni á vormót Júdósambands Íslands í fyrra. Hann segir að Bjarni hafi komið í veg fyrir það. „Ég undirbjó krakkana stíft í nokkrar vikur fyrir mótið og kenndi þeim regluverkið, talaði um íþróttina af virðingu og var orðinn virkilega spenntur að sjá þau spreyta sig. Kvöldið fyrir mótið fékk hins vegar tengiliður minn innan Ármanns póst frá Bjarna þar sem öllum krökkunum mínum var meinuð þátttaka á mótinu á þeim forsendum að ekkert þeirra væri með gula beltið. Okkur fannst þetta undarlegt þar sem fullt af keppendum væru skráðir til leiks með hvíta beltið. Þegar við spurðum út í það fengum við þær skýringar að þeir krakkar væru með hálf-gula beltið. Ég veit þó til margra tilvika þar sem Bjarni hefur skráð keppendur undir hærri gráðu heldur en þeir eru með í raun til þess að þeir væru gjaldgengir á mótum. Þar að auki kenni ég ítrekað júdó í mínum tímum og er ekki í nokkrum vafa á því að þau hefðu staðið sig vel. Ég var því fastur í þeim leiðinlegu aðstæðum að þurfa að hringja í alla krakkana kvöldið fyrir mót til þess að tilkynna þeim að þeim hefði verið meinuð þáttaka á mótnu, en ég var með um 15 þátttakendur skráða,“ skrifar Axel. Pistil Axels í heild sinni má lesa hér að neðan.
Aðrar íþróttir Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Arnar kynnir hópinn fyrir örlagastund „Hann plataði mig algerlega“ Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Tom Brady klónaði uppáhaldshundinn sinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Kristófer Acox kallar sig glæpamann Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Sjá meira