Líkur á að samkomulag náist fyrir vikulok Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. maí 2017 12:39 Frá Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Akureyri. Vísir/Pjetur Meiri líkur en minni eru á að samkomulag náist í kjaradeilu sjúkraflutningamanna fyrir vikulok, segir Valdimar Leó Friðriksson, framkvæmdastjóri slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Bundnar eru vonir við að hægt verði að ljúka við gerð nýs kjarasamning á fundi þeirra með samninganefnd ríkisins næsta föstudag. „Menn eru bara áfram að vinna og stefna að því að gera kjarasamning fljótlega. Fundur okkar í gær gekk vel og skriður eru kominn á viðræðurnar,“ segir Valdimar í samtali við Vísi. „Ég held að þetta sé dagaspursmál,“ bætir hann við, aðspurður.Hætta á frekari uppsögnum Sjúkraflutningamenn hafa verið óánægðir með kjör sín og sögðu nær allir sjúkraflutningamenn hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi upp störfum vegna vanefnda fjármála- og efnahagsráðuneytisins við að ljúka vinnu við endurskoðun kjarasamninga. Þeir frestuðu hins vegar gildistöku uppsagna um eina viku þann 18. maí síðastliðinn, en uppsagnarfrestur þeirra er 28 dagar. Valdimar segir að allt kapp verði lagt á að ná samkomulagi til þess að koma í veg fyrir uppsagnir. „Það er á hreinu að við verðum að semja. Það eru bara ekki þessar uppsagnir heldur er hætta á fleirum ef menn fá ekki betri kjör,“ segir hann.Alvarleg staða uppi Byggðarráð Blönduósbæjar lýsti í síðustu viku yfir miklum áhyggjum af þeirri alvarlegu stöðu sem upp sé komin í sjúkraflutningsmálum og skoraði á velferðar- og fjármálaráðuneytið að ljúka við gerð kjarasamninga. „Mikilvægi sjúkraflutninga á Blönduósi er öllum ljóst, svæðið er stórt frá Kili í suðri út á Skagatá í norðri og þjóðvegur 1 liggur í gegnum svæðið. Það er afar mikilvægt fyrir íbúa og gesti svæðisins að ljúka þessu máli án tafar til að tryggja öryggi á svæðinu,“ segir í ályktun byggðarráðs. Blönduós Tengdar fréttir Sprenging í fjölgun umferðarslysa erlendra ferðamanna Tíu ferðamenn slösuðust í tveimur umferðarslysum um kvöldmatarleytið í gær. Sprenging varð í fjölgun umferðarslysa erlendra ferðamanna á síðasta ári og viðbúið er að fleiri muni slasast í ár. 16. maí 2017 20:30 Sjúkraflutningamenn að bugast undan álagi og fást ekki lengur til starfa Erfiðlega gengur að manna vaktir sjúkraflutningamanna á Hvolsvelli og þá gengur illa að fá nýja menn til starfa vegna kaupa þeirra og kjara. 16. maí 2017 19:34 Engir sjúkraflutningamenn eru staðsettir á Ólafsfirði Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands óskaði eftir því á bæjarráðsfundi Fjallabyggðar að bærinn setti á laggirnar tíu manna viðbragðssveit til að bregðast við því að engir sjúkraflutningamenn eru í bænum. 20. maí 2017 07:00 Sjúkraflutningamennirnir á Blönduósi hætta í vikunni Nær engin hreyfing á málinu frá því sjúkraflutningamenn á Blönsuósi sögðu upp í apríl 15. maí 2017 19:00 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Fleiri fréttir „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Sjá meira
Meiri líkur en minni eru á að samkomulag náist í kjaradeilu sjúkraflutningamanna fyrir vikulok, segir Valdimar Leó Friðriksson, framkvæmdastjóri slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Bundnar eru vonir við að hægt verði að ljúka við gerð nýs kjarasamning á fundi þeirra með samninganefnd ríkisins næsta föstudag. „Menn eru bara áfram að vinna og stefna að því að gera kjarasamning fljótlega. Fundur okkar í gær gekk vel og skriður eru kominn á viðræðurnar,“ segir Valdimar í samtali við Vísi. „Ég held að þetta sé dagaspursmál,“ bætir hann við, aðspurður.Hætta á frekari uppsögnum Sjúkraflutningamenn hafa verið óánægðir með kjör sín og sögðu nær allir sjúkraflutningamenn hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi upp störfum vegna vanefnda fjármála- og efnahagsráðuneytisins við að ljúka vinnu við endurskoðun kjarasamninga. Þeir frestuðu hins vegar gildistöku uppsagna um eina viku þann 18. maí síðastliðinn, en uppsagnarfrestur þeirra er 28 dagar. Valdimar segir að allt kapp verði lagt á að ná samkomulagi til þess að koma í veg fyrir uppsagnir. „Það er á hreinu að við verðum að semja. Það eru bara ekki þessar uppsagnir heldur er hætta á fleirum ef menn fá ekki betri kjör,“ segir hann.Alvarleg staða uppi Byggðarráð Blönduósbæjar lýsti í síðustu viku yfir miklum áhyggjum af þeirri alvarlegu stöðu sem upp sé komin í sjúkraflutningsmálum og skoraði á velferðar- og fjármálaráðuneytið að ljúka við gerð kjarasamninga. „Mikilvægi sjúkraflutninga á Blönduósi er öllum ljóst, svæðið er stórt frá Kili í suðri út á Skagatá í norðri og þjóðvegur 1 liggur í gegnum svæðið. Það er afar mikilvægt fyrir íbúa og gesti svæðisins að ljúka þessu máli án tafar til að tryggja öryggi á svæðinu,“ segir í ályktun byggðarráðs.
Blönduós Tengdar fréttir Sprenging í fjölgun umferðarslysa erlendra ferðamanna Tíu ferðamenn slösuðust í tveimur umferðarslysum um kvöldmatarleytið í gær. Sprenging varð í fjölgun umferðarslysa erlendra ferðamanna á síðasta ári og viðbúið er að fleiri muni slasast í ár. 16. maí 2017 20:30 Sjúkraflutningamenn að bugast undan álagi og fást ekki lengur til starfa Erfiðlega gengur að manna vaktir sjúkraflutningamanna á Hvolsvelli og þá gengur illa að fá nýja menn til starfa vegna kaupa þeirra og kjara. 16. maí 2017 19:34 Engir sjúkraflutningamenn eru staðsettir á Ólafsfirði Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands óskaði eftir því á bæjarráðsfundi Fjallabyggðar að bærinn setti á laggirnar tíu manna viðbragðssveit til að bregðast við því að engir sjúkraflutningamenn eru í bænum. 20. maí 2017 07:00 Sjúkraflutningamennirnir á Blönduósi hætta í vikunni Nær engin hreyfing á málinu frá því sjúkraflutningamenn á Blönsuósi sögðu upp í apríl 15. maí 2017 19:00 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Fleiri fréttir „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Sjá meira
Sprenging í fjölgun umferðarslysa erlendra ferðamanna Tíu ferðamenn slösuðust í tveimur umferðarslysum um kvöldmatarleytið í gær. Sprenging varð í fjölgun umferðarslysa erlendra ferðamanna á síðasta ári og viðbúið er að fleiri muni slasast í ár. 16. maí 2017 20:30
Sjúkraflutningamenn að bugast undan álagi og fást ekki lengur til starfa Erfiðlega gengur að manna vaktir sjúkraflutningamanna á Hvolsvelli og þá gengur illa að fá nýja menn til starfa vegna kaupa þeirra og kjara. 16. maí 2017 19:34
Engir sjúkraflutningamenn eru staðsettir á Ólafsfirði Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands óskaði eftir því á bæjarráðsfundi Fjallabyggðar að bærinn setti á laggirnar tíu manna viðbragðssveit til að bregðast við því að engir sjúkraflutningamenn eru í bænum. 20. maí 2017 07:00
Sjúkraflutningamennirnir á Blönduósi hætta í vikunni Nær engin hreyfing á málinu frá því sjúkraflutningamenn á Blönsuósi sögðu upp í apríl 15. maí 2017 19:00