Aldrei eins mörg HIV smit: „Erum orðin of kærulaus“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 22. maí 2017 11:30 Sigrún segir það mikið áhyggjuefni hversu mjög er að fjölga í hópi HIV jákvæðra. Vísir/Getty Nýjar tölur um HIV-smit hér á landi eru sláandi og nauðsynlegt er að vekja fólk til vitundar vegna málsins, segir Sigrún Grendal Magnúsdóttir, formaður HIV samtakanna. Aldrei hafa eins margir greinst með HIV hér á landi og í fyrra, eða alls 27 manns. „Við vorum alveg rosalega skúffuð að heyra þetta. Einnig það að þeir sem eru á lyfjum eru ekki að smita, þannig að þeir sem eru að smita er fólk sem veit ekki að það er HIV jákvætt,“ segir Sigrún og lýsir á sama tíma yfir þungum áhyggjum vegna þessara talna, enda sjúkdómurinn alvarlegur og ólæknandi.Enn með Evrópumetið Embætti landlæknis gaf í síðustu viku út skýrslu með fjölda tilkynntra smita og í ljós kom að aldrei hefðu eins margir greinst með HIV smit frá upphafi faraldursins árið 1984. Af þeim sem greindust voru 20 karlmenn og sjö konur, fjórtán með íslenskt ríkisfang og þrettán af erlendu bergi brotnir. Sömuleiðis fjölgaði í flokkum annarra kynsjúkdóma; sárasótt, lekanda, lifrarbólgu C og þá eiga Íslendingar enn Evrópumet í klamydíusýkingum. Sigrún segir þetta sýna svart á hvítu að Íslendingar séu of kærulausir. Tölurnar sýni jafnframt að allir hópar séu útsettir fyrir HIV-sýkingu og að fólk þurfi að átta sig á því. Hins vegar sé erfitt að festa fingur á eina ástæðu. „Það hefur orðið aukning á öllum kynsjúkdómum og ég hallast að því að fólk sé ekki að verja sig. Við erum bara orðin of kærulaus yfir höfuð.“Smokkinn aftur í tísku Lausnin sé einföld: „Eina vörnin er smokkurinn. Þannig að við þurfum að koma honum aftur í tísku. Eins og í gamla daga þegar það voru oft í gangi smokkaherferðir – við þurfum aftur að ráðast í svoleiðis herferð,“ segir Sigrún. „Þetta er virkilega mikið áhyggjuefni og ef við berum okkur saman við Norðurlöndin þá sjáum við ekki þessa miklu aukningu þar eins og hjá okkur. Við erum miklu færri þannig að það er auðveldara að fá upp þessa skekkju, en talan hjá okkur hefur alltaf verið jöfn, en rauk svo svona upp á síðasta ári. Það gerðist ekki á hinum Norðurlöndunum. Við erum að gera eitthvað rangt, en hvað það er veit ég ekki.“ Þá bendir Sigrún á að fólk geti farið í HIV-próf á göngudeild smitsjúkdóma á Landspítalanum, en þá er um blóðprufu að ræða. Einnig séu samtökin að vinna að því að auðvelda aðgengi að slíkum prófum með svokölluðum hraðprófum. Tengdar fréttir Óvenju margir greindust með HIV hér á landi Vísbendingar eru um að HIV-smit fari lengi dult hjá mörgum einstaklingum sem landlæknir telur mikið áhyggjuefni. 18. maí 2017 19:55 Aldrei eins margir greinst með HIV hér á landi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ástæðurnar margvíslegar en að líklega sé um að ræða aukið skeytingaleysi gagnvart ábyrgu kynlíf. Þá spili aukinn fjöldi útlendinga hér á landi líklega einnig inn í. 19. maí 2017 13:35 Lífslíkur HIV-smitaðra sem nota nýjustu lyf nú sambærilegar og hjá ósmituðum Samkvæmt rannsóknarhöfundum munu tvítugir HIV-sjúklingar sem hefja fjöllyfjameðferð stuttu eftir smit lifa tíu árum lengur en þeir sem notuðu sömu fyrir tíu árum. 11. maí 2017 08:27 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Sjá meira
Nýjar tölur um HIV-smit hér á landi eru sláandi og nauðsynlegt er að vekja fólk til vitundar vegna málsins, segir Sigrún Grendal Magnúsdóttir, formaður HIV samtakanna. Aldrei hafa eins margir greinst með HIV hér á landi og í fyrra, eða alls 27 manns. „Við vorum alveg rosalega skúffuð að heyra þetta. Einnig það að þeir sem eru á lyfjum eru ekki að smita, þannig að þeir sem eru að smita er fólk sem veit ekki að það er HIV jákvætt,“ segir Sigrún og lýsir á sama tíma yfir þungum áhyggjum vegna þessara talna, enda sjúkdómurinn alvarlegur og ólæknandi.Enn með Evrópumetið Embætti landlæknis gaf í síðustu viku út skýrslu með fjölda tilkynntra smita og í ljós kom að aldrei hefðu eins margir greinst með HIV smit frá upphafi faraldursins árið 1984. Af þeim sem greindust voru 20 karlmenn og sjö konur, fjórtán með íslenskt ríkisfang og þrettán af erlendu bergi brotnir. Sömuleiðis fjölgaði í flokkum annarra kynsjúkdóma; sárasótt, lekanda, lifrarbólgu C og þá eiga Íslendingar enn Evrópumet í klamydíusýkingum. Sigrún segir þetta sýna svart á hvítu að Íslendingar séu of kærulausir. Tölurnar sýni jafnframt að allir hópar séu útsettir fyrir HIV-sýkingu og að fólk þurfi að átta sig á því. Hins vegar sé erfitt að festa fingur á eina ástæðu. „Það hefur orðið aukning á öllum kynsjúkdómum og ég hallast að því að fólk sé ekki að verja sig. Við erum bara orðin of kærulaus yfir höfuð.“Smokkinn aftur í tísku Lausnin sé einföld: „Eina vörnin er smokkurinn. Þannig að við þurfum að koma honum aftur í tísku. Eins og í gamla daga þegar það voru oft í gangi smokkaherferðir – við þurfum aftur að ráðast í svoleiðis herferð,“ segir Sigrún. „Þetta er virkilega mikið áhyggjuefni og ef við berum okkur saman við Norðurlöndin þá sjáum við ekki þessa miklu aukningu þar eins og hjá okkur. Við erum miklu færri þannig að það er auðveldara að fá upp þessa skekkju, en talan hjá okkur hefur alltaf verið jöfn, en rauk svo svona upp á síðasta ári. Það gerðist ekki á hinum Norðurlöndunum. Við erum að gera eitthvað rangt, en hvað það er veit ég ekki.“ Þá bendir Sigrún á að fólk geti farið í HIV-próf á göngudeild smitsjúkdóma á Landspítalanum, en þá er um blóðprufu að ræða. Einnig séu samtökin að vinna að því að auðvelda aðgengi að slíkum prófum með svokölluðum hraðprófum.
Tengdar fréttir Óvenju margir greindust með HIV hér á landi Vísbendingar eru um að HIV-smit fari lengi dult hjá mörgum einstaklingum sem landlæknir telur mikið áhyggjuefni. 18. maí 2017 19:55 Aldrei eins margir greinst með HIV hér á landi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ástæðurnar margvíslegar en að líklega sé um að ræða aukið skeytingaleysi gagnvart ábyrgu kynlíf. Þá spili aukinn fjöldi útlendinga hér á landi líklega einnig inn í. 19. maí 2017 13:35 Lífslíkur HIV-smitaðra sem nota nýjustu lyf nú sambærilegar og hjá ósmituðum Samkvæmt rannsóknarhöfundum munu tvítugir HIV-sjúklingar sem hefja fjöllyfjameðferð stuttu eftir smit lifa tíu árum lengur en þeir sem notuðu sömu fyrir tíu árum. 11. maí 2017 08:27 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Sjá meira
Óvenju margir greindust með HIV hér á landi Vísbendingar eru um að HIV-smit fari lengi dult hjá mörgum einstaklingum sem landlæknir telur mikið áhyggjuefni. 18. maí 2017 19:55
Aldrei eins margir greinst með HIV hér á landi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ástæðurnar margvíslegar en að líklega sé um að ræða aukið skeytingaleysi gagnvart ábyrgu kynlíf. Þá spili aukinn fjöldi útlendinga hér á landi líklega einnig inn í. 19. maí 2017 13:35
Lífslíkur HIV-smitaðra sem nota nýjustu lyf nú sambærilegar og hjá ósmituðum Samkvæmt rannsóknarhöfundum munu tvítugir HIV-sjúklingar sem hefja fjöllyfjameðferð stuttu eftir smit lifa tíu árum lengur en þeir sem notuðu sömu fyrir tíu árum. 11. maí 2017 08:27