Fleiri hafa fengið vitlausa lyfjaskammta Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 20. maí 2017 06:00 Tveggja ára stúlku sem var ávísað röngum lyfjaskammti er að batna, en hún er undir eftirliti á Barnaspítala Hringsins, að sögn móðurinnar. Mynd/Sigríður Ákadóttir „Við fengum tilkynningu um atvikið frá Barnaspítala Hringsins og höfum strax brugðist við,“ segir Anna Björg Aradóttir, sviðsstjóri hjá Embætti landlæknis, og vísar þar í mál tveggja ára stúlku sem var í síðustu viku ávísað ofnæmislyfinu Atarax í margfaldri skammtastærð og Fréttablaðið greindi fyrst frá. Lyfjaskammturinn hefði getað verið banvænn. „Við sendum erindi á Lyfjastofnun og báðum um að þeir veki athygli lyfsala á því að gæta að því hvort skammtar eru eðlilegir eða ekki. Þá sendum við teymisstjóra rafrænnar sjúkraskrár ábendingu um að það vanti viðvörun í kerfið. Þegar ávísaður skammtur er að einhverju leyti frábrugðinn því sem vant er þá ætti að koma upp viðvörun og með sérstakri áherslu á börn. Ég ímynda mér að viðvörunin gæti verið með þeim hætti að læknirinn sé spurður hvort hann sé viss um að hann ætli að ávísa þessu lyfi í þessum skammti. Það er það sem er hægt að gera að okkar mati, bæta þetta rafræna kerfi,“ segir Anna Björg sem bendir á að mistökin geti verið fleiri og af öðrum meiði. „Það er líka hægt að fara línuvillt í ávísun lyfja. Við höfum nýlegt dæmi um það. Það hafði engar afleiðingar,“ ítrekar Anna Björg en segir þó að málið hafi verið tilkynnt til Embættis landlæknis. Þá kom upp áþekkt atvik og í tilviki barnsins á heilsugæslustöð á síðasta ári. „Læknir ávísaði lyfi á barn í röngum skammti. Þá voru einnig valdar töflur í stað mixtúru,“ segir Anna Björg og segir atvikið ekki hafa haft afleiðingar á heilsu þess barns. Fjögur til fimm tilvik hafi verið tilkynnt til landlæknisembættisins á síðustu árum. „Þar var rangt lyf valið eða vitlaust form á lyfseðli. Í þessum tilvikum fóru mistökin líka fram hjá lyfsölum,“ segir Anna Björg. En hver ber ábyrgðina skyldi þetta henda aftur og hafa afleiðingar á heilsu fólks? „Ábyrgðin er tvíþætt. Læknir ber ábyrgð á sinni ávísun en lyfjafræðingur bera líka ábyrgð á því að tryggja að það sé ekkert rangt í lyfjagjöfinni,“ segir Anna Björg. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
„Við fengum tilkynningu um atvikið frá Barnaspítala Hringsins og höfum strax brugðist við,“ segir Anna Björg Aradóttir, sviðsstjóri hjá Embætti landlæknis, og vísar þar í mál tveggja ára stúlku sem var í síðustu viku ávísað ofnæmislyfinu Atarax í margfaldri skammtastærð og Fréttablaðið greindi fyrst frá. Lyfjaskammturinn hefði getað verið banvænn. „Við sendum erindi á Lyfjastofnun og báðum um að þeir veki athygli lyfsala á því að gæta að því hvort skammtar eru eðlilegir eða ekki. Þá sendum við teymisstjóra rafrænnar sjúkraskrár ábendingu um að það vanti viðvörun í kerfið. Þegar ávísaður skammtur er að einhverju leyti frábrugðinn því sem vant er þá ætti að koma upp viðvörun og með sérstakri áherslu á börn. Ég ímynda mér að viðvörunin gæti verið með þeim hætti að læknirinn sé spurður hvort hann sé viss um að hann ætli að ávísa þessu lyfi í þessum skammti. Það er það sem er hægt að gera að okkar mati, bæta þetta rafræna kerfi,“ segir Anna Björg sem bendir á að mistökin geti verið fleiri og af öðrum meiði. „Það er líka hægt að fara línuvillt í ávísun lyfja. Við höfum nýlegt dæmi um það. Það hafði engar afleiðingar,“ ítrekar Anna Björg en segir þó að málið hafi verið tilkynnt til Embættis landlæknis. Þá kom upp áþekkt atvik og í tilviki barnsins á heilsugæslustöð á síðasta ári. „Læknir ávísaði lyfi á barn í röngum skammti. Þá voru einnig valdar töflur í stað mixtúru,“ segir Anna Björg og segir atvikið ekki hafa haft afleiðingar á heilsu þess barns. Fjögur til fimm tilvik hafi verið tilkynnt til landlæknisembættisins á síðustu árum. „Þar var rangt lyf valið eða vitlaust form á lyfseðli. Í þessum tilvikum fóru mistökin líka fram hjá lyfsölum,“ segir Anna Björg. En hver ber ábyrgðina skyldi þetta henda aftur og hafa afleiðingar á heilsu fólks? „Ábyrgðin er tvíþætt. Læknir ber ábyrgð á sinni ávísun en lyfjafræðingur bera líka ábyrgð á því að tryggja að það sé ekkert rangt í lyfjagjöfinni,“ segir Anna Björg.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira