288.000 á mánuði í heildartekjur árið 2022 Ellen Calmon skrifar 31. maí 2017 07:00 Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisins til ársins 2022 er engan veginn sett nægilegt fjármagn í heilbrigðiskerfið. Fjármunir eru settir í byggingu nýs spítala sem er gott og gilt en ekki nægilegir fjármunir til að bæta í raun þjónustu innan kerfisins. Samkvæmt rannsóknum Rúnars Vilhjálmssonar, prófessors við Háskóla Íslands, erum við að færast óðfluga fjær félagslegu heilbrigðiskerfi sem hefur verið litið á sem hornstein íslensks heilbrigðiskerfis hingað til. Fjármálaáætlunin boðar ekki heldur betra líf fyrir örorkulífeyrisþega. Það er nú yfirlýst markmið ríkisstjórnarinnar að halda öryrkjum í fátækt með því að miða við að hækkun lífeyris verði á bilinu 3,1%-4,8% á árunum 2018-2022. Alls ekki boðlegt Ef við erum bjartsýn og búumst við 4,8% hækkun öll árin, þá mun mögulega óskertur örorkulífeyrir vera um 288.000 krónur árið 2022, sem er alls ekki boðlegt. Það er hætta á að örorkulífeyrisþegar sjái svartnættið eitt. Hvað þætti þér um ef ríkisstjórnin byði þér að vera með um 288 þúsund krónur á mánuði fyrir skatt eftir fimm ár? Sæir þú fram á bjartari lífdaga? Grundvallarhlutverk ríkisvaldsins í velferðarríki er að tryggja mannréttindi og þar á meðal að koma til móts við einstaklinga sem þurfa á aðstoð að halda. Ekki virðist vera raunveruleg ætlun ríkisstjórnarinnar að styrkja mikilvægar grunnstoðir samfélagsins með nýrri fjármálaáætlun. Taka þarf út skerðingar Ef það er raunverulegur vilji ríkisstjórnarinnar að hvetja örorkulífeyrisþega til aukinnar samfélagsþátttöku þá þarf að setja mun meira fjármagn í almannatryggingakerfið eða á bilinu 10-12 milljarða króna. Það þarf að taka út skerðingar vegna atvinnu- og lífeyrissjóðstekna og hækka örorkulífeyri verulega svo fólk geti fyrst á möguleika á því að lifa mannsæmandi lífi. Gerum breytingar núna! Höfundur er formaður ÖBÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ellen Jacqueline Calmon Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisins til ársins 2022 er engan veginn sett nægilegt fjármagn í heilbrigðiskerfið. Fjármunir eru settir í byggingu nýs spítala sem er gott og gilt en ekki nægilegir fjármunir til að bæta í raun þjónustu innan kerfisins. Samkvæmt rannsóknum Rúnars Vilhjálmssonar, prófessors við Háskóla Íslands, erum við að færast óðfluga fjær félagslegu heilbrigðiskerfi sem hefur verið litið á sem hornstein íslensks heilbrigðiskerfis hingað til. Fjármálaáætlunin boðar ekki heldur betra líf fyrir örorkulífeyrisþega. Það er nú yfirlýst markmið ríkisstjórnarinnar að halda öryrkjum í fátækt með því að miða við að hækkun lífeyris verði á bilinu 3,1%-4,8% á árunum 2018-2022. Alls ekki boðlegt Ef við erum bjartsýn og búumst við 4,8% hækkun öll árin, þá mun mögulega óskertur örorkulífeyrir vera um 288.000 krónur árið 2022, sem er alls ekki boðlegt. Það er hætta á að örorkulífeyrisþegar sjái svartnættið eitt. Hvað þætti þér um ef ríkisstjórnin byði þér að vera með um 288 þúsund krónur á mánuði fyrir skatt eftir fimm ár? Sæir þú fram á bjartari lífdaga? Grundvallarhlutverk ríkisvaldsins í velferðarríki er að tryggja mannréttindi og þar á meðal að koma til móts við einstaklinga sem þurfa á aðstoð að halda. Ekki virðist vera raunveruleg ætlun ríkisstjórnarinnar að styrkja mikilvægar grunnstoðir samfélagsins með nýrri fjármálaáætlun. Taka þarf út skerðingar Ef það er raunverulegur vilji ríkisstjórnarinnar að hvetja örorkulífeyrisþega til aukinnar samfélagsþátttöku þá þarf að setja mun meira fjármagn í almannatryggingakerfið eða á bilinu 10-12 milljarða króna. Það þarf að taka út skerðingar vegna atvinnu- og lífeyrissjóðstekna og hækka örorkulífeyri verulega svo fólk geti fyrst á möguleika á því að lifa mannsæmandi lífi. Gerum breytingar núna! Höfundur er formaður ÖBÍ.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar