Grunaður um tilraun til manndráps eftir deilur um bíl Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 30. maí 2017 14:34 Maðurinn neitar sök og segir hinn manninn hafa beitt hnífnum. Vísir/GVA Hæstiréttur hefur staðfest fjögurra vikna gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni sem ákærður hefur verið fyrir tilraun til manndráps. Manninum er gefið að sök að hafa stungið annan mann í höfuðið með hníf 5. mars síðastliðinn. Áverkarnir voru það alvarlegir að þeir hefðu getað leitt manninn til dauða, að sögn læknis.Réðst á manninn vegna deilna um bíl Forsaga málsins er sú að ákærði hafði fengið lánaðan bíl hjá vinkonu sinni, en neitaði að skila bílnum aftur. Þau mældu sér mót um miðnætti þann 5. mars en konan þorði ekki að hitta manninn ein og fékk því vin sinn til að fara með sér. Þegar ákærði var krafinn um lyklana að bílnum kom til átaka á milli mannanna tveggja, með fyrrnefndum afleiðingum. Í gæsluvarðhaldsúrskurði Hæstaréttar segir að blóð hafi tekið að spýtast úr höfði mannsins sem hafi þá komið sér í burtu og fengið vinkonu sína til þess að fara með sig á slysadeild. Maðurinn sem fyrir árásinni varð hlaut skurð á höfði og slagæðarblæðingu úr höfuðleðri. Þá náði áverkinn í gegnum fulla þykkt höfuðkúpunnar auk þess sem það flísaðist upp úr höfuðkúpunni, að því er segir í úrskurðinum. Í læknisvottorði segir að ef vopnið hefði gengið inn í heilavefinn hefði ekki verið að sökum að spyrja og áverkinn getað leitt til mikils og varanlegs tjóns – jafnvel dauða.Kastaði hnífnum í burtu Ákærði neitar sök í málinu. Hann viðurkennir að til átaka hafi komið á milli þeirra tveggja, en að hinn maðurinn hefði verið með hnífinn. Hann hefði náð hnífnum af manninum en kastað honum í burtu. Sagðist hann ekki geta útskýrt hvernig hinn maðurinn hlaut áverkana. Héraðssaksóknari telur sig hafa rökstuddan grun um að maðurinn sé sekur og telur að almannahagsmunir krefjist þess að hann fari ekki frjáls ferða sinna á meðan mál hans er til meðferðar fyrir dómstólum. Maðurinn var í framhaldinu úrskurðaður í gæsluvarðhald til 23. júní næstkomandi, en hann hefur sætt haldi frá handtöku þann 5. mars. Tengdar fréttir Sýknaður eftir sex mánuði á bak við lás og slá Karlmaður á þrítugsaldri var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag af ákæru fyrir tilraun til manndráps vegna hnífstunguárásar í Seljahverfi. 22. maí 2017 18:06 Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest fjögurra vikna gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni sem ákærður hefur verið fyrir tilraun til manndráps. Manninum er gefið að sök að hafa stungið annan mann í höfuðið með hníf 5. mars síðastliðinn. Áverkarnir voru það alvarlegir að þeir hefðu getað leitt manninn til dauða, að sögn læknis.Réðst á manninn vegna deilna um bíl Forsaga málsins er sú að ákærði hafði fengið lánaðan bíl hjá vinkonu sinni, en neitaði að skila bílnum aftur. Þau mældu sér mót um miðnætti þann 5. mars en konan þorði ekki að hitta manninn ein og fékk því vin sinn til að fara með sér. Þegar ákærði var krafinn um lyklana að bílnum kom til átaka á milli mannanna tveggja, með fyrrnefndum afleiðingum. Í gæsluvarðhaldsúrskurði Hæstaréttar segir að blóð hafi tekið að spýtast úr höfði mannsins sem hafi þá komið sér í burtu og fengið vinkonu sína til þess að fara með sig á slysadeild. Maðurinn sem fyrir árásinni varð hlaut skurð á höfði og slagæðarblæðingu úr höfuðleðri. Þá náði áverkinn í gegnum fulla þykkt höfuðkúpunnar auk þess sem það flísaðist upp úr höfuðkúpunni, að því er segir í úrskurðinum. Í læknisvottorði segir að ef vopnið hefði gengið inn í heilavefinn hefði ekki verið að sökum að spyrja og áverkinn getað leitt til mikils og varanlegs tjóns – jafnvel dauða.Kastaði hnífnum í burtu Ákærði neitar sök í málinu. Hann viðurkennir að til átaka hafi komið á milli þeirra tveggja, en að hinn maðurinn hefði verið með hnífinn. Hann hefði náð hnífnum af manninum en kastað honum í burtu. Sagðist hann ekki geta útskýrt hvernig hinn maðurinn hlaut áverkana. Héraðssaksóknari telur sig hafa rökstuddan grun um að maðurinn sé sekur og telur að almannahagsmunir krefjist þess að hann fari ekki frjáls ferða sinna á meðan mál hans er til meðferðar fyrir dómstólum. Maðurinn var í framhaldinu úrskurðaður í gæsluvarðhald til 23. júní næstkomandi, en hann hefur sætt haldi frá handtöku þann 5. mars.
Tengdar fréttir Sýknaður eftir sex mánuði á bak við lás og slá Karlmaður á þrítugsaldri var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag af ákæru fyrir tilraun til manndráps vegna hnífstunguárásar í Seljahverfi. 22. maí 2017 18:06 Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira
Sýknaður eftir sex mánuði á bak við lás og slá Karlmaður á þrítugsaldri var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag af ákæru fyrir tilraun til manndráps vegna hnífstunguárásar í Seljahverfi. 22. maí 2017 18:06