Trump mun kvarta formlega yfir minnisblaðaleka Comey Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. júní 2017 13:42 James Comey. Vísir/AFP Lögfræðingur Donald Trump mun leggja fram formlega kvörtun til dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, sem og dómsmálanefndar Bandaríkjaþings, vegna þess að James Comey, fyrrverandi forstjóri FBI, lét leka minnisblöðum um fundi hans og Trump til fjölmiðla.CNN greinir frá. Kvörtunin mun snúa að því að Comey hafi látið vini sínum í té minnisblöðin og síðan beðið hann um að leka efni þeirra í fjölmiðla. Í vitnaleiðslu Comey fyrir njósnamálanefnd Bandaríkjaþings kom fram að forstjórinn fyrrverandi hafi ákveðið að leka minnisblöðunum eftir að Trump gaf til kynna á Twitter að til væru upptökur af fundum þeirra. Comey lét vin sinn, lögfræðiprófessorinn Daniel Richman, fá eintök af minnisblöðunum og kom hann þeim áleiðis til fjölmiðla. Frétt New York Times um efni minnisblaðanna, þar sem meðal annars kom fram að Trump hafði farið fram á það við Comey að hann myndi láta af rannsókn FBI á tengslum fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa við Rússland, vakti mikla athygli. Í vitnisburði Comey í gær kom meðal annars fram að hann sá sig knúinn til þess að rita minnisblöð eftir fundi hans með Trump. Taldi hann að mikilvægt væri fyrir sig að geta gripið til þeirra síðar meir þar sem hann taldi líklegt að Trump myndi reyna að ljúga til um efni fundanna. Þá kom einnig fram að Comey taldi ekki þörf á því að rita sérstök minnisblöð þegar hann hitti forvera Trump í starfi. Þar sem Comey er ekki lengur starfsmaður á vegum ríkisins er þó talið ólíklegt að kvörtunin muni hafa mikil áhrif. Komi til þess að dómsmálaráðuneytið komist að því að Comey hafi brotið af sér í starfi getur ráðuneytið í mesta lagi skráð brotið í starfsmannaskrá Comey sem skoðuð verður sæki hann um starf á vegum ráðuneytisins. Donald Trump Tengdar fréttir Bein útsending: Comey situr fyrir svörum þingnefndar um samskiptin við Trump James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, mun mæta fyrir þingnefnd bandarísku öldungadeildarinnar klukkan 14 í dag og lýsa samskiptum sínum við Donald Trump Bandaríkjaforseta sem rak Comey á dögunum. 8. júní 2017 13:30 Trump véfengir vitnisburð Comey varðandi tvö veigamikil atriði Donald Trump, Bandaríkjaforseti, véfengir tvö veigamikil atriði í vitnisburði James Comey, fyrrverandi forstjóra Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI. 8. júní 2017 15:34 Trump tjáir sig um vitnisburð Comey eftir langa þögn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stóðst freistinguna og tísti ekkert á meðan James Comey, fyrrverandi forstjóri FBI, svaraði spurningum njósnamálanefndar Bandaríkjaþings í gær um samskipti hans við Trump. Hann er þó mættur aftur á Twitter. 9. júní 2017 10:58 Comey var viss um að Trump myndi ljúga um fundi þeirra Fyrsta sprengjan í vitnisburði fyrrverandi forstjóra FBI er sprungin. 8. júní 2017 15:01 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Fleiri fréttir Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Sjá meira
Lögfræðingur Donald Trump mun leggja fram formlega kvörtun til dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, sem og dómsmálanefndar Bandaríkjaþings, vegna þess að James Comey, fyrrverandi forstjóri FBI, lét leka minnisblöðum um fundi hans og Trump til fjölmiðla.CNN greinir frá. Kvörtunin mun snúa að því að Comey hafi látið vini sínum í té minnisblöðin og síðan beðið hann um að leka efni þeirra í fjölmiðla. Í vitnaleiðslu Comey fyrir njósnamálanefnd Bandaríkjaþings kom fram að forstjórinn fyrrverandi hafi ákveðið að leka minnisblöðunum eftir að Trump gaf til kynna á Twitter að til væru upptökur af fundum þeirra. Comey lét vin sinn, lögfræðiprófessorinn Daniel Richman, fá eintök af minnisblöðunum og kom hann þeim áleiðis til fjölmiðla. Frétt New York Times um efni minnisblaðanna, þar sem meðal annars kom fram að Trump hafði farið fram á það við Comey að hann myndi láta af rannsókn FBI á tengslum fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa við Rússland, vakti mikla athygli. Í vitnisburði Comey í gær kom meðal annars fram að hann sá sig knúinn til þess að rita minnisblöð eftir fundi hans með Trump. Taldi hann að mikilvægt væri fyrir sig að geta gripið til þeirra síðar meir þar sem hann taldi líklegt að Trump myndi reyna að ljúga til um efni fundanna. Þá kom einnig fram að Comey taldi ekki þörf á því að rita sérstök minnisblöð þegar hann hitti forvera Trump í starfi. Þar sem Comey er ekki lengur starfsmaður á vegum ríkisins er þó talið ólíklegt að kvörtunin muni hafa mikil áhrif. Komi til þess að dómsmálaráðuneytið komist að því að Comey hafi brotið af sér í starfi getur ráðuneytið í mesta lagi skráð brotið í starfsmannaskrá Comey sem skoðuð verður sæki hann um starf á vegum ráðuneytisins.
Donald Trump Tengdar fréttir Bein útsending: Comey situr fyrir svörum þingnefndar um samskiptin við Trump James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, mun mæta fyrir þingnefnd bandarísku öldungadeildarinnar klukkan 14 í dag og lýsa samskiptum sínum við Donald Trump Bandaríkjaforseta sem rak Comey á dögunum. 8. júní 2017 13:30 Trump véfengir vitnisburð Comey varðandi tvö veigamikil atriði Donald Trump, Bandaríkjaforseti, véfengir tvö veigamikil atriði í vitnisburði James Comey, fyrrverandi forstjóra Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI. 8. júní 2017 15:34 Trump tjáir sig um vitnisburð Comey eftir langa þögn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stóðst freistinguna og tísti ekkert á meðan James Comey, fyrrverandi forstjóri FBI, svaraði spurningum njósnamálanefndar Bandaríkjaþings í gær um samskipti hans við Trump. Hann er þó mættur aftur á Twitter. 9. júní 2017 10:58 Comey var viss um að Trump myndi ljúga um fundi þeirra Fyrsta sprengjan í vitnisburði fyrrverandi forstjóra FBI er sprungin. 8. júní 2017 15:01 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Fleiri fréttir Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Sjá meira
Bein útsending: Comey situr fyrir svörum þingnefndar um samskiptin við Trump James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, mun mæta fyrir þingnefnd bandarísku öldungadeildarinnar klukkan 14 í dag og lýsa samskiptum sínum við Donald Trump Bandaríkjaforseta sem rak Comey á dögunum. 8. júní 2017 13:30
Trump véfengir vitnisburð Comey varðandi tvö veigamikil atriði Donald Trump, Bandaríkjaforseti, véfengir tvö veigamikil atriði í vitnisburði James Comey, fyrrverandi forstjóra Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI. 8. júní 2017 15:34
Trump tjáir sig um vitnisburð Comey eftir langa þögn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stóðst freistinguna og tísti ekkert á meðan James Comey, fyrrverandi forstjóri FBI, svaraði spurningum njósnamálanefndar Bandaríkjaþings í gær um samskipti hans við Trump. Hann er þó mættur aftur á Twitter. 9. júní 2017 10:58
Comey var viss um að Trump myndi ljúga um fundi þeirra Fyrsta sprengjan í vitnisburði fyrrverandi forstjóra FBI er sprungin. 8. júní 2017 15:01
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent