Lýðræðislegi sambandsflokkurinn DUP skyndilega kominn í valdastöðu Atli Ísleifsson skrifar 9. júní 2017 11:32 Nigel Dodds, varaformaður DUP, Arlene Foster, formaður DUP, og Peter Robinson, fyrrverandi formaður DUP. Vísir/AFP Lýðræðislegi sambandsflokkurinn (DUP), flokkur norður-írskra sambandssinna, virðist skyndilega vera kominn í valdastöðu á breska þinginu eftir að tilkynnt var að Theresa May, formaður Íhaldsflokkins, leitast nú eftir að mynda minnihlutastjórn Íhaldsflokksins með stuðningi þingmanna DUP. DUP (Democratic Unionist Party) var stofnaður árið 1971 og gegndi presturinn Ian Paisley formennsku í flokknum allt til ársins 2008. Paisley var lengi vel holdgervingur sambandssinna á Norður-Írlandi Í frétt BBC um flokkinn kemur fram að þegar friðarferlið á Norður-Írlandi stóð yfir hafi flokkurinn dregið sig úr viðræðunum til að mótmæla aðkomu Sinn Féin og lýðveldissinna að ferlinu. Með árunum linaðist flokkurinn þó í afstöðu sinni og varð að valdaflokki á Norður-Írlandi.Flissbræðurnir Paisley varð fyrsti ráðherra heimastjórnar Norður Írlands árið 2007 þar sem Martin McGuinness frá Sinn Féin varð annar valdamesti maður heimastjórnarinnar. McGuinness hafði áður gegnt leiðtogahlutverki hjá Írska lýðveldishernum IRA og vakti það athygli hvað þeim Paisley og McGuinness kom vel saman. Voru þeir oft uppnefndir „flissbræðurnir“ (e. chuckle brothers). Peter Robinson tók við formennsku af Paisley árið 2008 og á næstu árum var eftir því tekið að samstarf mótmælendanna í DUP og kaþólikkanna í Sinn Féin gekk sífellt verr. Robinson missti þingsæti sitt á breska þinginu í kosningunum 2015 og tók Arlene Foster þá við formennsku í flokknum. Hún varð fyrsti ráðherra norður-írsku heimastjórnarinnar á síðasta ári. Samstarf DUP og Sinn Féin rann svo út í sandinn eftir afsögn McGuinness í janúar og er enn unnið að myndun nýrrar stjórnar.Stefnumálin BBC segir frá því að DUP sé sá flokkur sem hefur lýst yfir mestum efasemdum með Evrópusamvinnuna, á eftir UKIP. Hann leggst gegn hjónaböndum samkynhneigðra og frjálsum fóstureyðingum. Frambjóðendur DUP voru duglegir að gagnrýna Jeremy Corbyn, formann Verkamannaflokksins, í kosningabaráttunni en töluðu þeim mun betur um Theresu May, forsætisráðherra og formann Íhaldsflokksins.
Lýðræðislegi sambandsflokkurinn (DUP), flokkur norður-írskra sambandssinna, virðist skyndilega vera kominn í valdastöðu á breska þinginu eftir að tilkynnt var að Theresa May, formaður Íhaldsflokkins, leitast nú eftir að mynda minnihlutastjórn Íhaldsflokksins með stuðningi þingmanna DUP. DUP (Democratic Unionist Party) var stofnaður árið 1971 og gegndi presturinn Ian Paisley formennsku í flokknum allt til ársins 2008. Paisley var lengi vel holdgervingur sambandssinna á Norður-Írlandi Í frétt BBC um flokkinn kemur fram að þegar friðarferlið á Norður-Írlandi stóð yfir hafi flokkurinn dregið sig úr viðræðunum til að mótmæla aðkomu Sinn Féin og lýðveldissinna að ferlinu. Með árunum linaðist flokkurinn þó í afstöðu sinni og varð að valdaflokki á Norður-Írlandi.Flissbræðurnir Paisley varð fyrsti ráðherra heimastjórnar Norður Írlands árið 2007 þar sem Martin McGuinness frá Sinn Féin varð annar valdamesti maður heimastjórnarinnar. McGuinness hafði áður gegnt leiðtogahlutverki hjá Írska lýðveldishernum IRA og vakti það athygli hvað þeim Paisley og McGuinness kom vel saman. Voru þeir oft uppnefndir „flissbræðurnir“ (e. chuckle brothers). Peter Robinson tók við formennsku af Paisley árið 2008 og á næstu árum var eftir því tekið að samstarf mótmælendanna í DUP og kaþólikkanna í Sinn Féin gekk sífellt verr. Robinson missti þingsæti sitt á breska þinginu í kosningunum 2015 og tók Arlene Foster þá við formennsku í flokknum. Hún varð fyrsti ráðherra norður-írsku heimastjórnarinnar á síðasta ári. Samstarf DUP og Sinn Féin rann svo út í sandinn eftir afsögn McGuinness í janúar og er enn unnið að myndun nýrrar stjórnar.Stefnumálin BBC segir frá því að DUP sé sá flokkur sem hefur lýst yfir mestum efasemdum með Evrópusamvinnuna, á eftir UKIP. Hann leggst gegn hjónaböndum samkynhneigðra og frjálsum fóstureyðingum. Frambjóðendur DUP voru duglegir að gagnrýna Jeremy Corbyn, formann Verkamannaflokksins, í kosningabaráttunni en töluðu þeim mun betur um Theresu May, forsætisráðherra og formann Íhaldsflokksins.
Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir „Niðurlæging“ og „martröð“ Theresu May Breski Íhaldsflokkurinn, með Theresu May í broddi fylkingar, tapaði meirihluta sínum á breska þinginu í kosningum sem fram fóru í landinu í gær. 9. júní 2017 07:39 May vill mynda minnihlutastjórn Theresa May fer á fund Elísabetar Bretadrottningar í Buckinghamhöll í hádeginu þar þar sem hún mun fara fram á það að hún fái umboð til að mynda nýja ríkisstjórn í landinu. 9. júní 2017 09:54 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
„Niðurlæging“ og „martröð“ Theresu May Breski Íhaldsflokkurinn, með Theresu May í broddi fylkingar, tapaði meirihluta sínum á breska þinginu í kosningum sem fram fóru í landinu í gær. 9. júní 2017 07:39
May vill mynda minnihlutastjórn Theresa May fer á fund Elísabetar Bretadrottningar í Buckinghamhöll í hádeginu þar þar sem hún mun fara fram á það að hún fái umboð til að mynda nýja ríkisstjórn í landinu. 9. júní 2017 09:54