Valdís Þóra um veðurspána fyrir styrktarmótið sitt: Flórída blíða á Flórída Skaganum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2017 14:30 Valdís Þóra Jónsdóttir. Mynd/LET/Tristan Jones Valdís Þóra Jónsdóttir heldur styrktarmót fyrir stig á Garðavelli á laugardaginn kemur en Valdís Þóra er að safna sér inn pening svo hún geti haldið áfram að taka þátt í Evrópumótaröðinni. Valdís Þóra var á dögunum hársbreidd frá því að komast inn á Opna bandaríska meistaramótið eftir úrtökumót á Englandi. Íslenskur kylfingur hefur aldrei komist inn á risamót í kvenna- eða karlaflokki. Það er ekki öll von úti hjá Valdísi Þóru en hún er fyrsti varamaður til þess að komast inn á mótið sem fram fer í júlí. Mótið fer fram á Bedminster í New Jersey, dagana 13.-16. júlí. Í fyrra komst fyrsti varamaðurinn inn þannig að líkurnar eru ágætar að Valdís Þóra komist inn á risamótið. Valdís Þóra hefur verið að keppa hingað og þangað um heiminn á Evrópumótaröðinni og meðal annars í Ástralíu, Frakklandi og Marokkó. Það kostar sitt og því var ákveðið að halda styrktarmót fyrir hana. Fjölmargir hafa þegar skráð sig á styrktarmótið en Valdís Þóra auglýsir eftir fleirum á fésbókinni enda eru ennþá lausir rástímar. Golfsamband Íslands mun sjá um skráninguna inn á golf.is. Púttmót verður haldið frá 12-16 við golfskálann samhliða styrktarmótinu og þar geta allir tekið þátt, og kostar aðeins 500 krónur að taka þátt í því. Keppnisfyrirkomulagið er betri boltinn með forgjöf. Tveir leikmenn leika saman í betri bolta. Báðir leika sínum bolta á hverri holu eins og um hefðbundinn höggleik eða punktakeppni sé að ræða. Hins vegar er aðeins betra skorið á hverri holu skráð á skorkortið. Valdís Þóra mun bjóða upp á glæsilega vinninga á mótinu og þar á meðal er ferðavinningur til Spánar í glæsilega golfferð. „Veðurspáin framundan er sannkölluð Flórída blíða á Flórída Skaganum sól og blíða, 1-3 m/s og gerist varla betra golf veður!,“ segir Valdís Þóra á fésbókarsíðu sinni. Hér fyrir neðan má sjá upptalningu hennar á öllum vinningnum í mótinu en þetta er langur listi. Golf Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Valdís Þóra Jónsdóttir heldur styrktarmót fyrir stig á Garðavelli á laugardaginn kemur en Valdís Þóra er að safna sér inn pening svo hún geti haldið áfram að taka þátt í Evrópumótaröðinni. Valdís Þóra var á dögunum hársbreidd frá því að komast inn á Opna bandaríska meistaramótið eftir úrtökumót á Englandi. Íslenskur kylfingur hefur aldrei komist inn á risamót í kvenna- eða karlaflokki. Það er ekki öll von úti hjá Valdísi Þóru en hún er fyrsti varamaður til þess að komast inn á mótið sem fram fer í júlí. Mótið fer fram á Bedminster í New Jersey, dagana 13.-16. júlí. Í fyrra komst fyrsti varamaðurinn inn þannig að líkurnar eru ágætar að Valdís Þóra komist inn á risamótið. Valdís Þóra hefur verið að keppa hingað og þangað um heiminn á Evrópumótaröðinni og meðal annars í Ástralíu, Frakklandi og Marokkó. Það kostar sitt og því var ákveðið að halda styrktarmót fyrir hana. Fjölmargir hafa þegar skráð sig á styrktarmótið en Valdís Þóra auglýsir eftir fleirum á fésbókinni enda eru ennþá lausir rástímar. Golfsamband Íslands mun sjá um skráninguna inn á golf.is. Púttmót verður haldið frá 12-16 við golfskálann samhliða styrktarmótinu og þar geta allir tekið þátt, og kostar aðeins 500 krónur að taka þátt í því. Keppnisfyrirkomulagið er betri boltinn með forgjöf. Tveir leikmenn leika saman í betri bolta. Báðir leika sínum bolta á hverri holu eins og um hefðbundinn höggleik eða punktakeppni sé að ræða. Hins vegar er aðeins betra skorið á hverri holu skráð á skorkortið. Valdís Þóra mun bjóða upp á glæsilega vinninga á mótinu og þar á meðal er ferðavinningur til Spánar í glæsilega golfferð. „Veðurspáin framundan er sannkölluð Flórída blíða á Flórída Skaganum sól og blíða, 1-3 m/s og gerist varla betra golf veður!,“ segir Valdís Þóra á fésbókarsíðu sinni. Hér fyrir neðan má sjá upptalningu hennar á öllum vinningnum í mótinu en þetta er langur listi.
Golf Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira