Getur sagt að ritstjóri Morgunblaðsins sé með hala Kjartan Kjartansson skrifar 7. júní 2017 22:00 Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins sem bera ábyrgð á ritstjórnargreinum blaðsins. Vísir/GVA Ritstjóri Kjarnans er ósáttur við að siðanefnd Blaðamannafélags Íslands (BÍ) hafi vísað frá kæru hans vegna ásakana í Morgunblaðinu um meint tengsl Kjarnans við kröfuhafa föllnu bankanna. Hann segir frávísunina þýða að hann geti fullyrt að ritstjóri Morgunblaðsins sé með hala og vísað í „þrálátan orðróm“ því til stuðnings. Forsaga málsins er sú að vísað var til „þráláts orðróms“ um að Kjarninn tengdist kröfuhöfum föllnu bankanna í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins 20. maí. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, sagði við Vísi í síðasta mánuði að hann væri að skoða að leita réttar síns vegna þess sem hann kallaði „atvinnuróg“.Sjá einnig:Ritstjóri Kjarnans sakar Davíð Oddsson um atvinnuróg Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins er nafnlaust en Davíð Oddsson og Haraldur Johannessen eru ritstjórar blaðsins og bera ábyrgð á ritstjórnarefni þess.Siðanefndin tekur ekki afstöðu til ritstjórnargreinaÍ framhaldinu sendi Þórður Snær kæru til siðanefndar Blaðamannafélags Íslands og vildi vita hvort það væri í lagi að vísa í „þrálátan orðróm“ til að bera alvarlegar ávirðingar á fólk og fyrirtæki. Kæran varðar 3. grein siðareglna BÍ en þar segir: „Blaðamaður vandar upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu svo sem kostur er og sýnir fyllstu tillitssemi í vandasömum málum. Hann forðast allt, sem valdið getur saklausu fólki, eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu." Í úrskurði siðanefndarinnar kemur fram að hún telji ritstjórnarskrif utan verksviðs síns. Vísar nefndin til fyrri úrskurða, þess elsta frá árinu 1992. Þar voru ritstjórnarskrif talin falla undir persónlega skoðun eða tjáningu. Taldi siðanefndin að Reykjavíkurbréfið félli undir þá skilgreiningu.Segir siðareglurnar „gagnslausar“Í stöðuuppfærslu á Facebook skrifar Þórður Snær að siðanefndin hafi vísað kærunni frá á þeim forsendum að hún fjalli ekki um innihald ritstjórnargreina. „Þá vitum við það. Það má segja hvað sem er í ritstjórnargreinum og rökstyðja það með vísun í „þrálátan orðróm“, án þess að það brjóti í bága við þessar gagnslausu siðareglur. Ég gæti t.d. sagt að ritstjóri Morgunblaðsins væri með hala, samkvæmt „þrálátum orðrómi“ og það er bara allt í lagi. Prófessorar og stjórnmálamenn sem hafa tileinkað sér sömu umræðuhefð og ritstjórinn geta verið ánægðir með það,“ skrifar Þórður Snær. Fjölmiðlar Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Sjá meira
Ritstjóri Kjarnans er ósáttur við að siðanefnd Blaðamannafélags Íslands (BÍ) hafi vísað frá kæru hans vegna ásakana í Morgunblaðinu um meint tengsl Kjarnans við kröfuhafa föllnu bankanna. Hann segir frávísunina þýða að hann geti fullyrt að ritstjóri Morgunblaðsins sé með hala og vísað í „þrálátan orðróm“ því til stuðnings. Forsaga málsins er sú að vísað var til „þráláts orðróms“ um að Kjarninn tengdist kröfuhöfum föllnu bankanna í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins 20. maí. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, sagði við Vísi í síðasta mánuði að hann væri að skoða að leita réttar síns vegna þess sem hann kallaði „atvinnuróg“.Sjá einnig:Ritstjóri Kjarnans sakar Davíð Oddsson um atvinnuróg Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins er nafnlaust en Davíð Oddsson og Haraldur Johannessen eru ritstjórar blaðsins og bera ábyrgð á ritstjórnarefni þess.Siðanefndin tekur ekki afstöðu til ritstjórnargreinaÍ framhaldinu sendi Þórður Snær kæru til siðanefndar Blaðamannafélags Íslands og vildi vita hvort það væri í lagi að vísa í „þrálátan orðróm“ til að bera alvarlegar ávirðingar á fólk og fyrirtæki. Kæran varðar 3. grein siðareglna BÍ en þar segir: „Blaðamaður vandar upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu svo sem kostur er og sýnir fyllstu tillitssemi í vandasömum málum. Hann forðast allt, sem valdið getur saklausu fólki, eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu." Í úrskurði siðanefndarinnar kemur fram að hún telji ritstjórnarskrif utan verksviðs síns. Vísar nefndin til fyrri úrskurða, þess elsta frá árinu 1992. Þar voru ritstjórnarskrif talin falla undir persónlega skoðun eða tjáningu. Taldi siðanefndin að Reykjavíkurbréfið félli undir þá skilgreiningu.Segir siðareglurnar „gagnslausar“Í stöðuuppfærslu á Facebook skrifar Þórður Snær að siðanefndin hafi vísað kærunni frá á þeim forsendum að hún fjalli ekki um innihald ritstjórnargreina. „Þá vitum við það. Það má segja hvað sem er í ritstjórnargreinum og rökstyðja það með vísun í „þrálátan orðróm“, án þess að það brjóti í bága við þessar gagnslausu siðareglur. Ég gæti t.d. sagt að ritstjóri Morgunblaðsins væri með hala, samkvæmt „þrálátum orðrómi“ og það er bara allt í lagi. Prófessorar og stjórnmálamenn sem hafa tileinkað sér sömu umræðuhefð og ritstjórinn geta verið ánægðir með það,“ skrifar Þórður Snær.
Fjölmiðlar Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Sjá meira