Aðhald eða einkafjármagn Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 8. júní 2017 07:00 Samþykkt ríkisfjármálaáætlunar næstu fimm ára hvarf aðeins í umræðunni um fúsk stjórnarflokkanna við skipan dómara í Landsrétt. Nú hefur stjórnarmeirihlutinn samþykkt þá sýn sem hann hefur á samfélagið næstu fimm árin. Og sú sýn á lítið skylt við loforðin sem hljómuðu svo vel fyrir kosningar, ekki síst þegar kemur að heilbrigðismálum. Það virðist raunar hafa farið fram hjá mörgum að bæði Vinstri græn og Samfylking gerðu tillögur um úrbætur á fjármálaáætluninni. Raunar stóð stjórnarandstaðan samhent að tillögu um að áætluninni yrði vísað aftur til ráðherra sem mundi vinna hana betur. Tillögur okkar í Vinstri grænum gengu út á það að stækka rammana; að auka bæði við tekjur og útgjöld ríkisins. Það kom nefnilega nokkuð á óvart að Viðreisn, sem kenndi sig við kerfisbreytingar, og Björt framtíð, sem kenndi sig við baráttu gegn fúski, skyldu gera það að sínu helsta baráttumáli að standa vörð um skattkerfið sem Bjarni Benediktsson kom á í tíð sinni sem fjármálaráðherra og fjármálaáætlun sem var svo mikið fúsk að fjármálaráð gaf henni falleinkunn. Sýn ríkisstjórnarinnar fyrir næstu fimm árin er aðhald og hlutfallslegur samdráttur í samneyslunni þar sem öll útgjöld verða að rúmast innan hagsveiflunnar. Í staðinn fyrir að standa með þeirri stefnu, hafa ráðherrar og þingmenn stjórnarmeirihlutans hins vegar beitt talnaleikfimi til að fegra stöðuna. Vinstri græn telja hins vegar rétt að auka við samneysluna. Við viljum fara í þá uppbyggingu innviða sem allir voru sammála um fyrir kosningar og við erum óhrædd við að tala fyrir auknum tekjum ríkisins. Við viljum hins vegar beita skattkerfinu sem jöfnunartæki, þannig að þau sem best hafi það leggi meira til samfélagsins. Því miður varð aðhaldskrafa hægri aflanna ofan á, en þó læðist að manni sá grunur að ríkisstjórnin muni ekki þora annað en að fara í uppbyggingu. Það fé mun hins vegar koma frá einkaaðilum, þar sem fjármálaáætlunin setur útgjöldum ríkisins skýran ramma. Og þá munu stjórnarliðar fara í rökleikfimi við að útskýra að það sé nú ekki einkavæðing. Höfundur er þingmaður VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Sjá meira
Samþykkt ríkisfjármálaáætlunar næstu fimm ára hvarf aðeins í umræðunni um fúsk stjórnarflokkanna við skipan dómara í Landsrétt. Nú hefur stjórnarmeirihlutinn samþykkt þá sýn sem hann hefur á samfélagið næstu fimm árin. Og sú sýn á lítið skylt við loforðin sem hljómuðu svo vel fyrir kosningar, ekki síst þegar kemur að heilbrigðismálum. Það virðist raunar hafa farið fram hjá mörgum að bæði Vinstri græn og Samfylking gerðu tillögur um úrbætur á fjármálaáætluninni. Raunar stóð stjórnarandstaðan samhent að tillögu um að áætluninni yrði vísað aftur til ráðherra sem mundi vinna hana betur. Tillögur okkar í Vinstri grænum gengu út á það að stækka rammana; að auka bæði við tekjur og útgjöld ríkisins. Það kom nefnilega nokkuð á óvart að Viðreisn, sem kenndi sig við kerfisbreytingar, og Björt framtíð, sem kenndi sig við baráttu gegn fúski, skyldu gera það að sínu helsta baráttumáli að standa vörð um skattkerfið sem Bjarni Benediktsson kom á í tíð sinni sem fjármálaráðherra og fjármálaáætlun sem var svo mikið fúsk að fjármálaráð gaf henni falleinkunn. Sýn ríkisstjórnarinnar fyrir næstu fimm árin er aðhald og hlutfallslegur samdráttur í samneyslunni þar sem öll útgjöld verða að rúmast innan hagsveiflunnar. Í staðinn fyrir að standa með þeirri stefnu, hafa ráðherrar og þingmenn stjórnarmeirihlutans hins vegar beitt talnaleikfimi til að fegra stöðuna. Vinstri græn telja hins vegar rétt að auka við samneysluna. Við viljum fara í þá uppbyggingu innviða sem allir voru sammála um fyrir kosningar og við erum óhrædd við að tala fyrir auknum tekjum ríkisins. Við viljum hins vegar beita skattkerfinu sem jöfnunartæki, þannig að þau sem best hafi það leggi meira til samfélagsins. Því miður varð aðhaldskrafa hægri aflanna ofan á, en þó læðist að manni sá grunur að ríkisstjórnin muni ekki þora annað en að fara í uppbyggingu. Það fé mun hins vegar koma frá einkaaðilum, þar sem fjármálaáætlunin setur útgjöldum ríkisins skýran ramma. Og þá munu stjórnarliðar fara í rökleikfimi við að útskýra að það sé nú ekki einkavæðing. Höfundur er þingmaður VG.
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun