Allsherjar vanhæfi gæti vel orðið raunin í dómaramálinu Snærós Sindradóttir skrifar 7. júní 2017 07:00 Héraðsdómarar við Héraðsdóm Reykjavíkur eru að minnsta kosti í mjög þröngri stöðu. Annað gæti gilt um héraðsdómara í öðrum umdæmum. vísir/gva „Ég held að það myndi enginn dómari vilja sitja í þessu máli fyrir héraðsdómi,“ segir Sigurður Tómas Magnússon, prófessor við lagadeild HR, um fyrirhugað dómsmál vegna skipunar dómara í Landsrétt. Það bendir allt til þess að það muni reynast þrautin þyngri að finna dómara sem ekki eru vanhæfir í málinu. Fréttablaðið greindi frá því á laugardag að að minnsta kosti einn þeirra umsækjenda sem metnir voru hæfastir til dómarastarfsins, en fengu ekki skipun eftir tillögu ráðherra, hygðist fara í mál vegna þess. Aðrir liggja enn undir feldi og kanna réttarstöðu sína. Sigurður Tómas Magnússonvísir/aðsend Í gær greindi Fréttablaðið svo frá því að meðferð Alþingis við samþykkt tillögu dómsmálaráðherra hefði farið á svig við lög. Á það þyrfti að reyna fyrir dómi vegna hugsanlegrar bótaskyldu íslenska ríkisins. Umsækjendur um starfið voru 37 talsins. Þeir hafa nær allir víðtæk tengsl inn í lagastéttina, hafa verið héraðsdómarar eða starfað innan háskólanna. Þeir umsækjendur sem eru starfandi héraðsdómarar koma úr flestum héraðsdómstólum landsins. Þau tengsl geta skapað vanhæfi. „Þetta eru allt samstarfsmenn meira og minna eða sitjandi í hæfnisnefnd. Svo er augljóst að ef þetta færi fyrir Landsrétt þá væri allur Landsréttur vanhæfur. En héraðsdómurinn er líka meira og minna vanhæfur held ég,“ segir Sigurður Tómas. Dómstólaráði er þá falið að finna nýja héraðsdómara en ef það tekst ekki verður ráðherra falið að skipa dómara í málið. Líklega yrði þá fyrir valinn lögmaður sem ekki hefur neina dómarareynslu og stendur aðeins utan við þennan nátengda hóp, kæmi jafnvel úr stjórnsýslunni. Dómsmálaráðherra er aftur á móti vanhæfur í málinu og svo gæti farið að allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar þyki vanhæfir vegna þess að allir tóku þeir þátt í afgreiðslu Alþingis á málinu, sem líklega var ólögmæt. „Yfirleitt hefur það verið þannig að þegar ráðherra er vanhæfur þá er annar ráðherra kallaður inn. Það hefði verið heppilegt að hafa utanþingsráðherra núna. En að skipa ráðherra bara til að framkvæma þetta væri alveg nýtt. Það er spurning hvort það þyrfti að skipa ráðherra ad hoc, og forseti myndi þá gera það, til að fara með málið. Það reynir á margt þegar svona óvenjulegir hlutir gerast. Þá reynir á þolrifin í þessu kerfi.“ Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Segir ráðherra hafa svindlað á kerfinu og ætlar í mál Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður var metinn einn af fimmtán hæfustu umsækjendunum um dómarastöðu í Landsrétti en var færður af listanum af dómsmálaráðherra. Hann segir reglur hafa verið brotnar og ætlar í mál við ráðherra. 3. júní 2017 06:00 Tveir íhuga stöðuna en einn ákveðið að stefna Ástráður Haraldsson telur að dómsmálaráðherra hafi meðal annars brotið gegn reglum stjórnsýsluréttarins og jafnréttislögum við skipan dómara við Landsrétt. 3. júní 2017 07:00 Telur að niðurstaða hæfnisnefndarinnar hafi verið of einstrengingsleg Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir að henni hafi orðið það ljóst eftir viðræður við forystumenn flokkanna á Alþingi að niðurstaða hæfnisnefndar um skipan dómara við Landsrétt myndi ekki hljóta brautargengi á þinginu. Að hennar mati hafi niðurstaða nefndarinnar verið of einstrengingsleg. 3. júní 2017 10:00 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
„Ég held að það myndi enginn dómari vilja sitja í þessu máli fyrir héraðsdómi,“ segir Sigurður Tómas Magnússon, prófessor við lagadeild HR, um fyrirhugað dómsmál vegna skipunar dómara í Landsrétt. Það bendir allt til þess að það muni reynast þrautin þyngri að finna dómara sem ekki eru vanhæfir í málinu. Fréttablaðið greindi frá því á laugardag að að minnsta kosti einn þeirra umsækjenda sem metnir voru hæfastir til dómarastarfsins, en fengu ekki skipun eftir tillögu ráðherra, hygðist fara í mál vegna þess. Aðrir liggja enn undir feldi og kanna réttarstöðu sína. Sigurður Tómas Magnússonvísir/aðsend Í gær greindi Fréttablaðið svo frá því að meðferð Alþingis við samþykkt tillögu dómsmálaráðherra hefði farið á svig við lög. Á það þyrfti að reyna fyrir dómi vegna hugsanlegrar bótaskyldu íslenska ríkisins. Umsækjendur um starfið voru 37 talsins. Þeir hafa nær allir víðtæk tengsl inn í lagastéttina, hafa verið héraðsdómarar eða starfað innan háskólanna. Þeir umsækjendur sem eru starfandi héraðsdómarar koma úr flestum héraðsdómstólum landsins. Þau tengsl geta skapað vanhæfi. „Þetta eru allt samstarfsmenn meira og minna eða sitjandi í hæfnisnefnd. Svo er augljóst að ef þetta færi fyrir Landsrétt þá væri allur Landsréttur vanhæfur. En héraðsdómurinn er líka meira og minna vanhæfur held ég,“ segir Sigurður Tómas. Dómstólaráði er þá falið að finna nýja héraðsdómara en ef það tekst ekki verður ráðherra falið að skipa dómara í málið. Líklega yrði þá fyrir valinn lögmaður sem ekki hefur neina dómarareynslu og stendur aðeins utan við þennan nátengda hóp, kæmi jafnvel úr stjórnsýslunni. Dómsmálaráðherra er aftur á móti vanhæfur í málinu og svo gæti farið að allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar þyki vanhæfir vegna þess að allir tóku þeir þátt í afgreiðslu Alþingis á málinu, sem líklega var ólögmæt. „Yfirleitt hefur það verið þannig að þegar ráðherra er vanhæfur þá er annar ráðherra kallaður inn. Það hefði verið heppilegt að hafa utanþingsráðherra núna. En að skipa ráðherra bara til að framkvæma þetta væri alveg nýtt. Það er spurning hvort það þyrfti að skipa ráðherra ad hoc, og forseti myndi þá gera það, til að fara með málið. Það reynir á margt þegar svona óvenjulegir hlutir gerast. Þá reynir á þolrifin í þessu kerfi.“
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Segir ráðherra hafa svindlað á kerfinu og ætlar í mál Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður var metinn einn af fimmtán hæfustu umsækjendunum um dómarastöðu í Landsrétti en var færður af listanum af dómsmálaráðherra. Hann segir reglur hafa verið brotnar og ætlar í mál við ráðherra. 3. júní 2017 06:00 Tveir íhuga stöðuna en einn ákveðið að stefna Ástráður Haraldsson telur að dómsmálaráðherra hafi meðal annars brotið gegn reglum stjórnsýsluréttarins og jafnréttislögum við skipan dómara við Landsrétt. 3. júní 2017 07:00 Telur að niðurstaða hæfnisnefndarinnar hafi verið of einstrengingsleg Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir að henni hafi orðið það ljóst eftir viðræður við forystumenn flokkanna á Alþingi að niðurstaða hæfnisnefndar um skipan dómara við Landsrétt myndi ekki hljóta brautargengi á þinginu. Að hennar mati hafi niðurstaða nefndarinnar verið of einstrengingsleg. 3. júní 2017 10:00 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Segir ráðherra hafa svindlað á kerfinu og ætlar í mál Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður var metinn einn af fimmtán hæfustu umsækjendunum um dómarastöðu í Landsrétti en var færður af listanum af dómsmálaráðherra. Hann segir reglur hafa verið brotnar og ætlar í mál við ráðherra. 3. júní 2017 06:00
Tveir íhuga stöðuna en einn ákveðið að stefna Ástráður Haraldsson telur að dómsmálaráðherra hafi meðal annars brotið gegn reglum stjórnsýsluréttarins og jafnréttislögum við skipan dómara við Landsrétt. 3. júní 2017 07:00
Telur að niðurstaða hæfnisnefndarinnar hafi verið of einstrengingsleg Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir að henni hafi orðið það ljóst eftir viðræður við forystumenn flokkanna á Alþingi að niðurstaða hæfnisnefndar um skipan dómara við Landsrétt myndi ekki hljóta brautargengi á þinginu. Að hennar mati hafi niðurstaða nefndarinnar verið of einstrengingsleg. 3. júní 2017 10:00