Svona bregðast bandarísku stórfyrirtækin við ákvörðun Trump Atli Ísleifsson skrifar 2. júní 2017 12:12 Mark Zuckerberg, Elon Musk, Robert A. Iger og Tim Cook. Vísir/AFP Fjölmörg bandarísk stórfyrirtæki hafa lýst yfir andstöðu við ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta að draga Bandaríkin út úr Parísarsamningnum um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum. Segja forsvarsmenn fyrirtækjanna að þau munu áfram vinna að því að markmið samningsins náist. Auk þess að lýsa yfir andstöðu við stefnu Bandaríkjastjórnar hafa bæði Elon Musk, forstjóri Tesla og SpaceX, og Robert A. Iger, forstjóri Disney, sagt sig úr ráðgjafanefndum Trump forseta. „Loftslagsbreytingar eru staðreynd. Það er bæði slæmt fyrir Bandaríkin og heiminn allan að draga sig úr Parísarsamningnum,“ segir Musk.Am departing presidential councils. Climate change is real. Leaving Paris is not good for America or the world.— Elon Musk (@elonmusk) June 1, 2017 Iger segist segja sig úr nefndum af prinsippástæðum.As a matter of principle, I've resigned from the President's Council over the #ParisAgreement withdrawal.— Robert Iger (@RobertIger) June 1, 2017 Trump hefur talað fyrir því að það sé í þágu bandarísks efnahags að draga sig úr Parísarsamningnum, en stórfyrirtækin hafa mörg hvatt Trump til að hugsa til framtíðar. 25 fyrirtæki – meðal annars Apple, Facebook, Google og Microsoft – birtu í maí heilsíðuauglýsingu í New York Times, Wall Street Journal og New York Post þar sem þau útlistuðu kosti Parísarsamningsins fyrir þau sem alþjóðleg fyrirtæki. Sögðu þau að með samningnum yrðu fyrirtækin samkeppnishæfari og að hann skapaði vöxt. Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, sagði á Facebook-síðu sinni að ákvörðun Trump væri slæm fyrir umhverfið og stofna framtíð barna okkar í hættu.Sundar Pichai, forstjóri Google, segist hafa orðið fyrir vonbrigðum og að Google muni áfram vinna að hreinni og hagsælli framtíð fyrir okkur öll.Disappointed with today's decision. Google will keep working hard for a cleaner, more prosperous future for all.— Sundar Pichai (@sundarpichai) June 1, 2017 Tim Cook, forstjóri Apple, tekur í svipaðan streng og aðrir forstjórar stærstu tæknifyrirtækjanna í Bandaríkjunum.Decision to withdraw from the #ParisAgreeement was wrong for our planet. Apple is committed to fight climate change and we will never waver.— Tim Cook (@tim_cook) June 2, 2017 Önnur fyrirtæki sem hafa lýst yfir óánægju með ákvörðun Trump eru Microsoft, Amazon, Murray Energy, Uber, IBM, Shell, Peabody Energy og Cargill. Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Minnti Trump á að 80 prósent íbúa Pittsburgh hafi kosið Clinton Donald Trump sagðist í gær hafa verið kosinn í embætti af íbúum Pittsburgh, ekki Parísar, þegar hann greindi frá því að Bandaríkin hugðust draga sig úr Parísarsamningnum. 2. júní 2017 10:00 Halda ótrauð áfram án Donalds Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að landið segi sig frá Parísarsamkomulaginu. Ber fyrir sig efnahagslegar byrðar. Evrópa og Kína undirbúa sameiginlega yfirlýsingu. 2. júní 2017 07:00 Bandaríkin hætta aðild að Parísarsamkomulaginu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti á sjöunda tímanum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld að Bandaríkin hygðust draga sig út úr Parísarsamkomulaginu. 1. júní 2017 18:37 Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Fleiri fréttir Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sjá meira
Fjölmörg bandarísk stórfyrirtæki hafa lýst yfir andstöðu við ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta að draga Bandaríkin út úr Parísarsamningnum um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum. Segja forsvarsmenn fyrirtækjanna að þau munu áfram vinna að því að markmið samningsins náist. Auk þess að lýsa yfir andstöðu við stefnu Bandaríkjastjórnar hafa bæði Elon Musk, forstjóri Tesla og SpaceX, og Robert A. Iger, forstjóri Disney, sagt sig úr ráðgjafanefndum Trump forseta. „Loftslagsbreytingar eru staðreynd. Það er bæði slæmt fyrir Bandaríkin og heiminn allan að draga sig úr Parísarsamningnum,“ segir Musk.Am departing presidential councils. Climate change is real. Leaving Paris is not good for America or the world.— Elon Musk (@elonmusk) June 1, 2017 Iger segist segja sig úr nefndum af prinsippástæðum.As a matter of principle, I've resigned from the President's Council over the #ParisAgreement withdrawal.— Robert Iger (@RobertIger) June 1, 2017 Trump hefur talað fyrir því að það sé í þágu bandarísks efnahags að draga sig úr Parísarsamningnum, en stórfyrirtækin hafa mörg hvatt Trump til að hugsa til framtíðar. 25 fyrirtæki – meðal annars Apple, Facebook, Google og Microsoft – birtu í maí heilsíðuauglýsingu í New York Times, Wall Street Journal og New York Post þar sem þau útlistuðu kosti Parísarsamningsins fyrir þau sem alþjóðleg fyrirtæki. Sögðu þau að með samningnum yrðu fyrirtækin samkeppnishæfari og að hann skapaði vöxt. Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, sagði á Facebook-síðu sinni að ákvörðun Trump væri slæm fyrir umhverfið og stofna framtíð barna okkar í hættu.Sundar Pichai, forstjóri Google, segist hafa orðið fyrir vonbrigðum og að Google muni áfram vinna að hreinni og hagsælli framtíð fyrir okkur öll.Disappointed with today's decision. Google will keep working hard for a cleaner, more prosperous future for all.— Sundar Pichai (@sundarpichai) June 1, 2017 Tim Cook, forstjóri Apple, tekur í svipaðan streng og aðrir forstjórar stærstu tæknifyrirtækjanna í Bandaríkjunum.Decision to withdraw from the #ParisAgreeement was wrong for our planet. Apple is committed to fight climate change and we will never waver.— Tim Cook (@tim_cook) June 2, 2017 Önnur fyrirtæki sem hafa lýst yfir óánægju með ákvörðun Trump eru Microsoft, Amazon, Murray Energy, Uber, IBM, Shell, Peabody Energy og Cargill.
Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Minnti Trump á að 80 prósent íbúa Pittsburgh hafi kosið Clinton Donald Trump sagðist í gær hafa verið kosinn í embætti af íbúum Pittsburgh, ekki Parísar, þegar hann greindi frá því að Bandaríkin hugðust draga sig úr Parísarsamningnum. 2. júní 2017 10:00 Halda ótrauð áfram án Donalds Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að landið segi sig frá Parísarsamkomulaginu. Ber fyrir sig efnahagslegar byrðar. Evrópa og Kína undirbúa sameiginlega yfirlýsingu. 2. júní 2017 07:00 Bandaríkin hætta aðild að Parísarsamkomulaginu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti á sjöunda tímanum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld að Bandaríkin hygðust draga sig út úr Parísarsamkomulaginu. 1. júní 2017 18:37 Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Fleiri fréttir Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sjá meira
Minnti Trump á að 80 prósent íbúa Pittsburgh hafi kosið Clinton Donald Trump sagðist í gær hafa verið kosinn í embætti af íbúum Pittsburgh, ekki Parísar, þegar hann greindi frá því að Bandaríkin hugðust draga sig úr Parísarsamningnum. 2. júní 2017 10:00
Halda ótrauð áfram án Donalds Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að landið segi sig frá Parísarsamkomulaginu. Ber fyrir sig efnahagslegar byrðar. Evrópa og Kína undirbúa sameiginlega yfirlýsingu. 2. júní 2017 07:00
Bandaríkin hætta aðild að Parísarsamkomulaginu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti á sjöunda tímanum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld að Bandaríkin hygðust draga sig út úr Parísarsamkomulaginu. 1. júní 2017 18:37