„Kyngdi ælunni“ í þágu mikilvægra hagsmuna Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 1. júní 2017 10:28 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Vísir/Stefán Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, greiddi atkvæði með frumvarpi Þorsteins Víglundssonar félagsmálaráðherra um jafnlaunavottun – þrátt fyrir að hafa áður lýst því yfir að hann myndi ekki gera það. Málið var samþykkt með 49 atkvæðum gegn 8.Ekki átt svefnlausar nætur „Kannski eins og einhverjir vita hér inni þá hef ég nú ekki átt svefnlausar nætur af hrifningu yfir þessu máli. Þrátt fyrir þessa litlu hrifningu er ég nú á græna takkanum. Á fagmáli heitir það að kyngja ælunni í þágu mikilvægra hagsmuna. Ég segi já,“ sagði Brynjar þegar hann gerði grein fyrir atkvæði sínu í nótt. Brynjar og samflokksmaður hans, Óli Björn Kárason, höfðu báðir lýst sig andvíga frumvarpinu, en Óli Björn greiddi atkvæði gegn því. Þá greiddi Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra atkvæði með frumvarpinu en hún hafði lýst efasemdum um ágæti frumvarpsins og lét hafa eftir sér í viðtali fyrr í vetur að ekkert væri hægt að fullyrða um kynbundið misrétti á launamarkaði. Þannig var Óli Björn eini stjórnarliðinn sem studdi ekki lagabreytinguna. Frumvarpið meingallað Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokks, greiddi atkvæði gegn málinu en hann sagði frumvarpið meingallað. „Það er að minnsta kosti ljóst að það er stórgallað og mér heyrist meira að segja að stjórnarliðar viðurkenni það. Þá veltir maður fyrir sér, er það góðu markmiði til gagns að það sé reynt að ná því fram með meingölluðu máli,“ sagði hann. Þá sagði hann Pírata „rödd skynseminnar“ og hrósaði þeim sérstaklega fyrir það. „Þrátt fyrir að Píratar séu nú fjölbreytilegur hópur þá eru þeir í þessu máli með allt á hreinu og ég er sammála öllu því sem þeir hafa bent á í þessari umræðu.“ Ekki nógu vel unnið Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, sagði hugsunina bak við frumvarpið góða. Hins vegar sé það ekki nægilega vel unnið til að vilja hleypa því í gegn. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að þegar við erum að fara með mál hér, hvaða mál sem er, hversu dásamlegt og yndislegt og hversu mikið betra sumarið verður, að við gerum það vel. Það er eina krafan mín,“ sagði hún. Þorsteinn Víglundsson sagðist fagna því hversu mikla umræðu málið fékk við atkvæðaskýringu. „Staðalinn er vel þróaður. Hann er reyndur í tilraunaverkefni og löggjöfin sem slík er nokkuð einföld um tímasetningu á lögbindingu og innleiðingu staðalsins. Það hefur margsýnt sig hjá þeim fyrirtækjum sem hafa nýtt hann að hann virkar mjög vel og þess vegna er þetta mikið fagnaðarefni fyrir mig að við erum að ná þessum árangri. Þetta snýst ekki um egó ráðherra, heldur snýst þetta einfaldlega um baráttuna um það hvernig við útrýmum kynbundnum launamun.“ Alþingi Tengdar fréttir Óráðið að skylda fyrirtæki til að innleiða staðalinn Framkvæmdastjóri Staðlaráðs segir frumvarp um jafnlaunavottun jafngilda eignaupptöku á höfundarréttarvörðum stöðlum ráðsins. 31. maí 2017 13:15 Einn stjórnarþingmaður greiddi ekki atkvæði með jafnlaunavottun Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var eini stjórnarliðinn sem ekki greiddi atkvæði með frumvarpi Þorsteins Víglundssonar, jafnréttismálaráðherra, á þingfundi í kvöld en frumvarpið var samþykkt með þó nokkrum breytingum og hefur gengið til þriðju umræðu. 31. maí 2017 22:15 Hefur ekki áhyggjur af frumvarpinu þrátt fyrir efasemdir einstaka þingmanna Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, mælti fyrir frumvarpi um jafnlaunavottun í gær. 26. apríl 2017 10:59 Brynjar mun ekki greiða atkvæði með jafnlaunavottun Þorsteins Jafnlaunavottunin setur Sjálfstæðismenn í bobba. 5. apríl 2017 15:51 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, greiddi atkvæði með frumvarpi Þorsteins Víglundssonar félagsmálaráðherra um jafnlaunavottun – þrátt fyrir að hafa áður lýst því yfir að hann myndi ekki gera það. Málið var samþykkt með 49 atkvæðum gegn 8.Ekki átt svefnlausar nætur „Kannski eins og einhverjir vita hér inni þá hef ég nú ekki átt svefnlausar nætur af hrifningu yfir þessu máli. Þrátt fyrir þessa litlu hrifningu er ég nú á græna takkanum. Á fagmáli heitir það að kyngja ælunni í þágu mikilvægra hagsmuna. Ég segi já,“ sagði Brynjar þegar hann gerði grein fyrir atkvæði sínu í nótt. Brynjar og samflokksmaður hans, Óli Björn Kárason, höfðu báðir lýst sig andvíga frumvarpinu, en Óli Björn greiddi atkvæði gegn því. Þá greiddi Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra atkvæði með frumvarpinu en hún hafði lýst efasemdum um ágæti frumvarpsins og lét hafa eftir sér í viðtali fyrr í vetur að ekkert væri hægt að fullyrða um kynbundið misrétti á launamarkaði. Þannig var Óli Björn eini stjórnarliðinn sem studdi ekki lagabreytinguna. Frumvarpið meingallað Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokks, greiddi atkvæði gegn málinu en hann sagði frumvarpið meingallað. „Það er að minnsta kosti ljóst að það er stórgallað og mér heyrist meira að segja að stjórnarliðar viðurkenni það. Þá veltir maður fyrir sér, er það góðu markmiði til gagns að það sé reynt að ná því fram með meingölluðu máli,“ sagði hann. Þá sagði hann Pírata „rödd skynseminnar“ og hrósaði þeim sérstaklega fyrir það. „Þrátt fyrir að Píratar séu nú fjölbreytilegur hópur þá eru þeir í þessu máli með allt á hreinu og ég er sammála öllu því sem þeir hafa bent á í þessari umræðu.“ Ekki nógu vel unnið Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, sagði hugsunina bak við frumvarpið góða. Hins vegar sé það ekki nægilega vel unnið til að vilja hleypa því í gegn. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að þegar við erum að fara með mál hér, hvaða mál sem er, hversu dásamlegt og yndislegt og hversu mikið betra sumarið verður, að við gerum það vel. Það er eina krafan mín,“ sagði hún. Þorsteinn Víglundsson sagðist fagna því hversu mikla umræðu málið fékk við atkvæðaskýringu. „Staðalinn er vel þróaður. Hann er reyndur í tilraunaverkefni og löggjöfin sem slík er nokkuð einföld um tímasetningu á lögbindingu og innleiðingu staðalsins. Það hefur margsýnt sig hjá þeim fyrirtækjum sem hafa nýtt hann að hann virkar mjög vel og þess vegna er þetta mikið fagnaðarefni fyrir mig að við erum að ná þessum árangri. Þetta snýst ekki um egó ráðherra, heldur snýst þetta einfaldlega um baráttuna um það hvernig við útrýmum kynbundnum launamun.“
Alþingi Tengdar fréttir Óráðið að skylda fyrirtæki til að innleiða staðalinn Framkvæmdastjóri Staðlaráðs segir frumvarp um jafnlaunavottun jafngilda eignaupptöku á höfundarréttarvörðum stöðlum ráðsins. 31. maí 2017 13:15 Einn stjórnarþingmaður greiddi ekki atkvæði með jafnlaunavottun Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var eini stjórnarliðinn sem ekki greiddi atkvæði með frumvarpi Þorsteins Víglundssonar, jafnréttismálaráðherra, á þingfundi í kvöld en frumvarpið var samþykkt með þó nokkrum breytingum og hefur gengið til þriðju umræðu. 31. maí 2017 22:15 Hefur ekki áhyggjur af frumvarpinu þrátt fyrir efasemdir einstaka þingmanna Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, mælti fyrir frumvarpi um jafnlaunavottun í gær. 26. apríl 2017 10:59 Brynjar mun ekki greiða atkvæði með jafnlaunavottun Þorsteins Jafnlaunavottunin setur Sjálfstæðismenn í bobba. 5. apríl 2017 15:51 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira
Óráðið að skylda fyrirtæki til að innleiða staðalinn Framkvæmdastjóri Staðlaráðs segir frumvarp um jafnlaunavottun jafngilda eignaupptöku á höfundarréttarvörðum stöðlum ráðsins. 31. maí 2017 13:15
Einn stjórnarþingmaður greiddi ekki atkvæði með jafnlaunavottun Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var eini stjórnarliðinn sem ekki greiddi atkvæði með frumvarpi Þorsteins Víglundssonar, jafnréttismálaráðherra, á þingfundi í kvöld en frumvarpið var samþykkt með þó nokkrum breytingum og hefur gengið til þriðju umræðu. 31. maí 2017 22:15
Hefur ekki áhyggjur af frumvarpinu þrátt fyrir efasemdir einstaka þingmanna Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, mælti fyrir frumvarpi um jafnlaunavottun í gær. 26. apríl 2017 10:59
Brynjar mun ekki greiða atkvæði með jafnlaunavottun Þorsteins Jafnlaunavottunin setur Sjálfstæðismenn í bobba. 5. apríl 2017 15:51