Geir: Það er kominn betri bragur á liðið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 18. júní 2017 21:06 Geir fylgist með af hliðarlínunni. vísir/anton „Að sjálfsögðu er þungu fargi af mér létt. Þó svo maður hafi trúna og heimavöllinn þá er ekkert gefið í þessu,“ sagði brosmildur landsliðsþjálfari, Geir Sveinsson, eftir sigurinn á Úkraínu í kvöld. „Að tapa á heimavelli og falla úr leik hefði verið martröð. En við klárum þetta einstaklega vel og ég er mjög stoltur af drengjunum.“ Það hefur gengið á ýmsu í þessari undankeppni og á endanum fór Ísland áfram sem besta liðið í þriðja sæti. Tæpara gat það ekki staðið. „Það hefur gefið á bátinn og ef við gerum þetta snöggt upp þá stendur upp úr þessi munur á okkar leik á heimavelli og útivelli. Ég held við getum fullyrt að það sé orðinn betri bragur á þessu öllu. Það var dýrmæt reynsla fyrir þetta lið að spila á HM síðasta janúar. Það voru allir með viljann núna og það var frábært,“ segir Geir en hann er að stýra landsliðinu í kynslóðaskiptum. „Að við séum komnir inn á þessi mót á þessum umbreytingatímum finnst mér stórkostlegt. Við erum þekkt fyrir að fara fjallabaksleiðina og höfum gert það áður. Við vorum svo sem aldrei að hugsa um þetta þriðja sæti en niðurstaðan er sú að við erum eina liðið í þriðja sæti sem nær að taka fjögur stig af efstu liðunum og það kemur okkur áfram.“ Sóknarleikurinn hefur verið hausverkur í riðlakeppninni og ekki síst í leiknum gegn Tékkum á dögunum þar sem hann var mjög slakur. „Við fórum í smá áherslubreytingar. Um leið og strákarnir sáu sjálfa sig á myndbandi og fóru að lengja í sóknunum, láta andstæðinginn hlaupa þá komu þessi færi sem við þurftum. Þetta voru í sjálfu sér engin geimvísindi,“ segir Geir sem tók andlega þáttinn í gegn fyrir leikinn. „Við fengum Viðar Halldórsson til okkar kvöldið fyrir leik en hann hefur verið okkur innan handar síðan ég byrjaði með liðið. Hann kom með flott innlegg. Við fórum svolítið í grunninn og gildin sem þetta gengur út á. Þetta hljómar oft einfalt en það þarf stöðugt að minna á þessa hluti. Þetta var frábær vinna hjá honum.“ Geir segir ekkert hafa breyst í sínum málum og hann mun fara með liðinu á EM. Hans fyrsta EM á ferlinum. „Ég er svo gamall að það var ekki búið að finna upp EM þegar ég var í boltanum,“ sagði Geir og hló dátt. EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Úkraína 34-26 | Strákarnir komnir á tíunda Evrópumótið í röð Ísland tryggði sér sæti á EM 2018 í handbolta með stórsigri á Úkraínu, 34-26, í Laugardalshöllinni í kvöld. 18. júní 2017 20:15 Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Valur sótti nauman sigur norður Handbolti Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Handbolti Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Handbolti Fleiri fréttir Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Sjá meira
„Að sjálfsögðu er þungu fargi af mér létt. Þó svo maður hafi trúna og heimavöllinn þá er ekkert gefið í þessu,“ sagði brosmildur landsliðsþjálfari, Geir Sveinsson, eftir sigurinn á Úkraínu í kvöld. „Að tapa á heimavelli og falla úr leik hefði verið martröð. En við klárum þetta einstaklega vel og ég er mjög stoltur af drengjunum.“ Það hefur gengið á ýmsu í þessari undankeppni og á endanum fór Ísland áfram sem besta liðið í þriðja sæti. Tæpara gat það ekki staðið. „Það hefur gefið á bátinn og ef við gerum þetta snöggt upp þá stendur upp úr þessi munur á okkar leik á heimavelli og útivelli. Ég held við getum fullyrt að það sé orðinn betri bragur á þessu öllu. Það var dýrmæt reynsla fyrir þetta lið að spila á HM síðasta janúar. Það voru allir með viljann núna og það var frábært,“ segir Geir en hann er að stýra landsliðinu í kynslóðaskiptum. „Að við séum komnir inn á þessi mót á þessum umbreytingatímum finnst mér stórkostlegt. Við erum þekkt fyrir að fara fjallabaksleiðina og höfum gert það áður. Við vorum svo sem aldrei að hugsa um þetta þriðja sæti en niðurstaðan er sú að við erum eina liðið í þriðja sæti sem nær að taka fjögur stig af efstu liðunum og það kemur okkur áfram.“ Sóknarleikurinn hefur verið hausverkur í riðlakeppninni og ekki síst í leiknum gegn Tékkum á dögunum þar sem hann var mjög slakur. „Við fórum í smá áherslubreytingar. Um leið og strákarnir sáu sjálfa sig á myndbandi og fóru að lengja í sóknunum, láta andstæðinginn hlaupa þá komu þessi færi sem við þurftum. Þetta voru í sjálfu sér engin geimvísindi,“ segir Geir sem tók andlega þáttinn í gegn fyrir leikinn. „Við fengum Viðar Halldórsson til okkar kvöldið fyrir leik en hann hefur verið okkur innan handar síðan ég byrjaði með liðið. Hann kom með flott innlegg. Við fórum svolítið í grunninn og gildin sem þetta gengur út á. Þetta hljómar oft einfalt en það þarf stöðugt að minna á þessa hluti. Þetta var frábær vinna hjá honum.“ Geir segir ekkert hafa breyst í sínum málum og hann mun fara með liðinu á EM. Hans fyrsta EM á ferlinum. „Ég er svo gamall að það var ekki búið að finna upp EM þegar ég var í boltanum,“ sagði Geir og hló dátt.
EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Úkraína 34-26 | Strákarnir komnir á tíunda Evrópumótið í röð Ísland tryggði sér sæti á EM 2018 í handbolta með stórsigri á Úkraínu, 34-26, í Laugardalshöllinni í kvöld. 18. júní 2017 20:15 Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Valur sótti nauman sigur norður Handbolti Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Handbolti Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Handbolti Fleiri fréttir Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Úkraína 34-26 | Strákarnir komnir á tíunda Evrópumótið í röð Ísland tryggði sér sæti á EM 2018 í handbolta með stórsigri á Úkraínu, 34-26, í Laugardalshöllinni í kvöld. 18. júní 2017 20:15