Íslendingar berjast með orðum og rökum frekar en vopnum Kjartan Kjartansson skrifar 17. júní 2017 13:51 Líf Magneudóttir klæddist þjóðbúningi við athöfnina í kirkjugarðinum við Suðurgötu í morgun. Vísir/Friðrik Þór Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar, sagði Íslendinga friðsæla þjóð sem hafi fengið þann arf að berjast með orðum og rökum frekar en vopnum í hátíðarræðu í Hólavallakirkjugarði í morgun. Með orðum sínum virtist Líf vísa óbeint til umræðum sem hefur geisað um vopnaburð lögreglunnar undanfarna daga. Líf skrifaði meðal annars aðsenda grein í Fréttablaðið í gær þar sem hún talaði um óheillaþróun í þeim efnum. „Við erum friðsæl þjóð sem hefur hlotið það í arf að berjast með orðum og rökum frekar en vopnum. Förum að fordæmi Jóns forseta og nýtum okkur það til góðs,“ segir Líf í ávarpi sínu þegar hún og borgarstjóri lögðu blómsveig að leiði Jóns Sigurðssonar í tilefni þjóðhátíðardagsins í morgun. Of oft í klappliði í ótal stríðumGagnrýndi borgarfulltrúi Vinstri grænna einnig utanríkisstefnu Íslands undanfarin ár. „Við höfum borið gæfu til þess að vera hlutlaus í ótal stríðum en því miður einnig þátttakendur, eða kannski frekar í klappliðinu, í alltof mörgum. Auðvitað er sjálfstæði ekki sjálfsagt, hvorki Íslands né annarra ríkja, og í heiminum sem við búum í stöndum við frammi fyrir margvíslegum ógnum sem margar krefjast meiri og dýpri samvinnu ríkja en þekkst hefur í veraldarsögunni,“ sagði Líf. Slík samstaða hafi oft og tíðum náðst á sviði verslunar og viðskipta en alltof sjaldan á sviði umhverfisverndar og mannréttinda. Það sé á slíkum sviðum sem Ísland eigi erindi og hafi tækifæri til að gera sig gildandi í samfélagi þjóðanna. „Ekki svo að skilja að það sé markmið í sjálfu sér að gera sig gildandi. En sjálfstæði Íslands hefur lítið gildi ef við getum ekki notað það til að skapa aukna velferð þeirra sem hér búa og láta gott af okkur leiða í heiminum,“ sagði Líf. Skotvopn lögreglu Tengdar fréttir Lögregla við alvæpni í Múlakaffi Gestur segir afar óþægilegt að sitja við hlið vopnaðra manna á matsölustað. 16. júní 2017 13:21 Vopnaburður lögreglu ræddur á fundi allsherjarnefndar Ríkislögreglustjóri, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, forseti borgarstjórnar og borgarstjóri mættu á fund allsherjar- og menntamálanefndar á skrifstofum Alþingis í morgun. 16. júní 2017 10:13 Forseti borgarstjórnar fordæmir vopnaburð lögreglu Líf Magneudóttir segir með ólíkindum að borgarfulltrúar séu að heyra það fyrst í fjölmiðlum að sérsveit lögreglunnar ætli að bera vopn á hátíðarhöldum í tilefni 17. júní. 13. júní 2017 13:10 Sumar upplýsingar lögreglu viðkvæmar Í gær hélt þingnefndin fund með Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra og Sigríði Björk Guðjónsdóttur, lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu, þar sem vopnaburður lögreglunnar var ræddur en ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að vopnaðir sérsveitarmenn séu í viðbragðsstöðu á fjöldasamkomum miðbæjarins í sumar. 17. júní 2017 07:00 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar, sagði Íslendinga friðsæla þjóð sem hafi fengið þann arf að berjast með orðum og rökum frekar en vopnum í hátíðarræðu í Hólavallakirkjugarði í morgun. Með orðum sínum virtist Líf vísa óbeint til umræðum sem hefur geisað um vopnaburð lögreglunnar undanfarna daga. Líf skrifaði meðal annars aðsenda grein í Fréttablaðið í gær þar sem hún talaði um óheillaþróun í þeim efnum. „Við erum friðsæl þjóð sem hefur hlotið það í arf að berjast með orðum og rökum frekar en vopnum. Förum að fordæmi Jóns forseta og nýtum okkur það til góðs,“ segir Líf í ávarpi sínu þegar hún og borgarstjóri lögðu blómsveig að leiði Jóns Sigurðssonar í tilefni þjóðhátíðardagsins í morgun. Of oft í klappliði í ótal stríðumGagnrýndi borgarfulltrúi Vinstri grænna einnig utanríkisstefnu Íslands undanfarin ár. „Við höfum borið gæfu til þess að vera hlutlaus í ótal stríðum en því miður einnig þátttakendur, eða kannski frekar í klappliðinu, í alltof mörgum. Auðvitað er sjálfstæði ekki sjálfsagt, hvorki Íslands né annarra ríkja, og í heiminum sem við búum í stöndum við frammi fyrir margvíslegum ógnum sem margar krefjast meiri og dýpri samvinnu ríkja en þekkst hefur í veraldarsögunni,“ sagði Líf. Slík samstaða hafi oft og tíðum náðst á sviði verslunar og viðskipta en alltof sjaldan á sviði umhverfisverndar og mannréttinda. Það sé á slíkum sviðum sem Ísland eigi erindi og hafi tækifæri til að gera sig gildandi í samfélagi þjóðanna. „Ekki svo að skilja að það sé markmið í sjálfu sér að gera sig gildandi. En sjálfstæði Íslands hefur lítið gildi ef við getum ekki notað það til að skapa aukna velferð þeirra sem hér búa og láta gott af okkur leiða í heiminum,“ sagði Líf.
Skotvopn lögreglu Tengdar fréttir Lögregla við alvæpni í Múlakaffi Gestur segir afar óþægilegt að sitja við hlið vopnaðra manna á matsölustað. 16. júní 2017 13:21 Vopnaburður lögreglu ræddur á fundi allsherjarnefndar Ríkislögreglustjóri, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, forseti borgarstjórnar og borgarstjóri mættu á fund allsherjar- og menntamálanefndar á skrifstofum Alþingis í morgun. 16. júní 2017 10:13 Forseti borgarstjórnar fordæmir vopnaburð lögreglu Líf Magneudóttir segir með ólíkindum að borgarfulltrúar séu að heyra það fyrst í fjölmiðlum að sérsveit lögreglunnar ætli að bera vopn á hátíðarhöldum í tilefni 17. júní. 13. júní 2017 13:10 Sumar upplýsingar lögreglu viðkvæmar Í gær hélt þingnefndin fund með Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra og Sigríði Björk Guðjónsdóttur, lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu, þar sem vopnaburður lögreglunnar var ræddur en ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að vopnaðir sérsveitarmenn séu í viðbragðsstöðu á fjöldasamkomum miðbæjarins í sumar. 17. júní 2017 07:00 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Lögregla við alvæpni í Múlakaffi Gestur segir afar óþægilegt að sitja við hlið vopnaðra manna á matsölustað. 16. júní 2017 13:21
Vopnaburður lögreglu ræddur á fundi allsherjarnefndar Ríkislögreglustjóri, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, forseti borgarstjórnar og borgarstjóri mættu á fund allsherjar- og menntamálanefndar á skrifstofum Alþingis í morgun. 16. júní 2017 10:13
Forseti borgarstjórnar fordæmir vopnaburð lögreglu Líf Magneudóttir segir með ólíkindum að borgarfulltrúar séu að heyra það fyrst í fjölmiðlum að sérsveit lögreglunnar ætli að bera vopn á hátíðarhöldum í tilefni 17. júní. 13. júní 2017 13:10
Sumar upplýsingar lögreglu viðkvæmar Í gær hélt þingnefndin fund með Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra og Sigríði Björk Guðjónsdóttur, lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu, þar sem vopnaburður lögreglunnar var ræddur en ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að vopnaðir sérsveitarmenn séu í viðbragðsstöðu á fjöldasamkomum miðbæjarins í sumar. 17. júní 2017 07:00