Óþelló fyrst íslenskra leikverka til Slóvakíu Stefán Þór Hjartarson skrifar 14. júní 2017 12:00 Gísli Örn verður meðal annars með Masterclass á hátíðinni. Vísir/Eyþór „Vesturporti og Þjóðleikhúsinu var boðið að fara á leiklistarhátíð í Bratislava í Slóvakíu sem er í gangi núna. Þetta er rosalega spennandi hátíð og það er gaman að segja frá því að það er orðið uppselt á sýningarnar okkar þarna – við erum að fara að sýna þetta á íslensku í aðalsalnum í þjóðleikhúsinu í Slóvakíu, sem er risastór, þannig að það er slatti af fólki að fara að horfa á þetta með texta. Gísli ætlar líka að vera með Masterclass þarna úti – það mætir fullt af fólki á það líka. Við munum svo læðast út af Grímunni, við eigum nefnilega næturflug út á föstudaginn,“ segir Nana Alfredsdóttir hjá Vesturporti en þau eru á leiðinni út til Slóvakíu með Óþelló – þar með er það í fyrsta sinn sem íslenskt leikhús er sýnt þar í landi. Það er hátíðin Eurokontext sem stendur fyrir komu Vesturports og til þess fékk hátíðin norskan EES-styrk. Dramatúrg hátíðarinnar er Miriam Kicinová og er yfirskrift hennar fremur pólitísk – sú í ár hefur til að mynda skírskotun í slóvaska öfgaflokka. „Þessi hátíð er mjög skemmtileg – það er sem sagt alltaf annað hvert ár leiklist og hitt árið ópera og dans. Nú er það leiklistin, en yfirskrift hátíðarinnar er í þetta sinn „menning ógnað af menningu“ [e. civilization threatened by civilization]. Á síðustu hátíð var talað um Berlínarmúrinn og hvernig við í Evrópu erum búin að brjóta niður Berlínarmúrinn en erum enn að byggja nýja veggi – hvernig sagan endurtekur sig. Nú er verið að ræða það að það sé ekki alltaf utanaðkomandi ógn sem stefni siðmenningunni í hættu heldur sé það eitthvað innan okkar eigin siðmenningar sem geti verið ógnin – til að mynda öfgaflokkar. Það eru sextán verk sýnd á hátíðinni og þau voru öll valin með þetta í huga, þess vegna á Óþelló upp á pallborðið þarna. Síðan er fólk líka spennt fyrir því að sjá Jagó sem kvenkarakter – þetta fræga illmenni er oftast karlhlutverk þannig að það er spenna fyrir því.“ Það virðist vera meira en nóg að gera hjá Vesturporti. Hvað er svona á döfinni? „Það er svo mikil eftirspurn eftir okkur erlendis, en við förum til Póllands í haust til dæmis – Austur-Evrópa er að kalla. Síðan erum við að sýna Í Hjarta Hróa hattar í L.A. og Ameríkutúr í kjölfarið... já og svo er það Ellý hérna heima, þannig að það er alltaf líf og fjör.“ Tengdar fréttir Týnd í plasti og vondum hugmyndum Óþelló á algjörum villigötum. 29. desember 2016 12:00 Óþelló boðin þátttaka á einni stærstu leiklistarhátíð heims Leikhópurinn mun ferðast til Bogotá í mars 2018. 28. desember 2016 20:30 Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Hera Björk mun kynna stigin Lífið Fleiri fréttir Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Vesturporti og Þjóðleikhúsinu var boðið að fara á leiklistarhátíð í Bratislava í Slóvakíu sem er í gangi núna. Þetta er rosalega spennandi hátíð og það er gaman að segja frá því að það er orðið uppselt á sýningarnar okkar þarna – við erum að fara að sýna þetta á íslensku í aðalsalnum í þjóðleikhúsinu í Slóvakíu, sem er risastór, þannig að það er slatti af fólki að fara að horfa á þetta með texta. Gísli ætlar líka að vera með Masterclass þarna úti – það mætir fullt af fólki á það líka. Við munum svo læðast út af Grímunni, við eigum nefnilega næturflug út á föstudaginn,“ segir Nana Alfredsdóttir hjá Vesturporti en þau eru á leiðinni út til Slóvakíu með Óþelló – þar með er það í fyrsta sinn sem íslenskt leikhús er sýnt þar í landi. Það er hátíðin Eurokontext sem stendur fyrir komu Vesturports og til þess fékk hátíðin norskan EES-styrk. Dramatúrg hátíðarinnar er Miriam Kicinová og er yfirskrift hennar fremur pólitísk – sú í ár hefur til að mynda skírskotun í slóvaska öfgaflokka. „Þessi hátíð er mjög skemmtileg – það er sem sagt alltaf annað hvert ár leiklist og hitt árið ópera og dans. Nú er það leiklistin, en yfirskrift hátíðarinnar er í þetta sinn „menning ógnað af menningu“ [e. civilization threatened by civilization]. Á síðustu hátíð var talað um Berlínarmúrinn og hvernig við í Evrópu erum búin að brjóta niður Berlínarmúrinn en erum enn að byggja nýja veggi – hvernig sagan endurtekur sig. Nú er verið að ræða það að það sé ekki alltaf utanaðkomandi ógn sem stefni siðmenningunni í hættu heldur sé það eitthvað innan okkar eigin siðmenningar sem geti verið ógnin – til að mynda öfgaflokkar. Það eru sextán verk sýnd á hátíðinni og þau voru öll valin með þetta í huga, þess vegna á Óþelló upp á pallborðið þarna. Síðan er fólk líka spennt fyrir því að sjá Jagó sem kvenkarakter – þetta fræga illmenni er oftast karlhlutverk þannig að það er spenna fyrir því.“ Það virðist vera meira en nóg að gera hjá Vesturporti. Hvað er svona á döfinni? „Það er svo mikil eftirspurn eftir okkur erlendis, en við förum til Póllands í haust til dæmis – Austur-Evrópa er að kalla. Síðan erum við að sýna Í Hjarta Hróa hattar í L.A. og Ameríkutúr í kjölfarið... já og svo er það Ellý hérna heima, þannig að það er alltaf líf og fjör.“
Tengdar fréttir Týnd í plasti og vondum hugmyndum Óþelló á algjörum villigötum. 29. desember 2016 12:00 Óþelló boðin þátttaka á einni stærstu leiklistarhátíð heims Leikhópurinn mun ferðast til Bogotá í mars 2018. 28. desember 2016 20:30 Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Hera Björk mun kynna stigin Lífið Fleiri fréttir Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Óþelló boðin þátttaka á einni stærstu leiklistarhátíð heims Leikhópurinn mun ferðast til Bogotá í mars 2018. 28. desember 2016 20:30