Hjúkrunarfræðingur á vettvangi: „Ég vona að ég muni aldrei sjá neitt þessu líkt aftur“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. júní 2017 10:07 Sjónarvottur fylgist með aðgerðum við Grenfell Tower í morgun. Vísir/Getty Hjúkrunarfræðingurinn Simone Williams var á göngu nærri Grenfell Tower þegar hún heyrði sírenuvæl. Hún segist í samtali við CNN hafa hunsað það í fyrstu en þegar hún hafi orðið vör við þyrlunið varð henni ekki um sel. „Mér rann blóðið til skyldunnar og reyndi að komast að því hvað um væri að vera,“ segir Williams. Þá hafi hún mætt hlaupandi manni sem sagði henni að blokkin hans stæði í ljósum logum.Vísir er með beina lýsingu og sjónvarpsútsendingu frá Bretlandi vegna brunans. „Ég ákvað því að elta hann og það sem ég sá næst var heljarinnar eldhaf sem teygði sig upp í loftið. Öskrandi fólk veifaði hvítum fánum eða stuttermabolum út um gluggana,“ lýsir Williams. Hún hafi boðið fram aðstoð sína sem var þegin með þökkum og tók Williams að hlúa að þeim sem komist höfðu úr byggingunni. „Fjölmargir höfðu vafið um sig blautum handklæðum og var ískalt þegar út úr byggingunni var komið enda klukkan að ganga 3 um nótt. Ég bankaði á dyr nærliggjandi húsa og bað um teppi til að hlýja fólkinu,“ segir Willians sem andvarpar og bætir við. „Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt í lífi mínu og ég vona að ég muni aldrei sjá neitt þessu líkt aftur.“Fann ekki 12 ára dóttur sína Hún segir konu sem bjargaðist úr byggingunni hafi haft sérstök áhrif á sig. „Hún var í miklu losti og sagðist ekki finna 12 ára dóttur sína. Ég veit ekki enn hvort henni hafi tekist að finna hana.“ Williams segir hitann í byggingunni hafa verið slíkan að slökkviliðsmenn hafi þurft aðhlynningu. „Þrátt fyrir að vera í hlífðarfatnaði komu þeir stórslasaðir út úr blokkinni. Það hafa líklega um 200 slökkviliðsmenn komið að aðgerðinni. Ég er svo stolt af því að hafa fengið að vera hluti af þessu viðbragðsteymi,“ segir Simone Williams. Nálgast má beina lýsingu og útsendingu frá brunanum hér Bretland Bruni í Grenfell-turni England Tengdar fréttir Mannskaði í stórbruna í Lundúnum Tólf eru látnir í gríðarlegum eldi sem logaði í háhýsi í Kensington-hverfi í Lundúnum í nótt. 14. júní 2017 15:30 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira
Hjúkrunarfræðingurinn Simone Williams var á göngu nærri Grenfell Tower þegar hún heyrði sírenuvæl. Hún segist í samtali við CNN hafa hunsað það í fyrstu en þegar hún hafi orðið vör við þyrlunið varð henni ekki um sel. „Mér rann blóðið til skyldunnar og reyndi að komast að því hvað um væri að vera,“ segir Williams. Þá hafi hún mætt hlaupandi manni sem sagði henni að blokkin hans stæði í ljósum logum.Vísir er með beina lýsingu og sjónvarpsútsendingu frá Bretlandi vegna brunans. „Ég ákvað því að elta hann og það sem ég sá næst var heljarinnar eldhaf sem teygði sig upp í loftið. Öskrandi fólk veifaði hvítum fánum eða stuttermabolum út um gluggana,“ lýsir Williams. Hún hafi boðið fram aðstoð sína sem var þegin með þökkum og tók Williams að hlúa að þeim sem komist höfðu úr byggingunni. „Fjölmargir höfðu vafið um sig blautum handklæðum og var ískalt þegar út úr byggingunni var komið enda klukkan að ganga 3 um nótt. Ég bankaði á dyr nærliggjandi húsa og bað um teppi til að hlýja fólkinu,“ segir Willians sem andvarpar og bætir við. „Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt í lífi mínu og ég vona að ég muni aldrei sjá neitt þessu líkt aftur.“Fann ekki 12 ára dóttur sína Hún segir konu sem bjargaðist úr byggingunni hafi haft sérstök áhrif á sig. „Hún var í miklu losti og sagðist ekki finna 12 ára dóttur sína. Ég veit ekki enn hvort henni hafi tekist að finna hana.“ Williams segir hitann í byggingunni hafa verið slíkan að slökkviliðsmenn hafi þurft aðhlynningu. „Þrátt fyrir að vera í hlífðarfatnaði komu þeir stórslasaðir út úr blokkinni. Það hafa líklega um 200 slökkviliðsmenn komið að aðgerðinni. Ég er svo stolt af því að hafa fengið að vera hluti af þessu viðbragðsteymi,“ segir Simone Williams. Nálgast má beina lýsingu og útsendingu frá brunanum hér
Bretland Bruni í Grenfell-turni England Tengdar fréttir Mannskaði í stórbruna í Lundúnum Tólf eru látnir í gríðarlegum eldi sem logaði í háhýsi í Kensington-hverfi í Lundúnum í nótt. 14. júní 2017 15:30 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira
Mannskaði í stórbruna í Lundúnum Tólf eru látnir í gríðarlegum eldi sem logaði í háhýsi í Kensington-hverfi í Lundúnum í nótt. 14. júní 2017 15:30