Sipilä vill starfa með klofningshópnum úr Sönnum Finnum Atli Ísleifsson skrifar 13. júní 2017 13:18 Juha Sipilä tók við embætti forsætisráðherra Finnlands árið 2015. Vísir/AFP Juha Sipilä, forsætisráðherra Finnlands, leggur til að Miðflokkurinn og Þjóðarbandalagið myndi ríkisstjórn með þeim þingmönnum sem klufu sig frá þingflokki Sannra Finna og mynduðu þingflokkinn Nýjan valkost. Þannig myndu allir ráðherrar halda sætum sínum í ríkisstjórninni þó að þingmeirihlutinn sé nokkuð knappari. Sipilä ræddi við fjölmiðla fyrir stundu þar sem hann lagði þetta til. Timo Soini, utanríkisráðherra og fyrrverandi formaður Sannra Finna, og allir aðrir ráðherrar úr röðum Sannra Finna, tilkynntu í morgun að þeir hafið klofið sig úr þingflokknum. Alls eru 22 þingmenn í Nýjum valkosti, en eftir situr fimmtán manna þingflokkur Sannra Finna. Sipilä sagðist vona að hægt yrði að mynda nýja ríkisstjórn innan sólarhrings. Þingmenn Nýs valkosts sögðust reiðubúnir að starfa í samræmi við áður gerðan stjórnarsáttmála. Sipilä hefur rætt við lögfróða menn um framkvæmdina í dag og mun nú ráðfæra sig við þingflokk Miðflokksins og fjármálaráðherrann Petteri Orpo, formann Þjóðarbandalagsins. Þá mun Sipilä einnig ræða við þingflokksformenn allra flokka í kvöld. Eftir það verður boðað til nýs blaðamannafundar. Jussi Halla-aho tók við formennsku í Sönnum Finnum af Soini á landsfundi um helgina, en Halla-aho þykir mun harðari í andstöðu sinni í garð innflytjenda en forverinn og hefur áður hlotið dóm fyrir hatursummæli. Eftir kjörið sögðust Sipilä og Orpo ekki geta starfað með Sönnum Finnum. Finnland Norðurlönd Tengdar fréttir Sipilä: Engar forsendur fyrir áframhaldandi samstarf við Sanna Finna Flest bendir til að ríkisstjórn Juha Sipilä, forsætisráðherra Finnlands, sé að falla. 12. júní 2017 11:45 Meirihluti þingmanna Sannra Finna segir skilið við flokkinn Timo Soini, utanríkisráðherra Finnlands og fyrrverandi formaður Sannra Finna, sem og aðrir ráðherrar úr röðum Sannra Finna vilja starfa áfram í finnsku ríkisstjórninni og hafa myndað nýjan þingflokk. 13. júní 2017 10:57 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Juha Sipilä, forsætisráðherra Finnlands, leggur til að Miðflokkurinn og Þjóðarbandalagið myndi ríkisstjórn með þeim þingmönnum sem klufu sig frá þingflokki Sannra Finna og mynduðu þingflokkinn Nýjan valkost. Þannig myndu allir ráðherrar halda sætum sínum í ríkisstjórninni þó að þingmeirihlutinn sé nokkuð knappari. Sipilä ræddi við fjölmiðla fyrir stundu þar sem hann lagði þetta til. Timo Soini, utanríkisráðherra og fyrrverandi formaður Sannra Finna, og allir aðrir ráðherrar úr röðum Sannra Finna, tilkynntu í morgun að þeir hafið klofið sig úr þingflokknum. Alls eru 22 þingmenn í Nýjum valkosti, en eftir situr fimmtán manna þingflokkur Sannra Finna. Sipilä sagðist vona að hægt yrði að mynda nýja ríkisstjórn innan sólarhrings. Þingmenn Nýs valkosts sögðust reiðubúnir að starfa í samræmi við áður gerðan stjórnarsáttmála. Sipilä hefur rætt við lögfróða menn um framkvæmdina í dag og mun nú ráðfæra sig við þingflokk Miðflokksins og fjármálaráðherrann Petteri Orpo, formann Þjóðarbandalagsins. Þá mun Sipilä einnig ræða við þingflokksformenn allra flokka í kvöld. Eftir það verður boðað til nýs blaðamannafundar. Jussi Halla-aho tók við formennsku í Sönnum Finnum af Soini á landsfundi um helgina, en Halla-aho þykir mun harðari í andstöðu sinni í garð innflytjenda en forverinn og hefur áður hlotið dóm fyrir hatursummæli. Eftir kjörið sögðust Sipilä og Orpo ekki geta starfað með Sönnum Finnum.
Finnland Norðurlönd Tengdar fréttir Sipilä: Engar forsendur fyrir áframhaldandi samstarf við Sanna Finna Flest bendir til að ríkisstjórn Juha Sipilä, forsætisráðherra Finnlands, sé að falla. 12. júní 2017 11:45 Meirihluti þingmanna Sannra Finna segir skilið við flokkinn Timo Soini, utanríkisráðherra Finnlands og fyrrverandi formaður Sannra Finna, sem og aðrir ráðherrar úr röðum Sannra Finna vilja starfa áfram í finnsku ríkisstjórninni og hafa myndað nýjan þingflokk. 13. júní 2017 10:57 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Sipilä: Engar forsendur fyrir áframhaldandi samstarf við Sanna Finna Flest bendir til að ríkisstjórn Juha Sipilä, forsætisráðherra Finnlands, sé að falla. 12. júní 2017 11:45
Meirihluti þingmanna Sannra Finna segir skilið við flokkinn Timo Soini, utanríkisráðherra Finnlands og fyrrverandi formaður Sannra Finna, sem og aðrir ráðherrar úr röðum Sannra Finna vilja starfa áfram í finnsku ríkisstjórninni og hafa myndað nýjan þingflokk. 13. júní 2017 10:57