Vaknaði úr roti og gekk berserksgang Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 29. júní 2017 19:34 Héraðsdómur Suðurlands er á Selfossi. Vísir/Pjetur Karlmaður á þrítugsaldri var í Héraðsdómi Suðurlands í dag sakfelldur fyrir að hafa gengið berserksgangi inni í íbúð á Suðurlandi árið 2014 og unnið þar verulegar skemmdir. Honum var hins vegar ekki gerð refsing í málinu en gert að greiða allan sakarkostnað og rúmlega 1,5 milljónir króna í málsvarnarlaun verjanda síns. Tjónið nam rúmlega þremur milljónum króna. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa lamið og sparkað í hurðir og húsbúnað, velt innanstokksmunum um koll og stungið með eggjárni í hurðir og veggi, með þeim afleiðingum að klósettkassi brotnaði svo vatn flæddi um gólf, rúða brotnaði í útidyrahurð, sjö innihurðir og karmar brotnuðu eða skemmdust. Þá skemmdist fatahengisslá, stóll og bókahilla og blóð fór í gólfteppi hússins, að því er segir í ákærunni.Bar fyrir sig minnisleysi Maðurinn sagðist hafa setið að sumbli umrætt kvöld, hinn 14. desember 2014. Hann hafi drukkið landa og nokkuð mikið af honum. Sagðist hann ekki hafa munað eftir að hafa gengið berserksgang inni í íbúðinni og ekkert vitað fyrr en hann hafi vaknað í handjárnum. Þá kvaðst hann hafa verið kýldur en ekki muna eftir því og ekki vita hver hefði verið þar að verki. Hann hefði legið í glerbrotum þegar hann vaknaði og sennilega fengið skurði á ökkla og vör vegna þess.Vaknaði reiður Fjölmörg vitni komu fyrir dóm vegna málsins og í máli þeirra kom fram að til einhverra átaka hefði komið inni í stofunni og að maðurinn hefði á endanum verið kýldur með þeim afleiðingum að hann féll aftur fyrir sig og rotaðist. Nánast öll vitnin sögðu að þegar maðurinn vaknaði hafi hann strax orðið mjög reiður, farið að leita að þeim sem sló hann og valdið skemmdum á íbúðinni. Ákærði fór í fyrstu fram á sýknu en féll hins vegar frá þeirri kröfu eftir framburð vitna í málinu. Verjandi mannsins taldi hins vegar að ekki ætti að refsa honum vegna þess höfuðhöggs sem hann hlaut, en dómurinn sagði enginn læknisfræðileg gögn hafa verið lögð fram um áhrif höggsins á manninn. Maðurinn hefur hlotið fimm refsidóma frá atvikinu og ákvað dómurinn því að gera honum hegningarauka vegna eignaspjallanna, en ekki frekari refsing. Farið var fram á 4,3 milljónir í skaðabætur í fyrstu – en fallið var frá þeirri kröfu. Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Karlmaður á þrítugsaldri var í Héraðsdómi Suðurlands í dag sakfelldur fyrir að hafa gengið berserksgangi inni í íbúð á Suðurlandi árið 2014 og unnið þar verulegar skemmdir. Honum var hins vegar ekki gerð refsing í málinu en gert að greiða allan sakarkostnað og rúmlega 1,5 milljónir króna í málsvarnarlaun verjanda síns. Tjónið nam rúmlega þremur milljónum króna. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa lamið og sparkað í hurðir og húsbúnað, velt innanstokksmunum um koll og stungið með eggjárni í hurðir og veggi, með þeim afleiðingum að klósettkassi brotnaði svo vatn flæddi um gólf, rúða brotnaði í útidyrahurð, sjö innihurðir og karmar brotnuðu eða skemmdust. Þá skemmdist fatahengisslá, stóll og bókahilla og blóð fór í gólfteppi hússins, að því er segir í ákærunni.Bar fyrir sig minnisleysi Maðurinn sagðist hafa setið að sumbli umrætt kvöld, hinn 14. desember 2014. Hann hafi drukkið landa og nokkuð mikið af honum. Sagðist hann ekki hafa munað eftir að hafa gengið berserksgang inni í íbúðinni og ekkert vitað fyrr en hann hafi vaknað í handjárnum. Þá kvaðst hann hafa verið kýldur en ekki muna eftir því og ekki vita hver hefði verið þar að verki. Hann hefði legið í glerbrotum þegar hann vaknaði og sennilega fengið skurði á ökkla og vör vegna þess.Vaknaði reiður Fjölmörg vitni komu fyrir dóm vegna málsins og í máli þeirra kom fram að til einhverra átaka hefði komið inni í stofunni og að maðurinn hefði á endanum verið kýldur með þeim afleiðingum að hann féll aftur fyrir sig og rotaðist. Nánast öll vitnin sögðu að þegar maðurinn vaknaði hafi hann strax orðið mjög reiður, farið að leita að þeim sem sló hann og valdið skemmdum á íbúðinni. Ákærði fór í fyrstu fram á sýknu en féll hins vegar frá þeirri kröfu eftir framburð vitna í málinu. Verjandi mannsins taldi hins vegar að ekki ætti að refsa honum vegna þess höfuðhöggs sem hann hlaut, en dómurinn sagði enginn læknisfræðileg gögn hafa verið lögð fram um áhrif höggsins á manninn. Maðurinn hefur hlotið fimm refsidóma frá atvikinu og ákvað dómurinn því að gera honum hegningarauka vegna eignaspjallanna, en ekki frekari refsing. Farið var fram á 4,3 milljónir í skaðabætur í fyrstu – en fallið var frá þeirri kröfu.
Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira