Endurskoða tillögu um þjónustumiðstöð við Seljalandsfoss Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 28. júní 2017 20:00 Meðal þess sem hefur verið gagnrýnt er sjónmengun sem þjónustumiðstöðin hefði í för með sér á upphaflegum stað, á móti fossinum. Vísir/Vilhelm Tillaga sveitastjórnar og skipulagsnefndar Rangárþings eystra um að þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn á milli Gljúfrabúa og Seljalandsfoss hefur verið endurskoðuð. Anton Kári Halldórsson, skipulagsfulltrúi Rangárþings eystra, segir að tillagan hafi ekki verið tekin öll til baka. Stór hluti áætlunarinnar um aðgengismál og stígamál standi enn, en meðal þess sem verið er að endurskoða er staðsetning og stærð þjónustumiðstöðvarinnar.Aðstandendur Verndum Seljalandsfoss, sýna fram á sjónmengun þjónustumiðstöðvarinnar í myndbandi sem sýnir staðsetningu hennar.SkjáskotUmfang minnkað Upphaflega átti þjónustumiðstöðin að vera um 7 metra há og 2000 fermetrar að stærð en verið er að skoða það að minnka umfang hennar. Anton segir hins vegar ekkert vera staðfest enn þá. „Málið er enn í fullri vinnslu hjá okkur. Við vorum búin að afgreiða það til Skipulagsstofnunar en í ljósi aðstæðna og þess háttar; að koma til móts við athugasemdir og annað, ákváðum við að vinna það aðeins meira. Við erum að vinna í aðeins breyttri tillögu sem við erum svo að fara að kynna fyrir landeigendum og óska eftir aðkomu þeirra og eigum fund með Skipulagsstofnun og Umhverfisstofnun í næstu viku,“ segir Anton Kári.Umdeilt og harðlega gagnrýnt Skipulagið var umdeilt meðal íbúa svæðisins sem og náttúruverndarsinna sem vitnuðu í náttúruverndarlög þess efnis að ekki mætti spilla sýn að fossi. Taldi fólkið að umrædd þjónustumiðstöð myndi vega að útsýni frá fossinum sem og að honum. Aðstandendur hópsins Verndum Seljalandsfoss hafa meðal annars útbúið myndband sem sýnir hvernig upphafleg tillaga gæti litið út. Þar er meðal annars stungið upp á annarri staðsetningu hjá Brekkuhorni. „Sú tillaga var uppi á sínum tíma þegar við vorum að bera saman ákveðna kosti. Mönnum þóknaðist hún ekki út af ásýndarmálum. Þá er hún í forgrunni á svæðinu og nánast ofan í fossinum sjálfum þannig að hún kemur ekki til greina,“ segir Anton og bendir á að það sé ekki komin nein sérstök hugmynd um staðsetningu þjónustumiðstöðvarinnar. Hins vegar hafi komið upp tillögur að færa miðstöðina norðar og austar, úr sjónlínu frá fossinum. Umhverfismál Tengdar fréttir Rauði bragginn gefur „mjög svo ranga mynd“ af þjónustumiðstöðinni Byggingar- og skipulagsfulltrúi Rangárþings eystra minnir á að engin drög séu til um hönnun nýrrar þjónustumiðstöðvar við Seljalandsfoss. 9. maí 2017 11:53 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
Tillaga sveitastjórnar og skipulagsnefndar Rangárþings eystra um að þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn á milli Gljúfrabúa og Seljalandsfoss hefur verið endurskoðuð. Anton Kári Halldórsson, skipulagsfulltrúi Rangárþings eystra, segir að tillagan hafi ekki verið tekin öll til baka. Stór hluti áætlunarinnar um aðgengismál og stígamál standi enn, en meðal þess sem verið er að endurskoða er staðsetning og stærð þjónustumiðstöðvarinnar.Aðstandendur Verndum Seljalandsfoss, sýna fram á sjónmengun þjónustumiðstöðvarinnar í myndbandi sem sýnir staðsetningu hennar.SkjáskotUmfang minnkað Upphaflega átti þjónustumiðstöðin að vera um 7 metra há og 2000 fermetrar að stærð en verið er að skoða það að minnka umfang hennar. Anton segir hins vegar ekkert vera staðfest enn þá. „Málið er enn í fullri vinnslu hjá okkur. Við vorum búin að afgreiða það til Skipulagsstofnunar en í ljósi aðstæðna og þess háttar; að koma til móts við athugasemdir og annað, ákváðum við að vinna það aðeins meira. Við erum að vinna í aðeins breyttri tillögu sem við erum svo að fara að kynna fyrir landeigendum og óska eftir aðkomu þeirra og eigum fund með Skipulagsstofnun og Umhverfisstofnun í næstu viku,“ segir Anton Kári.Umdeilt og harðlega gagnrýnt Skipulagið var umdeilt meðal íbúa svæðisins sem og náttúruverndarsinna sem vitnuðu í náttúruverndarlög þess efnis að ekki mætti spilla sýn að fossi. Taldi fólkið að umrædd þjónustumiðstöð myndi vega að útsýni frá fossinum sem og að honum. Aðstandendur hópsins Verndum Seljalandsfoss hafa meðal annars útbúið myndband sem sýnir hvernig upphafleg tillaga gæti litið út. Þar er meðal annars stungið upp á annarri staðsetningu hjá Brekkuhorni. „Sú tillaga var uppi á sínum tíma þegar við vorum að bera saman ákveðna kosti. Mönnum þóknaðist hún ekki út af ásýndarmálum. Þá er hún í forgrunni á svæðinu og nánast ofan í fossinum sjálfum þannig að hún kemur ekki til greina,“ segir Anton og bendir á að það sé ekki komin nein sérstök hugmynd um staðsetningu þjónustumiðstöðvarinnar. Hins vegar hafi komið upp tillögur að færa miðstöðina norðar og austar, úr sjónlínu frá fossinum.
Umhverfismál Tengdar fréttir Rauði bragginn gefur „mjög svo ranga mynd“ af þjónustumiðstöðinni Byggingar- og skipulagsfulltrúi Rangárþings eystra minnir á að engin drög séu til um hönnun nýrrar þjónustumiðstöðvar við Seljalandsfoss. 9. maí 2017 11:53 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
Rauði bragginn gefur „mjög svo ranga mynd“ af þjónustumiðstöðinni Byggingar- og skipulagsfulltrúi Rangárþings eystra minnir á að engin drög séu til um hönnun nýrrar þjónustumiðstöðvar við Seljalandsfoss. 9. maí 2017 11:53